Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 34
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ slakandi andrúmslofti við fæðinguna. Mikið hefur verið gert til að ná þessu marki og gera umhverfi hinnar verðandi móður sem heimilis- legast. Kerlaug fyrir fæðingu hefur nú bæst í safn þess sem talið er geta verkað róandi og afslappandi. Auk hreinlætissjónarmiða og ef til vill agnar af ánægju getur baðið haft lífeðlisfræðilega og sálræna kosti. Sársauki fylgir oft fæðingunni og af honum sprettur ótti. Þetta hvort tveggja getur dregið úr hríðum, og þess vegna er það stór liður í fæðingarhjálp að draga úr þessu tvennu. Kerlaug getur leitt til vöðvaslökunar. Slíkt getur aftur á móti bælt niður ótta og sársauka og dregið samtímis úr starfsemi semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins. Geðlyf geta dregið úr hríðum og ef lítið er af adrenalíni í blóðinu örvar það samdrátt legsins. Odent hefúr nýverið mælt með böðun fyrir fæðingu og jafvel fæðingu undir vatni í ósannprófaðri grein. Hann fullyrti að böðun drægi úr sársauka, stytti tímann sem fæðingin tæki og fækkaði fylgikvillum jafnframt því sem hún bætti ástand nýburanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort böðun stytti tíma við fæðingu og drægi úr lyfjanotkun, kanna sársaukatilfinningu, tíðni læknisaðgerða og fylgikvilla hjá konum meðan á þungun og fæðingu stendur og kanna hvort böðun bætir ástand nýbura.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.