Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 12
Fæðing
meö sogkltikku eöa töng og spangarskuröir
Hér kemur áhugaverður útdráttur um tíðni spangarskurða við sogklukku og tangarfæðingar. Útdráttur-
inn birtist í janúarhefti danska ljósmæðrablaðsins 1998 og er þýddur úr blaði bandarískra fæðingar- og
kvensjúkdómalækna.
Bandarísk yfirlitsrannsókn skoðar tíðni spangar-
skurða í tengslum við fæðingar með töng eða sog-
klukku á tíu ára tímabili árin 1984 til 1994 á einni
fæðingardeild. Allar konur sem á þessum tíma fæddu
með sogklukku eða töng eitt barn eftir 37 vikna
meðgöngu tóku þátt í rannsókninni. Einnig var rann-
sökuð tíðni á rifum í spöng og í leggöngum hjá þess-
um konum. Sogklukkufæðingar voru 976 en tangar-
fæðingar 1065.
A þessum tíma lækkaði tíðni á spangarskurði úr
93,4% í 35,7%. Það kom ekki fram nein aukning á 3.
gráðu rifum en marktæk lækkun á 4. gráðu rifum úr
12,2% í 5,4%. Það kom einnig fram lítil en marktæk
aukning á fjölda spanga sem voru heilar, úr 2,2% í
2,7%. Það var aukning á fjölda rifa í leggöngum úr
16% í 40% sem er marktækur munur. Allar konurnar
voru metnar saman fyrst en hópnum síðan skipt í
fjölbyrjur og frumbyrjur, það hafði ekki áhrif á heildar-
niðurstöður.
Höfundarnir halda því fram að það séu ekki ytri
aðstæður sem hafa áhrif á niðurstöður, hagur kven-
þjóðarinnar og fjöldi fæddra barna á hverja konu hafi
haldist óbreyttur. Mikilvæg breyting var í aukningu
fjölda fæðinga með sogklukku úr 34,8% 1984 í
58,9% 1994. Á sama tíma féll tíðni spangarskurða
bæði við sogklukku- og tangarfæðingar.
Höfundarnir eru þeirrar skoðunar að afstaða fag-
fólks til spangarskurða hafi breyst. I dag er ekki
gerður rútínubundinn spangarskurður þegar fæðingu
lýkur með sogklukku eða töng. Þessi breytta afstaða
tengist sannanlega því að tíðni spangarskurða við
eðlilegar fæðingar hefur fækkað injög mikið.
Höfundarnir geta ekki mælt með spangarskurði
sem óhjákvæmilegu inngripi við fæðingu með sog-
klukku eða töng en mæla með frekari rannsóknuin.
Heimilcl:
Ecker, O.I., Tan, W.M., Bansal, R.K. o.fl. 1997.
Amerícan Journal of Obstetrics and Gynecology,
vol. 176 (2): 411-414
Þýðing úr dönsku:
Unnur M. Egilsdóttir, Ijósmóðir
Ljósmceður spjalla á Netinu
Um miðjan janúar s.l. var stofnaður á Internetinu ljósmæðraspjallklúbbur. Þar hafa ljósmæður síðan hist
vikulega og spjallað um allt milli himins og jarðar — þó mest um ljósmæðrastarfið og hugmyndafræð-
ina. Þær ljósmæður sem hafa áhuga á að skiptast á skoðunuin og hugmyndum við stallsystur sínar, ættu
endilega að ganga í klúbbinn og taka þátt í skemmtilegu spjalli og miðla þannig öðrum ljósmæðrum af
visku sinni og reynslu. Til að ganga í klúbbinn þarf að fara á slóðina: http://clubs.ya-
hoo.com/clubs/mothersoflight
Spjalltíminn er öll sunnudagskvöld klukkan 20.00, en einnig er hægt að skilja eftir skilaboð og biðja
um spjallfundi á öðrum tímum. Hittumst á Netinu!!
12
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ