Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 2
Ritstj óvaspj all Jæja kæru ljósmæður, þá er árið 1999 runnið upp og einungis eitt ár til aldamóta. Þetta ár er þó engu að síður merkilegt en það næsta, því Ljós- mæðrafélag íslands varð 80 ára í maí. Við slík tímamót þykir við hæfi að líta til baka og meta hverju afmælisbarnið hefur áorkað. Margar eru til þess mun betur fallnar en ég að skoða afrek ljósmæðra á Islandi og í afmælishófi sem haldið var í framhaldi aðalfunds LMFÍ hinn 24. aprfl sl. var gaman að hlýða á Kristínu I. Tómasdóttur stikla á stóru um þær breytingar sem hún hefur upplifað á þjónustu ljósmæðra þau mörgu ár sem hún hefur starfað. Kristín var einmitt kosin heiðursfélagi LMFI á aðalfundinum og er vel að því komin. Stjórnin var varla öfundsverð af að þurfa að velja heiðursfélaga því svo margar ljósmæður hafa unnið mikið og gott starf til heilla fyrir þjóðina og félagið. Það er svo sannar- lega margt sem við yngri ljósmæður getum lært af þeim eldri og væri gaman ef eldri ljósmæður myndu skrifa um störf sín í ljósmæðrablaðið. Það er leitt til þess að hugsa að öll sú þekking og reynsla sem eldri ljós- mæður búa yfir skuli ekki vera til á prenti þannig að við þær yngri meg- um af þeim læra. Það er persónuleg skoðun mín að þær ljósmæður sem unnið hafa úti í héruðum og kynnst því í raun hvernig er að standa ein með alla ábyrgð, ættu að segja sögu sína. Ritnefndin tekur fegins hendi við öllu prenthæfu sem tengist störfum ljósmæðra fyrr og nú. Ritstjóri vill ennfremur biðjast afsökunar á því hve dregist hefur að koma blaðinu út. Ástæður eru margar og vegur þar e.t.v. þyngst hve erfitt er að fá ljósmæður til að skrifa í blaðið, en að auki spilar inn í vandræðagangur með auglýsingar sem reynast of dýrar í prentun til að borga sig. Allar hugmyndir að fjáröflun (sem tekur lítinn tíma) fyrir blaðið eru vel þegnar. Frá ritstjóra...................2 Orlofshús LMFI .................3 Fréttir frá stjórn LMFI ........4 Afleysingateymi ljósmæðra út á landsbyggðina.............5 Upplýsingar til greinahöfunda . .5 Utskrift ljósmæðra..............6 Frá ritstjóra Fylgjunnar .......6 Tilk. frá Kvennadeild LSP......7 Minningarorð....................8 Ljóð ...........................8 Alþjóðlegur dagur ljósmæðra . . .9 Boys and Toys..................10 Áhugaverðar slóðir á Netinu ..11 Fæðing.........................12 Pethidin í fæðingu.............13 Fósturgallar og ákvörðun um fóstureyðingu ................14 Geymsla á brjóstamjólk........19 Brjóstamjólk...................19 Myndband um brjóstagjöf ... .20 Fréttir af Félagi áhugafólks um heimafæðingar...............21 Bæklingur um sykursýki á meðgöngu....................21 Samningur milli LMFÍ og TR .22 Fundir og ráðstefnur........23 Ljósmaeðrablaðið 77. árgangur l.tölublað 1999 Útgefandi: Netf: dagzo@vortex.is Upplag: 500 eintök sem dreift Ljósmæðrafélag Islands Ritnefnd: er til allra ljósmæðra og á Hamraborg 1 Anna Eðvaldsdóttir heilbrigðisstofnanir 200 Kópavogur Sími: 565 2252 Verð í lausasölu: 500 kr. Sími: 564 6099 Jenný I. Eiðsdóttir Áskriftarverð: 1.200 kr á ári. Ritstjóri: Sími: 561 0336 Uppsetning og prentun: Dagný Zoega Katrín E. Magnúsdóttir Hagprent - Ingólfsprent ehf. Melgerði 3 Sími: 561 1636 Grensásvegi 8 108 Reykjavík Unnur Egilsdóttir 108 Reykjavík Sími: 568 0718 Sími: 552 8576 Sími: 588 1650 2 LJÓSMÆPRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.