Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 8
f*dd 21. 07. 1944 dáin 18. 03. 1999 Gerða Arnleif Sigursteinsdóttir lauk prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1967. Að námi loknu starfaði hún á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Síðar starfaði hún á fæðingarheimili Reykjavíkur til ársins 1972. Þá fluttist hún í Borgarnes og vann þar fyrstu árin á leikskóla og síðar á dvalarheimili aldraðra. Árið 1984 hóf hún störf á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi við ljósmæðrastörf og vann þar til dánardags. Blessuð sé minning Gerðar. M’inningarorð Hugrún Steinþórsdóttir faedd 24. 05. 1939 dáin 26. 02. 1999 Hugrún Steinþórsdóttir lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla íslands árið 1960 og ljósmæðranámi í Svíþjóð 1965. Hún vann við ljósmæðrastörf á sjúkrahúsi Selfoss 1960-1961 og á Landspítalanum 1961- 1962. Árið 1962 flutti Hugrún til Svíþjóð og vann þar við ljósmæðrastörf til ársins 1980 í Vesterás, Fin- spáng og Norrköping. Síðar vann hún við stjórnunarstörf á heilsugæslustöð í Norrköping. Blessuð sé minning Hugrúnar. Ljóð Höfundur: Pórdis Klara Ágúslsdóttir Líflegar eru ljósmæður ljúfar við flestar aðstæður þola þær bæði súrt og sætt sérhverjum vanda geta mætt áhugasamar, hlið við hlið hljóta þær alltaf að bregðast við öllu sem að þeim steðjar hér einbeittur þeirra styrkur er sannar og heilar í einu og öllu elsku ljósmæður, góðu snjöllu. Takk fyrir frábæra fræðsludaga förum að vinna, bæta og laga 27. mars 1999 (Tileinkað Olöfu Astu Ólafsdóttur í lok fræðsludaga fyrir starfandi ljósmæður, sem haldnir voru á vegum Endurmenntunar- stofnunnar Háskóla íslands.) & LJÓSMÆÐRABLAPIf?

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.