Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 15
verið gerðar til, vonimar bregðast en á móti kemur tilhugsunin um allt það erfiði sem fylgir því að eignast mikið fatlað barn. Ákvörðunin um að fara í fóstur- eyðingu truflar fyrri lífsviðhorf margra um muninn á réttu og röngu. Foreldum getur fundist skynsamlegt að koma í veg fyrir fæðingu fatlaðs barns en syrgja samt barnið sem óskað var eftir (White-Van Mourik o.fl., 1992). Þegar konur fara í fóstureyð- ingu á öðru tímabili þungunar, eins og þegar fósturgalli finnst, þarf að framkalla fósturlát og konan fæðir fóstrið. Sektartilfinning Mikil sektarkennd getur gripið um sig og fólk spyr sig ýmissa spurn- inga. Á fyrir okkur að liggja að geta eignast heilbrigða barnið sem við óskuðum eftir og getum við tekið þessa ákvörðun og staðið við hana um ókomin ár? Á ör- skömmum tíma hrynur veröldin hjá hinum verðandi foreldrum, hvaða þýðingu hefur þetta fyrir líf þeirra og munu þau einhvern tíma jafna sig? Samkvæmt rannsókn Salvesen, Öyen, Schmidt, Malt og Eik-Nes (1997) sem báru saman sálfræðileg viðbrögð kvenna sem misst höfðu fóstur og þær sem höfðu farið í fóstureyðingu vegna fósturgalla og í rannsókn Lor- enzen og Holzgreve (1995) þar sem athugað var hvort ráðlegging- ar til að auðvelda sorgina hjálpaði foreldrum eftir fóstureyðingu vegna fósturgalla sýndi sig að sektarkennd eftir fóstureyðingu var ekki áberandi en þeir bentu á að hún gæti komið seinna í aðlög- unarferlinu. Hins vegar í rannsókn White-Van Mourik, Connor og Ferguson-Smith (1992) sem at- huguðu andlegt álag samfara fóst- ureyðingu vegna fósturgalla upp- lifðu fjörutíu prósent af konum og níu prósent af mönnum mikla sektarkennd. Jafnvel sú vitneskja að barnið myndi deyja hvort sem var nægði ekki til að yfirvinna til- finningu um ábyrgð. Um helming- ur kvenna lýsti því yfir að ákvörð- unin um að fara í fóstureyðingu hefði verið erfið en sjötíu prósent töldu samt að þetta hefði verið rétt ákvörðun. Meiri hluti kvenna var sáttur við ákvörðun sína um að fara í fóstureyðingu og sagðist myndu kjósa það aftur ef þær að- stæður kæmu upp. I rannsókninni kom líka fram að vegna þess að þetta er öðruvísi sorg, rneð flókn- um vandamálum sem tengjast arf- leið, fötlun og fóstureyðingu finnst almenningi oft betra að tala ekki um það. Þetta þýðir að þeir foreldrar sem voru tilbúnir að ræða hlutina fundu í sínu nánasta umhverfi að það þætti ekki við- eigandi. Þegar þau sögðu frá harmi sínum og missi voru þau gjarnan minnt á hve heppin þau voru að hafa fengið þetta val. Það jók hins vegar tilfinningar um sektarkennd og að þeim hefði mistekist. Þögnin í kringum þau var hins vegar vel meint þar sem almenningur ályktaði að mikil sorgarviðbrögð væru tengd þeirri ákvörðun að binda endi á með- gönguna og þögnin var notuð til að koma í veg fyrir að foreldrar fyndu fyrir sektarkennd. Rannsóknir sýna að foreldrar upplifa mikið tilfinningaiTÓt í tengslum við þetta allt. Annars vegar er þakklæti yfir að þessi fósturgalli fannst en á sama tíma reiði yfir því. Fóstureyðing er oft umdeild og getur það verið ástæða þess að fólk á erfitt með að tala um' sorgina (Ney, Fung, Wickett og Beaman-Dodd, 1994 og White-Van Mourik o.fl., 1992). Hins vegar þegar stuðningur er til staðar og foreldrar eru hvattir til að horfast í augu við missinn þá verða þeir færari um að syrgja þrátt fyrir hugsanlega tilfinningar um sekt ( Lorenzen og Holzgreve, 1995). Hér eru ljósmæður í lykilhlut- verki að styðja hina syrgjandi for- eldra, þekkja þessar tilfinningar og kunna að bregðast við þeim. Einnig á þetta við þá lækna sem sinna konunum. Ljósmæður eru í mikilli nánd við þetta fólk og upp- lifa því oft hve mikið álag þetta er og eru því gjarnan bestu aðilar til að styðja og styrkja foreldrana á þessu erfiða tímabili. Sorgin og sorgaróiðbrögð Mikilvægt er að útskýra fyrir for- eldrum að það sé eðlilegt og þeim nauðsynlegt að syrgja. Fagfólk þarf oft að aðstoða konuna og manninn við að hefja sorgarferlið. Þessi sorg er á margan hátt ólík annarri sorg sem við þekkjum. Þarna er ekki um að ræða einstak- ling sem fólk þekkti. Þessi litli ófæddi einstaklingur var von og þrár foreldra sinna. Oft er það svo að hinir verðandi foreldrar hafa haldið þunguninni leyndri og því vita nánustu aðstandendur jafnvel ekki um þetta mikla áfall fyrr en eftir á. Þetta er því oft einmanaleg reynsla þar sem fáir vita af henni eða vilja vita af henni (Bragi Skúlason, 1992). Mörgum þykir erfitt að viðurkenna fósturlát sem sorgarefni og vilja síður ræða það. En fyrir móðurina sem hefur bor- ið þetta líf undir belti er þetta barnið hennar sem hún var að missa (Markham, 1997). Sorgina er ekki hægt að flýja og það sem meira er það verður að vinna sig út úr henni. Sorgin er ekki sjúkdómur en getur tekið á sig sjúklega mynd ef ekki er unn- ið úr henni. Alla ævi er okkur kennt að eignast við erum ekki búin undir það að missa. Það er þó reynsla sem langflestir ein- hvern tíman á lífsleiðinni lenda í og kunna þá ekki að bregðst við. Sorgin er sársaukafull og snertir LJÓSMÆE>RABLAE>I£> 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.