Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 22
Samningur milli L’KT'I og Ttt
um greiöslu til Ijósmeeðra óegua fæðinga og umönnunar seengui'kóenna í heimaluTsum
1. gr.
TR greiðir ljósmæðrum fyrir að annast sængurkonur við fæðingar sem fram fara utan fæðingarstofnana þar
sem greitt er fyrir vistunina, sbr. þó 4. gr.
2. gr.
Greiðslur samkvæmt samningi þessum fara eftir gjaldskrá sem grundvallast á því að ljósmóðir starfi sem
verktaki og beri sjálf allan kostnað við nauðsynleg tæki og annað sem starfi hennar fylgir, þ.m.t. bifreið.
Gjaldskráin skal breytast einu sinni á ári, í fyrsta sinn 1. febrúar 2000. Skulu 75% af fjárhæðum gjaldlið-
anna fylgja breytingum á launavísitölu en 25% framfærsluvísitölu, hvort tveggja miðað við vísitölur næstlið-
ins desembermánaðar. Verði breytingar innan árs 10% eða meiri ber þó að leiðrétta gjaldskrána í samræmi við
þær.
3. gr.
Miðað við grunn vísitalna í apríl 1999 er gjaldskrá fyrir heimafæðingar þannig:
I. Hver vitjun fyrir fæðingu (1,8 klst.) . kr. 3.141
hámark þrjár vitjanir . kr. 9.423
II. Aðstoð við fæðingu, þ.e. móttaka barns og aðstoð í framhaldi af því (20 klst.) . kr. 40.100
III. Hver vitjun eftir fæðingu (1,8 klst.) . kr. 3.141
Miðað er við tvær vitjanir fyrstu fjóra dagana og eina vitjun næstu þrjá, eða hámark 11 vitjanir . kr. 34.551
Sé um að ræða fæðingu andvana barns er hámark vitjana 7. . kr. 21.987
IV. Bráðaútkall til sængurkonu eftir fæðingu (1,8 klst.) . kr. 3.397
Þurfi ljósmóðir að leita aðstoðar á sjúkrahúsi vegna fæðandi konu á ljósmóðir rétt á greiðslu fyrir þann
tíma sem hún hefur sinnt konunni.
4. gr.
Heimilt er að nota gjaldskrárliði III. og IV. fyrir umönnun sængurkvenna sem fara heim af fæðingardeild inn-
an 36 klst. eftir fæðingu, enda leggi ljósmóðir fram með reikningi skv. 6. gr. ljósrit fæðingartilkynningar og
önnur nauðsynleg gögn.
5. gr.
Ljósmæður gefa út sérstaka skýrslu um hverja fæðingu í heimahúsi. Skal móðirin fá afrit af henni til þess
að framvísa hjá viðkomandi umboði TR með umsókn um dagpeninga vegna fæðingar í heimahúsi, sbr. f.-lið
1. mgr. 36. gr. almannatryggingalaga nr. 117/1993.
6. gr.
Reikningar ljósmóður skulu staðfestir af sængurkonu. Þeir skulu sendir TR til greiðslu ásamt tilheyrandi
gögnum, sbr. 4. og 5. gr.
7. gr.
Samningur þessi kemur í stað samnings aðila frá 29. mars 1994. Samningurinn gildir frá 1. maí 1999 og er
uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.
Reykjavík, 27. Apríl 1999
22
LJÓSMÆPRABLAPIÐ