Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1919, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.1919, Blaðsíða 13
FREYR. 7 þá stormar tíðir og grimmur jeljagangur. Viðraði þessu fram um mánaðarmótin febrúar og mars eða þar til viku aí Góu. Upp úr mánaðarmótunum kom góður bati um alt land. Tók þá sjóar-lagnaðarísinn að leysa smátt og smátt, en gekk seint. Hjelst besta tíð í 3 vikur eða mestan hluta góunnar. Byrjaði þá sumsstaðar, í veðursælustu sveitum landsins, þar sem autt var, að lifna gróður. Þriðjudaginn 26. mars — í einmánaðarbyrj- un — rigndi óhemju um alt Suðurland og víð- ar. —- En um kveldið og aðfaranótt þess 27. rauk upp með norðanveður á ný og kulda. Var þá næstu daga frostið 10—12° C. hjer syðra, og 15—25° C. á Grímsstöðum og víðar uorðan og austanlands. Mun þá jörð, einkum túnin, hafa kalið mjög; sérstaklega, þar sem gróður var farinn að lifna. — Hjelst þessi harðindaskorpa í nærfelt 3 vikur eða fram und- ir sumarmál. Um tíðarfarið skal jeg í viðbót við það, sem hjer er tekið fram, tilfæra nokkur ummæli úr brjefum úr ýmsum hjeruðum landsins. Úr Strandasýslu 5. apríl segir: „Hjeðan úr sýslunni fátt markvert að frjetta uema ótíð, sem verið hefir óslitinn í allan vet- ur og meira til, því veturinn byrjaði um leitir, með fannkornu og frostum, sem síðan má heita að haldist alt fram á þennan dag. Kýr komu á fulla gjöf strax um leitir, fé um og fyrir veturnætur, og hross litlu si’ðar. . . Gjafa- tíminn er því orðinn afar langur, enda er nú farið að ganga á heyin hiá almenningi, og út- litið því alt annað en glæsiiegt. Telja gamlir raenn þennan vetur einn með allra verstu vetr- um sem komið hefir nú um fjölda ára, eða síðan frostaveturinn mikla 1881“. í öðru brjefiúr Strandasýslu dags. 30. maí segir: „Harður þótti okkur veturÍDn. Á sauðfje var algerð innistaða hjer í sveit (Tungusveit) frá 20. nóv. til 20. apríl eða í 22 vikur að kalla. Og áður og eftir var því gefið sem svarar 2—3 innissöðuvikum. Er þá ÍDnistöðu- gjöf á fje orðin 24—25 vikur. Einstöku menn voru að verða heylausir er batinn kom, enda höfðu hross þá verið á gjöf í 18 vikur“. Úr Skagafirði er skrifað 14. apríl: „Hjer lagðist vetur að fyrir fult og alt, mánuði fyr en tímatalið sagði veturinn kominn. Með veturnóttum gerði sífeldar snjókomur með hörkum, einkum á jólaföstunni og fram til miðs vetrar, svo að slíkt hefir ekki þekst hjer síðan 1881 — frostaveturinn mikla. Það mátti kalla haglaust um mestan hluta Skagafjarðar frá miðjum nóvember til febrúarloka. Snemma í mars blotaði svo að upp komu snapir. En þó getur ekki talist að hey hafi sparast við sauð- fje, svo nokkru nemi, mest vegna þess, hvað veðráttan hefir verið stormasöm og afaróstilt. Dálítið öðru máli að gegna með hross; þau hafa Ijett á fóðri að nokkru leyti, einkum þau betri, eD þó aldrei meir en að hálfu leyti, þeg- ar best hefir verið". Svipaðar þessu eru sagnirnar úr öðrum hjeruðum landsins. Gjafatíminn víða á sauðfje 24 — 26 vikur, og hrossum — innistaða — 12— 18 vikur. Margir álíta, að þessi vetur hafi verið eins harður og frostaveturinn mikli 1880—81, og sumir ætla, að hann hafi verið jafnvei enn harðari. — En þetta álit mun naumast á rök- um bygt, og veldur því eðlilega ókunnugleiki þjá þeim yngri, en gleymska eða minnisleysi hjá þeim eldri. Samkvæmt skýrslu úr „Meteorologisk Aar- bog“ fyrir árið 1881, var þrjá fyrstu mánuði ársins (1881) mest frost á ýmsum stöðum hér á landi þetta: J^n.: Eebr: Mars: Berufjörður 23,j° C. 16!9° C. 21,0° C. Grímsey 30,0 25,ð - 1 o O eo

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.