Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 5
Fréttir frá stjórn Um þessar mundir standa yfir breyt- 'n9ar á sjúkrahúsum úti á landi vegna Verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Aðildarfélög B.S.R.B. hafa verið að v>nna í því í allt haust að fá rétt form á t>au umsóknareyðublöð sem starfsfólk faer. Orðið hefur að samkomulagi að fðlk haldi þeim samningum sem fyrir eru á hverjum stað, utan aukagreiðslna s s. óunna yfirvinnu o.fl. Þeim ljós- rnæðrum sem eru kjarafélagar í f-M.F.Í. hafa verið send öll gögn um bessi mál. Kjaranefnd L.M.F.Í. er nú að vinna að undirbúningi kjarasamninga sem 9erðir verða haustið 1991 og er æski- e9t að fá að heyra frá sem flestum til að við verðum sem sterkastar og þær ®em tök hafi á að skipta um kjarafélag anni þau mál vel. ^ú er lokið þeirri könnun sem ljós- mæðranemar voru að gera vegna rann- sókna þeirra á verkalyfjameðferð. Skilað var inn í kringum 55% kannana. Ein af þeim nefndum sem hafa verið starfandi á vegum B.S.R.B. er dagvist- unarnefnd. I þeirri nefnd hefur starfað Katrín Bragadóttir frá L.M.F.Í.. Þann 4. október stóð nefndin fyrir borgara- fundi í húsi íslensku Óperunnar um dagvistunarmál. Fundurinn var vel sóttur og haldið verður áfram að vinna að þeim málum. Húsnæðisnefnd er að koma saman um þessar mundir í þeirri nefnd starfa Svanhvít Magnúsdóttir og Unnur Kjartansdóttir. Skólamálin eru á því stigi að menntamálaráðherra skipaði 3ja manna nefnd einn frá L.M.F.Í. og 2 frá Háskóla íslands til að skipuleggja ljós- mæðranám við H.í. Nefndin hefur ekki verið kölluð saman. Búið er að skipa nýja stjórn í lífeyris- sjóð ljósmæðra og verið að finna leið til að leggja sjóðinn niður. Stjórnin óskar eindregið eftir því að ljósmæður verði duglegar að nýta sér blaðið og koma með faglegar greinar sem þær lesa. Stjórnin LjÓSM æðrablaðið 3

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.