Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 13
upp í 10 sinnum með hverju barni. Einu barni fylgdumst við með án mynd- bandsupptöku. Fæðingu þessara barna bar að eftir 26 til 36 vikna meðgöngu. Fæðingar- þyngd þeirra var frá 883 grömmum upp í 2435 grömm. Rannsóknin stóð yfir frá og með 6. september til og með 13. desember 1989. IJppfræðsla foreldranna I stað þess að kenna foreldrunum ungbarnanudd, voru þeir beðnir að snerta börn sín með ýmsum mismun- andi hætti. Foreldrarnir voru beðnir um að taka vel eftir viðbrögðum barn- anna við hverri snertingu og taka mark á táknum þeirra. Faðmandi hendur Við höfðum tekið eftir að börn í súrefniskössum sem sýndu af sér leiða létu róast við það að foreldrar eða starfsfólk lagði stillilega hlýjar og mjúk- ar hendur ofan á þau — faðmaði þau. Starfsfólk hafði með sama hætti um lengri tíma notað þessa aðferð til að örva börnin gegn andarteppu. Þá höfðu einnig aðrir sem kannað hafa örvun skilningarvita fyrirbura lýst ámóta já- kvæðum viðbrögðum þeirra við handa- yfirlagningu. S.S. Jay staðhæfir t.d. að súrefn- ismagnið aukist oft á tíðum meðan uijúkar hendur umvefji barnið til langframa.9 Við báðum því foreldranna að hefja samskiptin við börnin með því að leggja stillilega mjúkar og hlýjar hendir sínar um höfuð og fætur barnsins eða um bak þess og maga. Strjúkandi hendur Þegar foreldri snertir barn sitt, sem liggur í súrefniskassa, í fyrsta sinni strýkur það gjarnan mjúklega með fingri um kinnar þess eða hendur. Bækur um ungbarnanudd telja einnig að mjög léttar strokur séu ákjósanlegar jafnt fyr- ir nýbura sem fyrirbura. Við töldum reynslu okkur hins vegar heldur benda til að börn hefðu fyrr þroska til að með- taka þéttingsfasta stroku. Við báðum því foreldrana að halda sambandinu áfram við börnin fyrst með léttum strokum og síðan — þegar værð færðist yfir barnið — með öllu fastari strokum á handlegg eða bak. Viðbrögð bama við faðmandi höndum Við komumst að raun um að værð færðist yfir börnin þegar foreldrar eða hjúkrunarfólk hélt utan um þau með mjúkum höndum. Það sama kom fram á myndböndunum. Ekki voru öll börnin tengd síritandi mælitækjum. En fram kom greinileg tilhneiging hjá nokkrum sem tengd voru P02 sírita sem mælir m.a. magn súrefnis í blóðinu. Fyrst þegar foreldr- arnir snertu börnin féll súrefnismagnið en síðan jókst það og náði jafnvægi nokkru ofar en áður eftir snertingu for- eldranna. Lengst af héldum við að við mund- um ekki sjá önnur viðbrögð barnanna við faðmlögum foreldranna en þá ljósmæðrablaðið _______ 1 1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.