Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 16
Spenna Það kom stundum fyrir fyrst í stað að okkur virtust börnin enga svörun gefa við snertingu, þau lægju grafkyrr og tækju því sem verða vildi. En athugun myndbandanna síðar sýndi að börnin lágu að vísu kyrr, en allir vöðvar voru spenntir og börnin horfðu starandi aug- um út í loftið. Ýttu foreldrarnir við fæti eða hendi kom í ljós að limurinn var stinnur sem spýta. Þegar börnin fengu að vera í friði aftur lifnaði yfir augunum og börnin tóku að hreyfa sig. Viðbrögð eftirá Ein uppgötvun okkar var sú að stundum komu viðbrögð barnanna við snertingu fyrst eftirá. Þau áttu það til að sýna lítil eða engin viðbrögð í byrjun en þeim mun sterkari síðar eða eftir að snertingu var hætt. Börnin urðu mjög óróleg, fóru að kjökra eða gráta, súrefn- ismagn í blóði minnkaði bæði skömmu eftir að strokur hófust og einnig eftir að þeim var hætt. Reynsla foreldranna Flestir foreldrarnir töldu að börnun- um þætti gott að láta halda utan um sig, að þau yrðu afslöppuð ef haldið væri utan um þau. Margir foreldrarnir fundu til gleði yfir að komast í nána snertingu við börnin. Einnig foreldrar barna í súrefniskössum fundu til sterkr- ar samkenndar með börnum sínum við það að snerta þau með höndunum. Þegar foreldrarnir sjálfir náðu því að slappa vel af fylgdust þeir einnig oft vel með andardrætti barnanna. En í ein- staka tilvikum var reynsla foreldranna sú að hvorki þau sjálf eða börnin finndu til neinnar breytingar við snertinguna, að börnin vildu eitthvað allt annað — sofa eða láta tala við sig. Margir foreldranna lýstu viðstöðu- laust viðbrögðum barnanna við snert- ingum og strokum meðan myndatakan fór fram. ,,Nei þetta held ég að henni líki alls ekki“, sagði ein móðirin þegar faðirinn var að strjúka handlegg dóttur sinnar. Það vakti furðu þeirra hve börn- in gátu orðið lítil í sér og óróleg. Oft hættu þau skyndilega að strjúka þegar þau urðu þess vör að börnin viku höndunum undan. Einnig kom fyrir að þau vildu prófa aftur til að ganga úr skugga um hvort viðbrögðin yrðu enn þau sömu. Og sú varð raunin. En það var sjaldgæft að foreldrarnir tækju eftir breytingum á andardrætti barna sinna eða litarafti húðarinnar þegar þau voru strokin. Þess vegna voru foreldrar yngstu barnanna oft í vafa um hvort börnin sýndu nokkur merki svörunar við snertingu. Þegar foreldrunum var leyft að gera það sem þau helst vildu sjálf meðan myndataka fór fram kom mjög oft fyrir að þau tækju börnin sín upp og héldu þeim fast upp að sér. Við þessar aðstæður sáum við að börnin sefuðust og urðu róleg, eða að þau urðu árvök- ul og leituðu eftir að horfast í augu við foreldrana, skimuðu eftir hljóði og reyndu að snerta húð eða föt þess sem hélt á þeim. Það var stórfengleg sjón að sjá þau gagnkvæmu tengsl foreldra og barna sem urðu við þessar að- stæður. 1—IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð 14

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.