Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 21
Fréttir af Félagi áhugafölks um heimaf«ðingar Félag áhugafólks um heimafæðingar, sem stofnað var 11. nóvember 1998, er komið með heimasíðu þar sem m.a. er listi yfir ljósmæður sem eru tilbúnar að sinna heimafæðingum. Þar eru einnig greinar á íslensku og bent á áhugaverðar heimasíður á öðrum tungumálum. Félagið er nýbyrjað með umræðulista og er hægt að skrá sig á hann á heimasíðunni. Þar gefst öllum, sem hafa áhuga á meðgöngu og fæðingu, kostur á að tjá sig við þann hóp sem tengdur er við listann. Slóð heimasíðunnar er: www.hi.is/~jonsdotr/heimabest/ Félagið er nú að fara í fjáröflun til að geta útbúið kynningarbækling og keypt fæðingarlaug til útleigu. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að hafa samband við stjórn félagsins. Eyrún Ingadóttir, formaður Sími: 562 2426. Netfang: evruni@isholf.is Edda Arinbjarnar, gjaldkeri Sími: 565 2636 Halla Hersteinsdóttir, ritari Sími: 561 7048 oooo oooo oooo Bceklingxir um sýkursýki á meðgöngu Út er kominn bæklingur, á vegum Kvennadeildar Landspítalans, um sykursýki á meðgöngu. Þetta er 18 blað- síðna fræðslu- og upplýsingabæklingur sem ætlaður er konum með sykursýki og einnig handa þeim konum sem fá sykursýki á meðgöngu þ.e.a.s. meðgöngusykursýki. I bæklingum er fjallað um þær breytingar sem verða í kjölfar þungunar m.a. hvað varðar mataræði og lyfjagjöf. ít- arlega er sagt frá því eftirliti og þeim rannsóknum sem nauð- synlegar eru á meðgöngutímanum, í fæðingunni og eftir að barnið er fætt. Greint er frá þeim hættum sem geta orðið vegna slægrar sykurstjórnunar. Á sama hátt er meðgöngu- sykursýki gerð góð skil þ.e. ástæður, einkenni og hverjir eru í sérstakri áhættu. Mjög mikilvægt er að sykursjúkar konur á kynþroskaaldri afli sér upplýsinga um gildi góðrar sykurstjórnunar áður en þær huga að barneignum og hafa sem besta stjórnun á sjúk- dómnum meðan á meðgöngunni stendur. Hægt er að nálgast bæklinginn á Göngudeild Kvenna- deildar, Göngudeild sykursjúkra, Samtökum sykursjúkra og væntanlega á flestum heilsugæslusstöðvum. N Bæklinginn unnu: Guðlaug Pálsdóttir, ljósmóðir / hjúkrunarfræðingur Sigrún E. Valdimarsdóttir, ljósmóðir/ hjúkrunarfræðingur Aðstoð og ráðgjöf: Prófessor Reynir Tómas Geirsson, fæðingalæknir Sykursýki ámeðgöngu LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.