Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 11
Hendursem strjúka: Nína spennir vöðva íhandleggjum ogfótum. Augna-
ráðið er tómlegt og ekki er unnt að vekja athygli hennar. Þegar snertingin
var hætt, ,,vaknaði“ hún og grét.
• að starfsfólki verði kennt að efla eig-
in getu og hæfileika foreldranna til að
fara mjúkum höndum um fyrirbura.
Þekking á táknmáli líkama fyrirbura
er enn ófullnægjandi. Sjaldnast er um-
hverfið og sú daglega umhyggja sem
við veitum nýburanum og foreldrum
hans í takt við viðkvæm skynfæri barns-
ins. Okkar reynsla er sú að fyrirburar
— við núverandi aðstæður — þurfi
fyrst og fremst sefandi umhyggju og
hjálp til að róa sjálfa sig.
Hin spenntu böm
Við veittum því athygli í upphafi
verkefnis okkar, þegar við fullar eftir-
væntingar kenndum foreldrunum að
nudda börnin, að þau reyndu að kom-
ast undan hinum ástríku höndum. Þau
urðu óróleg, spenntu alla vöðva líkam-
ljósmæðrablaðið ___________________
ans, titruðu og grettu sig. Við höfðum
reiknað með að sjá róleg, athugul
börn, en reyndin varð hið gagnstæða,
nuddið var þeim byrði.
Það var samdóma álit okkar og for-
eldranna að börnin þyldu það ekki að
vera nudduð. Börnin brugðu fæti fyrir
verkefni okkar í bókstaflegri merkingu.
Við töldum okkur ekki geta borið
ábyrgð á að íþyngja börnunum til að
ná síðar fram hugsanlegum jákvæðum
áhrifum nuddsins. Við hættum því við
fræðslustarfið.
Það sem aðrir höfðu fundið
Við tókum okkur nú fyrir hendur að
grannskoða skýrslur annarra um þeirra
tilraunir til að örva snertiskyn fyrirbura.
Auk þeirra niðurstaðna sem draga
fram hið jákvæða eins og hraðari þyng-
9