Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 37
Formaður Norðurlandasamtakanna Berit Holter, við hlið hennar er Frederikke. hugmyndir þar að lútandi. Sagt var frá erfiðleikum íslenskra ljósmæðra við að fá starfsleyfi í Danmörku og Svíþjóð og óskað aðstoðar við að leysa þau mál. Akveðið var í framhaldi af þessari umræðu að skrifa Norrænu ráðherra- nefndinni og óska frekari upplýsinga. Það hefur verið gert. Haldið var áfram með dagskrána og margt athyglisvert kom fram. I skýrslu frá ICM kom fram að í Suður-Ameríku er öll heilsugæsla að einkavæðast með hörmulegum afleiðingum fyrir þá verst settu og þá sérstaklega ungar mæður °S börn þeirra. Einnig var sagt frá því að í Santiago eru t.d. keisarafæðingar 75% allra fæðinga með mjög háum mæðradauða. Rætt var um framhaldsnám fyrir Ijósmæður við Nordiska Hálsovárd- högskolan í Gautaborg. Skipaður verð- ur samnorrænn vinnuhópur sem mun vinna að tillögum um framkvæmd slíks náms, en bæði er verið að huga að námi sem lýkur með mastersgráðu og doktorsnámi. Stungið hefur verið upp á 5. maí sem alþjóðadegi ljósmæðra. Alþjóðaþing ljósmæðra verður hald- ið í Japan í október n.k. Enginn fulltrúi fer frá Islandi, en frá Finnlandi fara 16, 23 frá Svíþjóð, 2 frá Danmörku og 30 frá Noregi. Næsta þing verður í Vancouver í Canada 1993. Norska ljósmæðrafélagið hefur sótt um að halda alþjóðaþingið sem á að vera 1996 og verður það ákveðið í Japan í haust. Farið var út í Viðey á laugardags- kvöldinu. Sr. Þórir Stephensen staðar- LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 35

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.