Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 13
Pethidin í feeðingn
Á fjörur ritnefndar barst grein úr norsku læknablaði sem okkur þótti áhugaverð og fer hér á eftir ágrip af
henni. í greininni er vitnað í fjölda rannsókna sem sýna fram á að Pethidin er ekki hentugt verkjalyf fyr-
ir fæðandi konur fyrir margra hluta sakir. Heimildalistinn er langur og áhugaverður og hægt að nálgast
hann hjá ritnefnd.
Rannsóknir á verkjastillandi áhrifum Pethidins á
hríðaverki sérstaklega, voru lengst af gerðar með því
að fylgjast með konum í fæðingu, (þeim virðist líða
betur, a.m.k. á milli verkja) eða spyrja þær síðar. Ný-
legar rannsóknir þar sem konur voru spurðar á með-
an á fæðingu stóð, sýndu að lítið sem ekkert dró úr
verkjum í hríðunum. Margar konur upplifa auk þess
ýmis konar vanlíðan.
Áhrif Pethidins á konur í fæðingu eru fyrst og
fremst róandi og sljóvgandi, en einnig eru slakandi
(spasmolytisk) áhrif, og er það trúlega skýringin á að
stundum er eins og stífur legháls gefi eftir við Pethi-
dingjöf.
Þá eru það áhrifin á barnið. Klukkustund eftir að
móðirin fær Pethidín er þéttni lyfsins í blóði móður
og fósturs sú sama. Það hefur verið ráðlagt að gefa
ekki Pethidin síðustu 1-2 klst fyrir áætlaðan fæðing-
artíma vegna öndunarletjandi áhrifa lyfsins, en þegar
árið 1983 var bent á að þessi fyrirmæli hlytu að
byggjast á misskilningi, þar sem áhrifin á barnið eru
meiri ef tíminn milli Pethidíngjafar og fæðingar er
lengri en 2-3 thnar. En klínískar rannsóknir sýna að
öndunarletjandi verkun Pethidins er mest 1-4 klst
eftir i.m. gjöf.
Ef öndun barnsins er léleg dugar oftast vel að
gefa Nalon, en það þarf ekki alltaf að vera vand-
ræðalaust. Ein kenning er sú að ef barnið er hypox-
iskt eftir fæðingu gæti nalon haft óheppileg áhrif á
lífeðlisfræðilega varnarhætti (patofysiologiske mek-
anismer) barnsins vegna þess að endorfín þess eru
hamin.
Helmingunartími Pethidins hjá nýburum er u.þ.b.
sólarhringur (6 klst hjá fæðandi konu). Niðurbrots-
efnið heitir Norpethidin og hefur mjög langan helm-
ingunartíma.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á aukaverkanir
Pethidíns hjá börnum eftir fæðingu sem vara í daga,
jafnvel vikur, og eru háð heildarskammti. Þau eru
slappari, sjúga verr og þar með eru meiri líkur á erf-
iðleikum við brjóstagjöf. Þau vaka minna, en eru þó
óværari, bregðast verr við hljóði, og fylgja verr eftir
með augum, sem vísar allt á erfiðleika við tengsla-
inyndun. Heilalínurit er afbrigðilegt í 4 sólarhringa.
Ekki er vitað hvort þessi áhrif stafa af Pethidíni eða
niðurbrotsefni þess.
Niðurstaða norsku greinarinnar er í fáum orðum
að enduskoða þurfi notkun Pethidins fyrir fæðandi
konur m.t.t. lélegrar verkjastillingar og óheppilegra
áhrifa á barnið. í einstökum tilfellum er hugsanlegt
að nýta sér róandi áhrif lyfsins sem eru talsverð, og
einnig mætti reyna lyfið ef legháls gefur illa eftir.
Lokaorðin: Ekki er heppilegt að svara óskum
kvenna um verkjastillingu með því að gefa þeim ró-
andi lyf.
Heimild: Matheson I., og Nylander G., 1999. Skal
vi forsatt gi petidin til födende? Tidsski' Nor Læ-
geforen nr. 2, 1999; 119: 234-6
Lauslega þýtt og endursagt: Sigríður Pálsdóttir.
Ljósmeeðrablað t Netpóstinn!
Hægt er að gerast áskrifandi að ljósmæðrablaði sem sent er vikulega í netpóst áskrifenda. Það er Midwi-
fery Today sem stendur bak við þetta sniðuga framtak. Til að gerast áskrifandi þarf að senda nafn og
netfang til: enews@midwiferytoday.com
LJÓSMÆÐRABLAÐI9
13