Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 9
Alþjóðlegur dagur Ijósrrueðra 5. maí Umönnun Ijósmóður — gruncUallar umönnun Viðkvæmasti tími í lífi kvenna og barna er tímabilið í kring um fæðinguna. Konur eru gjarnan áhyggju- fullar, þreyttar, með verki eða líkamlegar og andleg- ar tilfinningar sem þær hafa aldrei fundið áður. Ef þær leita eftir hjálp, verður hjálpin að vera til staðar — nú þegar, upplýst og samúðarfull — einhver sem veit hvað skal gera: Ljósmóðir. Starfa ljósmæðra, um allan heim, er minnst á Al- þjóðlegum degi ljósmæðra hinn 5. maí, ár hvert. Á þessu ári var áherslan lögð á mikilvægi ljósmæðra í grunnumönnun — fyrsta aðstoð, ráðgjöf og meðferð fyrir þá sem á þurfa að halda. Ljósmóðurstarfið er faggrein þar sem gæði grunn- umönnunar skipta mjög miklu máli: • Grunnumönnun er aðgengileg — ljósmæður vinna í og þekkja það samfélag sem þær starfa í; kon- urnar, stuðningskerfin og hvar hægt er að nálgast þjónustu fæðingalækna ef þörf er á frekari aðstoð. • Grunnumönnun er alltaf tiltæk — hægt er að ná til ljósmæðra allan sólarhringinn: þannig þurfa þær — og vilja — hafa það, því vandamál mæðra og barna koma ekki eingöngu upp á skrifstofutíma. • Grunnumönnun er ekki of dýr — ljósmæður í öllum þjóðfélögum reyna að hafa þjónustu sína eins ódýra og framast er unnt, hvernig sem þær fá borgað. Grunnumönnun er samhæfð, kunnáttusamleg, sveigjanleg og samúðarfull — þeir sem leita hennar eru oft uggandi um sjálfa sig og fjölskyldu sína og þurfa huggun og viðeigandi ráðstafanir. Þess vegna kjósa barnshafandi konur og konur með ungbörn ljósmóður til að annast sig. Markmið Alþjóðlegra samtaka ljósmæðra (ICM) er „Öruggari barneign um allan heim“: stórkostleg lækkun mæðradauða, þar sem nú deyja um 600.000 konur ár hvert vegna barnsnauðar. Oft er álitið að þessi markmið þýði að bæta þurfi bráðaþjónustu — björgunaraðgerðir — og því miður eru það þær að- gerðir sem oftast er gripið til. Hins vegar má færa sönnur á að þar sem konur hafa greiðan aðgang að ljósmæðrum, deyja færri úr barnsnauð og fleiri börn ná að halda lífi. Þannig er starf ljósmæðra við grunnumönnun: Hvatning til heilbrigðari lífsstfls bamshafandi kvenna, upplýst ráðgjöf þar sem við á, reglulegt eftirlit á með- göngu, greining mögulegra vandamála og tilvísun til viðeigandi aðila, hvatning og huggun í fæðingu, að- stoð við fæðingu, fækkun vandamála og fylgikvilla hjá móður og barni, ungbarnaskoðun, stuðningur við brjóstagjöf, umönnun og eftirlit með vellfðan móður og barns eftir fæðingu. Allt þetta og margt fleira — sem tekið er sem sjálfsögðum hlut í mörgum þjóðfé- lögum — getur verið sú líflína sem bjargar móður og barni frá bylgju vandkvæða sem geta byrjað sem smávægileg óþægindi en endað með tortímingu fjöl- skyldunnar. Styðjið ljósinæðumar ykkar — bætið mæðraumönnun í þjóðfélaginu Haldið upp á Alþjóðlegan Dag Ljósmæðra Dagný Zoega, Ijósmóðii; þýddi úr dreifiriti ICM: The International Day ofthe Midwife 1999 LJÓSMÆPRADLAÐIÐ 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.