Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 19
Ge-'Jmsla á brjóstamjótk — athugasemd Vegna ummæla minna um geymslu á brjóstamjólk í 2. Tbl. Ljósmæðrablaðsins 1998, langar mig að koma eft- irfarandi athugasemdum á framfæri: Þær leiðbeiningar um geymslu brjóstamjólkur, sem ég notaði í grein minni, voru á þeim tíma sem greinin er skrifuð samþykktar af Vökudeild Landspítala og Barnadeild HR og því þær viðmiðunarleiðbeiningar sem notaðar voru í íslenskri heilsugæslu. Hins vegar eru í gangi mismunandi leiðbeiningar um allan heim, en brjóstamjólkurbankar hafa reynt að koma sér upp sameiginlegum “protokollum” fyrir söfnun og geymslu brjóstamjólkur. Einnig ber að athuga að það fer mjög eftir þeim ílátum sem notuð eru, hversu vel mjólkin geymist og einnig hversu vel hún nýtist barninu eftir geymslu. Nú hefur Barnadeild Heilsuverndarstöðvarinn- ar látið lagfæra dreifirit sitt um geymslu á brjóstamjólk til samræmis við nýrri þekkingu og er það vel. Hér á eftir fara nýju leiðbeiningarnar eins og þær koma frá Heilsugæslunni í Reykjavík. Varðandi heimildir er rétt að skoða frumrit sem fæst hjá heilsugæslustöðvum. Dagný Zoega, ljósmóðir og IBCLC brjóstagjafarráðgjafi Brjóstamjólk: ’Keðhöndlun og geýmsla Geýmsla mjólkur Mjólk geymist við 25°C í a.m.k. 4 klukkutíma og í allt að 10 klukku- tíma við stofuhita (22°C). Mælt er með því að kæla hana strax. í ís- skáp geymist mjólkin í 3 daga en eftir það verður að henda henni. Ef ætlunin er að gefa brjóstamjólk innan 24 stunda er betra að kæla hana, ekki frysta. Það má frysta mjólk sem hefur staðið í ísskáp í 2-3 daga. Sömuleiðis má bæta kældri ferskri mjólk við aðra sem stendur í kæli, safna forða yfir dag- inn og frysta svo. Óhætt er að bæta kældri mjólk við frosna, en magn fersku mjólkurinnar má ekki vera meira en sú sem frosin er. Mjólk í frystikistu geymist í 6 mánuði við — 18°C. Mjólk í frystiskáp (sér- hurð á ísskápnum) geymist í 3-4 mánuði. Best er að hafa hana aft- arlega í frystinum eða við botn- inn, þar sem hitastigið er jafnast. Mjólk í frystihólfi ísskáps geymist í 2 vikur. ílát til að frýsla mjólk í Mjólkin þenst út í frosti og því er miklvægt að fylla ekki ílátið. Þeg- ar notaðir eru pokar þarf að brjóta þá niður og tæma loftið. Mjólk má setja beint í frystinn. Mikilvægt er að dagsetja brjóstamjólkina, til þess má nota límmiða. Brjóstamjólkurpokar: Hver poki rúmar 150 ml og fæst í lyfjabúðum. Pokarnir eru sérhann- aðir fyrir geymslu brjóstamjólkur og henta ágætlega fyrirburum og þeim börnum sem þarf að mjólka oft fyrir. Plastpelar: Þeir mega ekki vera rispaðir og lokið þarf að vera þétt. Glerflát/pelar: Glerílát má nota til að frysta mjólk en það verður að gæta þess að lokið sé vel þétt. Hætta er á að glerið brotni. Frystipokar: Litlir vandaðir frystipokar ætlaðir undir matvæli má nota fyrir heil- brigð börn einstaka sinnum. Þegar mjólkin er þiðin er annar endinn klipptur frá og mjólkinni hellt yfir í pela. Ekki er mælt með klakapokum eða plastpelapokum til að frysta brjóstamjólk í, þar sem hætta er á að mjólkin skemmist. H9emig á að þíða mjólk? Mjólk má þíða undir volgu vatni eða í ísskáp. Það tekur um 12 tíma að þíða mjólk í ísskáp. Ekki sjóða eða hita brjóstamjólk í örbylgju- ofni. Hitinn getur eyðilagt vernd- andi eiginleika mjólkurinnar. Mjólk sem er þiðin skal geyma í ísskáp og nota innan sólarhrings. Ekki frysta aftur mjólk sem einu sinni hefur þiðnað. ■Cfjólk sem hefur þiðnað Fitan í mjólkinni skilur sig, því er gott að hrista ílátið varlega fyrir gjöf. Drekki barnið ekki allan mjólkurskammtinn í einu, verður LJÓSMÆÐRABLAÐI9 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.