Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 22
missis o.s.frv. Ljóst er, að fáir atburðir kalla fram eins sterk sorgarviðbrögð og dauði barna. Sorg er eðlileg viðbrögð við missi. Foreldrar Ef við tölum fyrst um foreldra sérstak- lega, þá er ljóst, að sorgarviðbrögðin eru afar sterk, hugsunin um barnið er viðvarandi alla ævi, en fólk getur með sorgarvinnu komist í gegnum sárustu til- finningarnar og haldið áfram að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi, en barn- inu sínu gleyma foreldrar aldrei. A tímamótum jafnaldra barnsins kemur aftur fram mynd barnsins og hugsunin um það í hvaða sporum fjölskyldan hefði getað verið. Foreldrar einangrast oft mikið eftir út- förina. Vinir þeirra vita ekki hvað þeir eiga að segja, skilja ekki hinar miklu til- finningasveiflur, sem foreldrarnir upp- lifa. Kannski er þetta líka fyrsti missir foreldranna við dauða í nánustu fjöl- skyldu. Þess vegna m.a. er ekki hægt að segja annað en, að hinar sterku til- finningar og jafnvel þrá eftir eigin dauða, sem samfélagið túlkar sem mjög óeðlileg viðbrögð, eru eðlileg sorgarviðbrögð. Eg vil gera að umræðuefni þann missi, sem foreldrar upplifa við fóstur- lát eða andvana fæðingu. Allvíða í sam- félaginu er fyrir hendi það viðhorf, að „þetta hafi nú eiginlega ekki verið barn“, en foreldrarnir vita betur. Öll viðbrögð þeirra segja, að barnið sé þeirra, af holdi og blóði, þótt ófull- burða sé, þótt andvana sé. Og við- brögðin, sem margir foreldrar fá: ,,Þið skuluð bara reyna aftur“, eru þeim ákaf- lega erfið, því þau segja, að barnið hafi raunverulega ekki skipt neinu máli. Rétt er að geta þess hér, að fyrir þann, sem missir, þá er sú sorg, sem hann upplifir, sú mesta, sem hann getur hugsað sér. Fólk í sorg finnur sársauka, oft mikinn sársauka, sem það þarf að horfast í augu við. Því ættu þeir, sem standa foreldrunum nærri, að ræða við þá um barnið, eiga frumkvæði að heimsóknum, forðast að segja þeim hvernig þeim ætti að líða o.s.frv. Lát- um ekki okkar eigin hjálparleysistilfinn- ingu halda okkur frá því að veita stuðning. Það er ljóst, að þegar við förum að skoða hversu margir líða vegna missis á meðgöngu, þá er sá hópur stór hér á íslandi. Samkvæmt upplýsingum skrifstofu Landlæknis eru á árinu 1988 skráð yfir landið 1106 fósturlát og fóstureyðing- ar, en af þeim eru 673 fóstureyðingar. A sama ári eru skráðar 18 andvana fæðingar. Reikna má með, að 2—4 börn deyi árlega vöggudauða á Islandi, auk þeirra, sem deyja af öðrum orsök- um á 1. ári. Til samanburðar má geta þess, að lif- andi fædd börn á árinu 1988 eru skráð 4673. Þótt reiknað sé með, að þegar fóstri sé eytt, þá sé barnið ekki velkomið, þá er það engu að síður staðreynd, að sumir foreldrar í þeim hópi finna fyrir sektarkennd og missi. Sumir foreldrar, sem misst hafa við fósturlát, spyrja eftir á, hvað gert hafi 20 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.