Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 29
frá kl. 9—13. Fyrir þetta greiðir parið 2.500 ísl. krónur. A laugardagsnám- skeiðið þarf að skrá sig, en ekki í þriðju- dagstímana. Eg spurði, hvort aldrei kæmi fyrir að enginn mætti, en svarið var afdráttarlaust, að þrátt fyrir fjar- lægðir og slæmar samgöngur í raun, kæmu oftast 10—20 konur í hvern tíma, sem tekur IV2 klst. í senn. I Svíþjóð (sem og á Islandi) er nú mikill áhugi hjá ljósmæðrum að fá gömlu góðu taubleyjurnar aftur í gagn- ið. Ljósurnar á Vidarkliniken eru þar engir eftirbátar og hika því ekki við að láta skoðanir sínar í ljósi um þau mál. Þær sýna konum og selja bæði bómull- ar og ekta lanolinbornar ullarbleyjubux- ur og gæruskinn ásamt öðrum ullar og silkifatnaði fyrir börn. (Er einnig fáan- legt á íslandi). Um þessar mundir er mikið bleyju- stríð í Svíþjóð. Fyrirtæki og framleið- endur keppast við að auglýsa náttúru- lega yfirburði sinnar tegundar, því áhugi fólks í landinu á náttúruvernd er mjög mikil um þessar mundir og miklar aug- lýsingar þar um, hvert sem auga er lit- ið. Því er spáð að innan 2ja—3ja ára verði allar núverandi plastbleyjur horfn- ar af markaðinum þótt flestir telji að nú- tímakonan taki ekki í mál að standa í venjulegum bleyjuþvotti í viðbót við allt annað þegar heim kemur eftir fullan vinnudag utan heimilis. Þess vegna er um þessar mundir miklu fjármagni var- >ð hjá bleyjuframleiðendum í það að þróa bleyjur sem standast nútímakröf- ur um náttúruvernd en eru eigi að síð- ur einnota. Mér þótti afar merkilegt að heyra að ýmis sjúkrahús í Svíþjóð hafa innleitt lanólínborin ullarteppi eða til þess með- ljósmæðrablaðið ______________________ höndlaðar ullargærur fyrir sjúk börn og fyrirburði að liggja á án laka og þykir þetta gefa mjög góða raun. Gærurnar sem koma frá Nýja Sjálandi, þar sem 75% allra nýfædda barna liggja á gær- um, eru allt öðruvísi frá náttúrunnar hendi en t.d. ísl. gærur, auk þess sem Nýsjálendingar hafa þróað sérstaka tækni við meðhöndlun gæranna bæði frá hreinlætissjónarhóli o.fl. Dagleg meðhöndlun gæranna er mjög auð- veld. Það var sjúkrahúsið í Ystad með ljósmæðurnar Signe og Ulla Stina í far- arbroddi sem byrjaði á þessu og fleiri hafa fylgt í kjölfarið m.a. í Falun og Södertalje. I Lundi hafa gærur þegar verið prófaðar í 3 ár. Heilbrigð börn fá einnig gærur til að liggja á beint ef þess er óskað. En því miður sýndi það sig fljótlega að gærurnar hurfu og var þá gripið til þess ráðs að hafa þær til sölu fyrir þær mömmur sem vildu, sem síð- an taka gærurnar með sér heim. Margt fleira mætti um þessa merki- legu hluti segja. Ég hefi aðeins stiklað á stóru til fróðleiks og til gamans fyrir ís- lenskar ljósmæður og hjúkrunarfólk. Ef einhverjar spurningar vakna við lest- ur þessa greinarstúfs, er ég tilbúin til svara, ef ég á svör. 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.