Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 6
Útskrift Ijósnueðra Hinn 6. Febrúar s.l. útskrifuðust öðru sinni ljósmæður frá Háskóla íslands. Þar fengu ljósmæður sex frábæra fulltrúa í stéttina til viðbótar. Hinar nýorðnu ljósmæður eru sem hér segir: Anna Rut Sverrisdóttir, Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Laufey Ólöf Hilmarsdóttir, Lilja Guðnadóttir og Rannveig Rúnarsdóttir. Steinunn Jóhannsdóttir mun síðan útskrifast í júní. Ljósmæðurnar kynntu lokaritgerðir sínar í málstofu í byrjun febrúar og eru þær mjög áhugaverðar. Munu ritgerðirnar verða til sölu hjá höfundunum. Anna Rut Sverrisdóttir: Ánægð kona: Sjálfstyrking á meðgöngu og fæðingu. Bjarney R. Jónsdóttir: Heima er rólegt, miklu rólegra. Ingibjörg Hreiðarsdóttir: Að koma til móts við þarfir feðra við fæðingar, hlutverk ljósmæðra. Laufey Ólöf Hilmarsdóttir: Erfið fæðingarreynsla: Hlutverk ljósmæðra. Lilja Guðnadóttir: Hríðarverkir. Upplifun kvenna og stuðningur ljósmóður. Rannveig Rúnarsdóttir: Hátíð eða hungursneyð í fæðingu. Áhrif Mendelson á fæðingar kvenna. Verkefni Steinunnar Jóhannsdóttur mun fjalla um óhefðbundnar aðferðir til hríðaörvunar. Vvá ntstjóra F^lgjunnar Ágætu ljósmæður. Nú hefur Helga Birgisdóttir óskað eftir að hætta sem ritstjóri Fylgjunnar eftir frábært starf við hönnun og útgáfu síðastliðin átta ár. Við þökkum henni þetta góða framtak. Fylgjan hefur tekið nokkrum breytingum undanfarin ár og mun halda áfram að þróast og hef ég tekið að mér að leiða þá vinnu á næstunni. En þar sem ég byrjaði ekki fyrr en í nóvember 1998 var ekki mikill tími til breytinga fyrir þessa útgáfu, en það sem breyttist er eftirfarandi: Kaflinn um fæðingarorlof var tekinn út því nýjar reglur tóku gildi í sumar og eru þær svo umfangsmiklar að ekki gafst ráðrúm til að koma þeim fyrir í bókinni, né vinna útdrátt til birtingar. Því er bent á bækling frá Tryggingastofnun ríkisins um þau mál. Inn komu eftirfarandi upplýsingar: Ljósmæðrafélagið; nýtt heimilisfang, símanúmer, fax og netfang. Ljósmæðrafélagið; stjórn og nefndir. Námsbraut í ljósmóðurfræði. Áhuga- og foreldrafélög. Skilgreining á ljósmóðurstarfinu. Alþjóðlegur staðall um markaðssetningu brjóstamjólkurstaðgengla (Kódinn). Launatöflur frá 01.01.99. Ráðgert er að gera samninga- og réttindamálum betur skil í næstu útgáfu. Gott væri að heyra í ykkur um hvernig þið viljið hafa Fylgjuna. Hvað mætti taka út og hverju mætti bæta við. Hvað ykkur finnst um stærð og lögun o.s.frv. Kærar kveðjur, Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir Lsp, fæðingagangi, sími: 560 1130 Háaleitisbraut 95, 108 Reykjavík, sími: 553 8525, Netfang: elvi@simnet.is 6 LJÓ5MÆÐRADLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.