Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 34
Borðhald í Viðey. geysivinsæll hjá stéttinni og er hann til á skrifstofu LMFÍ. Sagt var frá því að í Kaupmanna- höfn var nýlega opnuð einka fæðinga- deild í eigu ljósmóður. Þar greiða konurnar fyrir alla þjónustu úr eigin vasa. Danska ljósmæðrablaðið verður 100 ára 15. október n.k. og verður haldið uppá það með viðhöfn. Félagið hefur unnið að undirbúningi Norðurlandaþings ljósmæðra. Það verður haldið í Kaupmannahöfn 4.-5. og 6. september 1992. Undir- búningur er langt á veg kominn og dag- skrá að verða tilbúin. Finnland Vegna breytinga á menntun heil- brigðisstéttar þar í landi hefur komið upp sú staða að ekki verður lengur tryggt að heilsugæsluhjúkrunarfræðingar séu líka Ijósmæður eins og verið hefur. Ljós- mæður hafa að vonum miklar áhyggj- ur af þessu þar sem útlit er fyrir eins og staðan er í dag að ekki verði hægt að tryggja það að allar konur fái mæðraeft- irlit hjá ljósmæðrum eins og verið hefur. Svíþjóð Mikil umræða hefur verið þar um samræmda skráningu Ijósmæðra með- al annars með tilliti til lagalegrar ábyrgð- ar ljósmæðra og breyttra starfshátta á ýmsum sviðum. Vinna við þetta er haf- in og verður mikil. Haldin var sameigin- leg ráðstefna ljósmæðra og lækna í Sví- þjóð, þar sem rædd voru ýmis sameigin- leg mál eins og t.d. hvaða rannsóknir skyldi gera á meðgöngu og hvenær, hversu margar skoðanir skyldu vera o.fl. í þeim dúr, einnig var mikil um- ræða um félagsleg áhrif meðgöngu og 32 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.