Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 14
FóstiirgaUar og ákóöröun um fósttirc^ðingu Eftir Kristínu Rut Haraldsdóttur, tjósmóður og hjúkrunarfrðzðing Þar sem áætla má að hjá 2 - 3% kvenna greinist fósturgallar, eru það þó nokkrar konur á ári sem þurfa að ganga í gegn um þessa erfiðu lífsreynslu. Þetta hefur verið mér mikið hugarefni síðustu ár en lítið hefur verið skrifað um þetta fyrr en nú á allra síðustu árum. Þessi grein er samsafn þess ásamt mínu innleggi. Inngangtu' Ahugi minn á þessu verkefni hef- ur smá saman verið að aukast eftir því sem starfsreynslan hefur orðið meiri. Eftir því sem tækjakosti og ekki síður starfsreynslu á sviði fósturgreiningar fleygir fram, greinast æ fleiri fósturgallar. I starfi mínu sem ljósmóðir á Fósturgreiningardeild Kvenna- deildar, sem sinnir langflestum þunguðum konum á íslandi, koma flestar konur sem greinst hafa með fósturgalla. Mjög oft eru það við ljósmæðurnar sem greinum afbrigðilega meðgöngu og í fram- haldi af því er konunni vísað til sérfræðings. Það fellur því gjarn- an í okkar hlut að færa væntanleg- um foreldrum þá váfrétt að fóstrið sé ekki heilbrigt. Reynslan sýnir okkur að viðbrögð fólks eru margs konar og við vitum jafn- framt að gífurlegt álag og streita sigla í kjölfarið. Fólk sýnir tilfinn- ingar á misjafnan hátt og á mis- gott með að tjá sig. En það breytir ekki þeirri staðreynd að vit- neskjan um að ekki sé allt í lagi er erfið fyrir það fólk sem á í hlut. í framhaldi af þessari greiningu tekur fólk mjög oft ákvörðun um að enda meðgönguna sem er fyrir flesta erfið ákvörðun. Sumt fólk ákveður að halda áfram með- göngu þó svo það hafi fengið greiningu um mikinn fósturgalla en um það verður ekki fjallað hér. Eg mun beina sjónum mínum að því fólki sem ákveður að fara í gegnum fóstureyðingu og binda þannig enda á meðgönguna. Eg ákvað því að dýpka skiln- ing minn á þessu mikla álagi í von um að gera mig hæfari til að að- stoða fólk gegnum þessa sáru reynslu. í þessari stuttu ritgerð er ætl- unin að fjalla um það álag sem fylgir því er fóstur greinist með galla og hvernig hægt er að að- stoða foreldrana í gegnum það erfiða ferli sem samanstendur af mikilli sorg, oft sektarkennt, van- mætti og fleira sem fylgir þessari lífsreynslu. Fóstnrgallar og -Oiðbrögð öið þeini Ymsir atburðir á lífsleiðinni valda fólki streitu en sumir þó öðrum fremur. Missir fósturs veldur flestum pörum mikilli streitu og upplýsingar þess efnis að litla barnið þitt sem borið er undir belti sé vanheilt og það að þurfa að taka ákvörðun um að enda líf þess er gífurlegt álag. Með nútíma- tækni í ómun og litningarann- sóknum á meðgöngu er hægt að greina fósturgalla og fósturgrein- ingar eru orðnar almennar í okkar þjóðfélagi. Legvatnsástungur og fylgjusýnatökur eru notaðar til að greina litningagalla (Bryar, 1997) og með ómun er hægt að greina marga fósturgalla. En því miður í mörgum tilfellum er engin með- ferð til og því þurfa margir for- eldrar að ákveða hvort þeir kjósa að halda meðgöngunni áfram eða binda endi á hana (Bryar, 1997, Kolker og Burke, 1993, Hunfeld, Wladimiroff og Passchier, 1997, Salvesen, Öyen, Schmidt, Malt og Eik-Nes, 1997). Fósturgreiningar fara oftast fram á öðru tímabili þungunar og þá eru konur gjarnan famar að finna hreyfingar og böndin milli móður og bams farin að aukast (Bryar, 1997). Konur tengjast baminu oftast mun fyrr en karlar þar sem þær finna breytingu á lík- amanum mjög fljótt (Kolker og Burker, 1993). Þær eru því oft á þessum tíma með töluverðar væntingar til þessa ófædda ein- staklings, hugsa um framtíð hans og tala jafnvel við hann (White- Van Mourik, Connor og Fergu- son-Smith, 1992). Það er því gíf- urlegt álag að standa frammi fyrir því sem foreldrar, með allar sínar vonir og þrár, gagnvart þessu litla barni að ákveða að fara í fóstur- eyðingu. Foreldrarnir taka þarna virkan þátt í að eyða þessu lífi ólíkt óvæntu fósturláti. Ákvörðun- in um að binda endi á meðgöng- una er flókin og á þann hátt til- finningalega erfitt fyrir foreldrana (Bryar, 1997) sem verða að horf- ast í augu við það að taka ákvörð- un um líf og dauða. Þarna hefst mikil togstreita, um hvort eigi að eyða barninu sem væntingar hafa 14 UÓSMÆÐRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.