Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 20
að henda afganginum eftir u.þ.b.
klukkustund. Mjólkinni iná ekki
blanda saman við aðra mjólk
vegna þess að bakteríur úr munn-
vatni barnsins hafa mengað hana.
Hreinlœti
Hreinlæti er mikilvægt við með-
höndlun brjóstamjólkur, bæði hvað
varðar handþvott og þrif áhalda.
Notið aðeins hreinar dælur eða
ílát til að safna mjólkinni í. Eftir
að áhöldin eru þrifin eru þau sett í
pott með vatni sem flýtur yfir.
Látið sjóða í 2-3 mínútur.
Sesselja Guðmundsdóttir og
Brynja Laxdal,
Hjúkrunarfrœðingar, barnadeild
Heisluverndarstöð Reykjavíkur
1999.
Mother and Child and Four Studies of Her Right
Hand, 1904 eftir Pablo Picasso
Myndba nd um brjóstagjöf
Heilsugæslan í Reykjavík hefur látið þýða myndbandið
Brjóstið er best: um móðurmjólk, brjóstagjöf og
tengslin við ungbarnið.
Þetta vandaða myndband, sem er norskt að uppruna,
hefur fengið frábærar viðtökur og búið er að þýða það á
fjöldamörg tungumál. Fæðingalæknirinn Gro Nylander
skrifar handritið og leikstýrir. Myndbandið hentar vel til
nota í foreldrafræðslu, en fagfólk getur einnig haft gagn
af því.
Þau atriði sem meðal annars er fjallað um eru:
Barnið lagt á brjóst/ stellingar við brjóstagjöf/ sárar
geirvörtur/.stífluð mjólkurgöng/ stálmi/ brjóstabólga/ of
vær börn/ of lítil mjólk/ mjólkurframleiðsla aukin/ næt-
urgjafir/ brjóstagjöf fyrirbura/ mjaltavélar/ handmjólk-
un/ brjóstagjöf tvíbura/ brjóstagjöf eldri barna/ hlutverk
hjálparmæðra.
Samstarfshópur um brjóstagjöf yfirfór þýðinguna og
mælir með þessu myndbandi. Bókasafn Heilsugæslunn-
ar í Reykjavík, Barnadeild Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur og Samstarfshópur um brjóstagjöf höfðu
umsjón með útgáfu myndbandsins. Myndform ehf sá
um íslenskan texta og fjölföldun.
Myndbandið er 36 mínútur á lengd. Það kostar 4000
krónur. Bókasafn Heilsugæslunnar í Reykjavík annast
dreifingu.
Nánari upplýsingar veitir Elín Eiríksdóttir Sími: 552
2400, Netfang: elin.eiriksdottir@hr.is
20
LJÓSMÆPRABLAPIP