Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 24
talað um fósturlát. Er það þá á þessum landamærum, sem við tölum um að mannlegt líf verði til? Dánarvottorð er ekki gefið út nema um lifandi fæðingu sé að ræða. En sé um lifandi fæðingu að ræða, þá er barnið viðurkennt sem einstaklingur, þótt barnið deyi síðan nokkrum mínút- um síðar, hvort sem meðgangan hefur verið t.d. 25 vikur eða þá 40 vikur. Þannig miðast lögin við það, að lífið hefjist við lifandi fæðingu. Það eina, sem snýr að hinu opinbera varðandi meðgöngu þeirra mæðra, sem missa börnin sín skömmu eftir fæðingu, er varðandi greiðslur til mæðranna í gegn- um tryggingakerfið. En barnið sem ein- staklingur gerir sig fyrst gildandi lagalega við lifandi fæðingu. Viðhorfið: „Þetta var nú eiginlega ekki barn“, særir þá foreldra, sem missa á meðgöngu. Hvar viðurkennum við börnin þeirra? Er það tilviljun, að það færist í vöxt, að andvana fædd börn séu jarðsett í eigin kistu? Bendir það ekki til þess, að foreldrarnir sjái barnið sitt fyrst og fremst sem einstakling? En hvenær varð þá barnið einstaklingur? Sorgarferli Við vitum samkvæmt rannsóknum, að fólk fer í gegnum sorgarferli. Elisa- beth Kúbler-Ross talar um 5 stig: 1) Af- neitun og einangrun, 2) Reiði, 3) Samningar, 4) Þunglyndi, 5) Jafnaðar- geð. Kúbler-Ross vann með dauðvona sjúklingum, sem að hennar dómi sýndu þessi viðbrögð. C.M. Parkes talar um 4 stig: 1) Til- finningaleysi, doði, 2) Söknuður, 3) Upplausn, örvænting, 4) Endurbygg- ing. 22 ____________________________________ Aðrir, eins og Worden, tala um „verkefni sorgarinnar": 1) Að greina raunveruleika sorgarinnar, 2) Að finna fyrir sársauka sorgarinnar, 3) Að aðlag- ast umhverfinu án ástvinar, 4) Að nýta tilfinningakrafta í ný tengsl. Sorg barna Ekki eru allir rannsakendur sammála um það, hvenær börn fari að ganga i gegnum heildstætt sorgarferli. En börn sýna sorgarviðbrögð mjög snemma, jafnvel á síðari hluta fyrsta æviárs. En hver eru áhrif sorgar þeirra á líf þeirra? Um það eru deildar meiningar. Þó eru flestir sammála um það, að börn þurfi í einhverjum mæli að fá að vera þátttak- endur í sorg fjölskyldu sinnar. Ef þeim er ýtt út í horn, eða enginn ræðir við þau um sorgina, þá er hætt við að við- brögðin komi fram í andlegum erfið- leikum seinna á ævinni. Ekki má gleyma því, að börn fram til 5—6 ára aldurs sérstaklega hafa þörf fyrir um- ræðu á nokkuð öðrum grunni en full- orðið fólk. Þau læra af sögum og út frá öðru vísi heimsmynd en fullorðið fólk. Jafnframt þarf að skoða vel í hvern bún- ing við setjum útskýringar okkar trúar- lega. Myndin af afa, sem er á himnum og fylgist með þér í gegnum gat á himninum virðist vera sakleysisleg, en hvað ef barnið gerir eitthvað af sér og fer að óttast þennan afa, sem allt sér? Myndirnar þarf því að skoða vel með börnunum og forðast ljótar myndir af ________________ i—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.