Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 18
syrgja og að það sé eðlilegt þó fæðinguna hafi borið að með þessum hætti. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir sorgina en hægt er að auðvelda hana með því að aðstoða fólk á réttan hátt (White- Von Mourik o.fl., 1992). Eftir fóstureyðingu verður að með- höndla foreldrana í samfélaginu sem syrgjendur og leyfa þeim að syrgja barnið sitt (Kolker og Burke, 1993). Þannig er hægt að auðvelda foreldrum að ganga í gegnum sorgarferlið á sem bestan hátt og koma í veg fyrir að sorgin taki á sig sjúkdómsmynd. Það er vel við hæfi að nota orð Shake- spere „sorg sem ekki fær útrás nagar hjartað uns það brestur“. Það var rauður þráður í gegn- um langflestar greinarnar að mik- ilvægt væri að hjálpa fólki að mynda tengsl við barnið sitt og geta þannig kvatt það á viðeigandi hátt. Einnig að upplýsa fólk um mikilvægi þess að syrgja, það sé nauðsynlegt og fullkomlega eðli- legt. Þetta er hlutverk okkar ljós- mæðra því það erum jú við sem hugsum um konurnar og mennina meðan á fóstureyðingunni stend- ur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað þetta skiptir miklu máli og hvetja fólk til þess. Einnig er það okkar hlutverk að fylgjast með andlegu ástandi þeirra og grípa inní með viðeig- andi hætti ef ástæða þykir til. Til þess að geta það er nauðsynlegt að þekkja sorgarferlið og vera vel meðvitaðar um allt það tilfinning- arót sem á sér stað þegar fólk er að takast á við meiriháttar áfall. I dag fara flestar fóstureyðingar vegna fósturgalla fram á með- göngudeild Landspítalans og þar eru foreldrar hvattir til að sjá fóstrið, teknar myndir og á þann hátt geta þau skapað sér minning- ar um barnið. Með aukinni um- ræðu undanfarin ár um nauðsyn þess að syrgja hefur öll sú um- ræða verið til góðs og það kemur þessum syrgjandi foreldrum vel. Þannig verður allt opnara og því sjálfsagðara að tala um tilfinning- ar sínar sem er lykilatriði til að vinna sig gegnum sorgina. Ljós- mæður á meðgöngudeild hafa sinnt þessum konum en ekki markvisst fylgt þeim eftir, eftir að heim er komið. Sú umræða hjá þeim er hins vegar hafin og verð- ur vonandi í framtíðinni þar sem þær hafa oft tengst þeim náið. Ljósmæður eru í lykilhlutverki að vera stuðningsaðili þessa syrgj- andi foreldra og aðstoða þau gegnum þetta erfiða ferli. Nauð- synlegt er fyrir ljósmæður að gera rannsóknir í framtíðinni sem miða að því að gera okkur hæfari í starfi til að aðstoða þetta fólk. Heimildaskrá: 1. Bragi Skúlason (1992). Von, bók um viðbrögð við missi. Reykjavík: Hörpuútgáfan. 2. Bryar, S. H. (1997). One day you're pregnant and one day you're not: pregnancy interuption for fetal anomalies. Journal of obstetric, gy- necologic og neonatal nursing, 26(5), 559-566. 3. Hunfeld, J.A. M„ Wladimiroff, J. W. og Passchier, J. (1997). The grief of late pregnancy loss. Patient education og Counseling, 31(1), 57-64. 4. Karl Sigurbjörnsson (1990). 7/7 þín sem átt um sárt að binda, leiðsögn á vegi sorgarinnar. Reykjavík: Skál- holtsútgáfan. 5. Kolker, A. og Burke, M. (1993). Grieving the wanted child: ramifications of abortion after prenatal diagnosis of abnormality. Health care for women international, 14(6), 513-526. 6. Lorenzen, J. og Holzgreve, W. (1995). Helping parents to grieve after second trimester termination of pregn- ancy for fetopathic reasons. Fetal di- agnosis og Therapy, 10(3), 147-156. 7. Markham, Ú. (1997). Sorgarvið- brögð, huggun í harmi. Reykjavflc: Vasa- útgáfan. 8. Ney, P.G., Fung, T„ Wickett, A.R. og Beaman-Dodd, C. (1994). The effects of pregnancy loss on women's health. Social science og medicine, 38(9), 1193-1199. 9. Salvesen, K. Á„ Öyen, L„ Schmidt, N„ Malt, U. F. og Eik-Nes, S. H. (1997). Comparison of long-term psychological responses of women aft- er pregnancy termination due to fetal anomalies and after perinatal loss. Ultrasound in obstetrics and gy- necology, 9(2), 80-85. 10. White-Van Mourik, M. C. A„ Connor, J. M. og Ferguson-Smith, M. A. (1992). The psychosocial sequelae of a second-trimester termination of pregnancy for fetal abnormality. Prenatal diagnosis, 12, 189-204. Höfurtdur vann þetta verkefni í sérskipulögðu BS námi fyrir hjúkrunarfrœðinga vorið 1998 undir umsjón Olafar Astu Olafs- dóttur. 16 LJÓSMÆÐRABLA0I0

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.