Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 17
eins og til dæmis hjónabandserf-
iðleika, en allar ráðleggingar um
að skapa minningar um bamið eru
til að auðvelda sorgina. Að lijálpa
foreldrum að takast á við þá erf-
iðu ákvörðun að binda endi á
meðgönguna og sætta sig við það
er erfitt verkefni fyrir starfsfólk
og er höfðað bæði til þeirra sem
fagfólks og einstaklings. Oft hafa
læknar, hjúkrunarfæðingar og Ijós-
mæður ekki fengið þjálfun til að
takast á við þessar erfiðu aðstæður
(Lorenzen og Holzgreve, 1995).
Samkvæmt rannsókn Salvesen
o.fl.( 1997) þar sem þeir báru sam-
an langtíma sálræna streitu hjá
tuttugu og fjórum konum sem fóru
í fóstureyðingu vegna fósturgalla
og tuttugu og níu konum sem misstu
fóstur á svipuðum tíma kom í ljós
að konur sem höfðu farið í fóstur-
eyðingu sýndu minni þunglyndis-
einkenni en þær konur sem misstu
fóstur. Einnig benti rannsókn þeirra
á að langtíma sálræn streita hjá
konum sem fóru í fóstureyðingu í
framhaldi af niðurstöðum um fóst-
urgalla í sónar væri ekki öðruvísi
en hjá konum sem misstu fóstur.
Hins vegar er ljóst að bæði fóstur-
eyðing vegna fósturgalla og miss-
ir fóstur valda mikilli streitu.
Vonin um aðra meðgöngu er
mjög mikilvæg og ný meðganga
sem gengur áfallalaust eykur sjálfs-
traust og tilfinningu um að vera
virkur þjóðfélagsþegn (White-Von
Mourik o.fl., 1992). Það sýndi sig
í rannsókn Salvesen o.fl. (1997)
að ári eftir atburðinn voru sjötíu
og sex prósent kvennanna sem
farið höfðu í fóstureyðingu vegna
fósturgalla orðnar þungaðar aftur
eða höfðu reynt það meðan ein-
ungis þrjátíu prósent þeirra sem
höfðu misst fóstur voru þungaðar
eða höfðu reynt það.
Vinnuferli fagfólks
Mikilvægt er þegar þarf að færa
slæmar fréttir að segja frá því sem
mestu máli skiptir, þeirri stað-
reynd að barnið hafi marga eða al-
varlega galla strax í upphafi við-
tals og á því tungumáli sem for-
eldrar skilja. Samkvæmt rannsókn
Hunfeld o.fl. (1997), en þeir at-
huguðu sálræna streitu hjá for-
eldrum eftir fóstureyðingu vegna
fósturgalla bæði með djúpviðtöl-
um og spurningarlistum, hafa for-
eldrar á þessum tímapunkti marg-
ar spumingar um hvaða merkingu
þetta hafi á líf þeirra. Það er betra
fyrir lækninn að fresta því að gefa
ráðleggingar og leggja til úrlausn-
ir þangað til að foreldrar hafa feng-
ið tækifæri til að átta sig á hlutun-
um og eru reiðubúin að íhuga hvað
skal gera næst. Á þennan hátt býð-
ur læknir foreldrum tækifæri til að
endurtaka upplýsingarnar og spyrja
nýira spurninga um barnið og/eða
fóstueyðinguna. Eftir að foreldrar
fá upplýsingar um sjúkdómsgrein-
ingu þá er þörf fyrir læknisfræði-
legar upplýsingar um hvers eðlis
gallinn er, hverjar horfur eru og
ástæður fyrir galla hjá fóstri og
hvenær og hvernig fóstureyðing
verður framkvæmd. Þessi þörf
hverfur að mestu eftir þrjá mán-
uði. Hins vegar kemur þessi þörf
aftur seinna. í rannsókn Hunfeld
o.fl.( 1997) kom fram að strax eftir
að sjúkdómsgreining lá fyrir og
eftir fóstureyðinguna þurftu ellefu
prósent á sérstökum sálfræðilegum
stuðningi frá starfsfólki sjúkra-
húsa að halda. Þremur mánuðum
eftir fóstureyðinguna var meiri
þörf fyrir stuðning utan frá, sér-
staklega að skiptast á reynslusög-
um við aðra sem höfðu upplifað
svipaða reynslu. Mjög athyglisvert
er að jafnvel eftir fjögur ár voru
vandamál við að aðlagast missin-
um. Að sætta sig við dauðann er
ekki aðeins tengt þessu ákveðna
vandamáli, heldur einnig því hvem-
ig einstaklingur hefur áður tekst á
við meiri háttar atburði í lífi sínu.
Slnðningtir eflir fóshireýðingn
Þeir sem sjá um fóstureyðingu
læknir eða ljósmæður ættu að
gefa foreldrum kost á því að varð-
veita gögn um fóstrið og þess
stutta líf. Nauðsynlegt er að for-
eldrum sé gefinn nægur tími til að
sjá fóstrið, halda á því, taka
myndir, gefa því nafn og jafnvel
hvetja þau til þess. Ef það er ósk
foreldranna að hafa athöfn á að
aðstoða þau við það og gera ráð-
stafanir. Foreldrar þurfa að fá vit-
neskju um niðurstöður krufningar
og hvað þessi fósturgalli þýðir
fyrir næstu þungun (Hunfeld o.fl.,
1997). Að veita stuðning, upplýs-
ingar og fyrirbyggjandi fræðslu
getur aukið sjálfsöryggi áður en
hugað er að nýrri þungun (White-
Von Mourik o.fl., 1992). Mikil-
vægt er að upplýsa foreldra um
sorgarviðbrögð sem við má búast,
um áhyggjur þeirra samfara nýrri
þungun og fylgjast með sálrænuin
viðbrögðuin þeirra. Það er mikil-
vægt að heilbrigðisstarfsfólk, fjöl-
skylda, vinir og kunningar hinnar
syrgjandi móður og föður geri sér
grein fyrir þörf þeirra fyrir að tala
um missinn sem getur varað í
nokkur ár. Tækifæri til að ræða
þetta gæti verið til dæmis á þeim
tíma sem barnið dó (Hunfeld o.fl.,
1997).
Lokaorð
Þegar foreldrar eru í þeirri að-
stöðu að þurfa að taka ákvörðun
um að binda enda á meðgöngu
vegna fósturgalla þurfa þeir góða
aðstoð. Vegna þess að fósturgallar
eru sjaldgæfir þá er oft lítill skiln-
ingur í þjóðfélaginu og stuðningur
af skornum skammti fyrir þá sem
í þessu lenda (Kolker og Burke,
1993). Það er því nauðsynlegt fyr-
ir fagfólk að gera sér grein fyrir
því að þetta er erfið lífsreynsla og
að foreldrarnir hafa þörf fyrir
stuðning. Það er líka mikilvægt að
foreldrarnir finni að þeir megi
LJÓSMÆPRABLAPIP
17