Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 31
Ljósmæður útskrífaðar frá LMSÍ 1970. Frá vinstri: Björg Guðmundsdóttir, Sauðárkróki, Bóthildur Steinþórsdóttir, Reykjavík, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Spáni, Rannveig Matthías- dóttir, Kópavogi, Hildur Sæmundsdóttir, Grundarfirði, Elín Hjartardóttir, Reykjavík, Halla Halldórsdóttir, Kópavogi, Birgitta Pálsdóttir, Sauðárkróki, Margrét Guðmundsdóttir, Reykjavík og Anna Brynjólfsdóttir, Garðabæ. Myndin var tekin íLondon fyrir skemmstu en þar héldu þær upp á afmælið. Heimsóknartími er frá 2—5 á dag- inn. Feðurnir eru venjulega ekki við fæðingarnar, en þó eru stundum und- antekningar á þessu. Hér erum við hvorki með böð né heita potta fyrir 1. stig fæðingarinnar. Og oft eru konur ekki sem best búnar undir fæðinguna. En allt þetta er að breytast til batnaðar. Skoðanir eru hér eingöngu í höndum kvensjúkdómalæknanna. Þeir eru fimm á þessari stofnun. Meðalþyngd barnanna er 3500 g. Eg hefi skráð niður allar fæðingar sem ég hefi haft með að gera og eru ís- lensku börnin mun stærri. Þar skiptir ætternið — RAZA — máli og einnig mataræðið, sem mér finnst betra hér, mikið borðað af ávöxtum og fersku grænmeti. Ekki er borðað eins mikið af sykri og heima á Fróni. Hér koma konur venjulega 5—10 sinnum í skoðun. En þó koma sumar að fæða sem aldrei hafa komið í skoð- un á meðgöngutímanum. Hér held ég þeim sið sem ég vandist á íslandi að sitja yfir konunum allan LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 29

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.