Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 10
Bo^s and To^s
- Hugrenningar Ijósmóður -
Eftir Guðlaugu Einarsdóttur, Ijósmóður
Einu sinni sem oftar var ég að
horfa á sjónvarpið og rakst á þátt
sem fjallaði um dýralækningar.
Þátturinn var amerískur og bar
þess glöggt vitni að mér fannst.
Þar var m.a. sýnd spenging á
kjúklingalærlegg sem hefði litið
eðlilegra út í matreiðsluþætti ef
kjúklingsræksnið hefði ekki legið
þarna alfiðrað í öndunarvél og
sýndar tíðar úrklippur af hjart-
sláttarlínuriti þess. Þessi aðgerð
sló mig mjög. Ekki að ég hefði
samúð með kjúklingnum eða eig-
endum hans, heldur sú staðreynd
að peningum sé eytt í aðra eins
vitleysu á meðan fólk í sama landi
fær ekki lágmarks heilbrigðis-
þjónustu eins og kemur fram í
bókinni „The American Way of
Birthf sem ég var að lesa á þeim
tíma.
Fleira var í þessum dýralækn-
ingaþætti sem við fyrstu sýn virt-
ist of amerískt og fjærri reynslu-
heimi íslenskar ljósmóður til að
vera að eyða tíma sínum í að
horfa á. Þar var arabískur gæðing-
ur sem hafði að sögn þularins, átt
við öndunarörðugleika að stríða.
Til að greina hvort kok gæðings-
ins væri vandamálið, var hann
settur á sérsmíðaða hlaupabraut
og myndavél komið fyrir í koki
hans. Þar hljóp svo greyið í
nokkra stund og ekki þurfti minna
en þrjá fullorðna karlmenn til að
halda útbúnaði á réttum stöðum
og höfði hestsins kyrru svo ekki
truflaðist myndatakan (er farið að
klingja í höfðinu á einhverjum?).
Að þessu loknu var svo viðtal við
framleiðanda myndavélarinnar
sem lýsti því yfir að það væri
myndavélinni að þakka að þeir
vissu núna að kok hestsins starf-
aði eðlilega! Þulurinn sagði svo
frá því að hesturinn hafi verið út-
skrifaður af spítalanum daginn
eftir á sýklalyfjum.
An þess að hafa nokkurt vit á
dýralækningum þá taldi ég að ein-
faldara hefði verið að greina
lungnabólgu í hestinum með eldri
aðferðum eins og blóðsýni, hlust-
un eða röntgenmynd, í stað þess
að nota nýja tækni einungis tækn-
innar vegna. Þessi saga vökvaði
þó fræ í kolli mínum sem þar var
gróðursett fyrir löngu.
I okkar starfi sem ljósmæður
verðuin við vitni að notkun alls-
konar tækni sem oft er langsótt
leið til að staðfesta að meðganga
og fæðing sé jafn eðlileg og hún
hefur verið í þúsundir ára, þökk sé
tækninni? Eða hvað? Seint þreyt-
ast talsmenn tækninnar á að prófa
nýjar aðferðir við rannsóknir á
þunguðum konum, bæði fyrir og í
fæðingu. Aðferðir sem hafa ekki
verið rannsakaðar sjálfar til fulls
þannig að fullyrða megi að þær
valdi engum skaða á móður eða
ófæddu barni hennar. Þar má fyrst
nefna sónarinn sem tók við af
röntgenmyndatökum við fóstur-
greiningar. Enn er ekki hægt að
sanna að notkun hans sé skaðlaus
og má þá minna á umfjöllun úr
gamalli kennslubók (Antenatal
and Postnatal Care) en útgáfa
hennar frá árinu 1937 skýrði frá
að röntgenmyndatökur á með-
göngu myndu ekki skaða fóstur.
Eftir að orsakatengsl voru sett á
milli notkunar röntgenmynda á
meðgöngu og krabbameins í börn-
um, sagði nýrri útgáfa af sömu
kennslubók (1960) að óhófleg
notkun röntgens á meðgöngu gæti
valdið móður og barni skaða.
(Mitford, 1992) Enn vitum við
ekki hvort notkun sónars sé skað-
leg fyrir fóstrið en það er skelfi-
legt til þess að hugsa hvers vísari
við kunnum að verða í framtíð-
inni. Sérstaklega með þá stað-
reynd í huga að nú til dags fer
hver einasta íslensk kona í sónar
a.m.k. einu sinni yfir meðgöngu-
tímann.
Allar ljósmæður kannast
einnig við mónitornotkun í fæð-
ingu og sýnist sitt hverri.
Mónitomotkun í eðlilegri fæðingu
er fyrir mér eins og hrossakoks-
myndavélin sem ég skýrði frá hér
í byrjun, langsótt og „invasive“
leið til að staðfesta eðlilegt ferli
fæðingarinnar sem fylgjast má
með á annan og þægilegri hátt
með því að nota og treysta þeim
fræðum og hæfileikum sem með
okkur eru þjálfaðir í ljósmóður-
námi og -starfi. Þar að auki hafa
rannsóknir sýnt að mónitornotkun
hefur einungis aukið tíðni keisara-
skurða án þess að bæta útkomu
barnanna og þar af leiðandi bein-
línis valdið verri útkomu hjá
mæðrunum. (A Guide to Effective
Care in Pregnancy and Childbirth)
Önnur tækni sem stundum er
beitt í fæðingu er „innri mónitor-
ing“ og um þá aðferð held ég að
allar ljósmæður geti verið sam-
mála um að sé þvílík tæknidýrkun
að ætti ekki að viðgangast. Þá er
þrýstinema komið fyrir upp í legi
konunnar og á hann að mæla hríð-
irnar og gegna því hlutverki sem
þjálfaðar ljósmóðurhendur hafa
gert í gegnum aldirnar. Fyrir utan
meðferðina á konunni sjálfri, er
10
LJÓSMÆPRABLAÐIÐ