Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 4
Ritstjóraspjall
Það er alltaf sérlega góð tilfinning þegar
blaðið okkar er að fæðast og ánægjan er
enn meiri þegar það inniheldur svo fjöl-
breytt efni eins og nú er. I þessu 2. tölu-
blaði 84. árgangs Ljósmæðrablaðsins
birtast nefnilega greinar sem ná yfir allt
barneignarferlið, þ.e. meðgöngu, fæð-
ingu og sængurlegu.
Til viðbótar við fjölbreytt efnisval
má nefna að höfundar koma úr ýmsum
áttum; það eru ljósmæðranemar, Ijós-
mæður með mislanga starfsreynslu að
baki og sfðast en ekki síst segja konur
frá eigin reynslu.
Ljósmæður hafa í vaxandi mæli tekið
óhefðbundnar aðferðir inn í meðferð og
umönnun kvenna. Meðal þeirra er nála-
stungumeðferð en notkun hennar hefur
aukist hratt síðustu árin hér á landi, sér-
staklega eftir að Ljósmæðrafélagið hóf
að standa fyrir námskeiðum fyrir félags-
menn. I síðasta tölublaði mátti finna
samantekt á rannsóknaniðurstöðum um
nálastungumeðferð í fæðingu og er nú
haldið áfram með nálastungurnar, en að
þessu sinni er til umfjöllunar gagnsemi
þeirra við grindarverkjum á meðgöngu.
Eins og ljósmæður þekkja er það býsna
algengur nteðgöngukvilli og því fengur
að því er tvær nýútskrifaðar Ijósmæður,
þær Helga Sigurðardóttir og Stefanía
Guðmundsdóttir birta nú grein upp úr
lokaverkefnum sínum síðastliðið vor.
Þar eru birtar niðurstöður forprófunar á
spurningalista ásamt viðtölum við konur
um reynslu af nálastungumeðferð vegna
grindarverkja á meðgöngu.
Fæðingarsögur eiga ávallt sinn sess
í umræðum, bæði meðal kvenna og hjá
ljósmæðrum. A því leikur enginn vafí
að við getum dregið af þeim mikinn
lærdóm til að bæta inn í reynsluþekk-
ingu okkar ljósmæðra. í þessu blaði eru
þrjár fæðingarsögur sagðar frá mismun-
andi sjónarhóli, frá mismunandi tímum
og úr ólíkum menningarheimum! Um
er að ræða upplifun Eddu Guðrúnar
Kristinsdóttur ljósmóður af bameign-
arferlinu, upplifun Kötlu Sigurðardóttur
af fæðingu dóttur sinnar fyrir tæpum
þrjátíu árum og svo upplifun Evu
Laufeyjar Stefánsdóttur ljósmóðurnema
af fæðingu við gjörólíkar aðstæður
miðað við það sem við eigum að venj-
Valgerður Lísa Sigurðardóttir
Ijósmóðir
ast í okkar samfélagi. Það er ekki laust
við að það læðist að manni sú hugsun
að munurinn sé hverfandi þrátt fyrir
ólík menningarsamfélög og mismun-
andi tíma. Er það kannski svo, þegar
allt kemur til alls, að menning og annar
bakgrunnur hafi ekki svo mikið að segja
þegar um er að ræða svo eðlilegan þátt
í lífi hverrar manneskju eins og fæðing
barns er? A forsíðumyndinni má sjá
kunnuglegt gleðibros nýbakaðrar móður
eftir fæðingu. Hún fæddi í fæðingarskýli
í Malaví við ákaflega framstæð skilyrði,
en fæðingarsögu hennar fáum við að líta
á síðum blaðsins ásamt fleiri myndum
þaðan. Myndirnar tala sínu máli en það
fyrsta sem kom upp í huga mér var hve
þetta er í raun og veru líkt, sama gleðin
ríkir hvar sem bamsfæðing á sér stað;
hvort sem það er í fæðingarskýli Fanesu
eða á hátæknisjúkrahúsi.
Ometanlegar heimildir um sögu
okkar er að linna í minningabrotum frá
6. áratugnum sem hér birtast en það eru
Ljósurnar sem eiga heiðurinn af því að
safna þessum minningabrotum saman.
Að þessu sinni er höfundurinn Kristín
I. Tómasdóttir en í síðasta blaði voru
minningabrot eftir Maríu Björnsdóttur.
Vönandi verða þessi skrif til að hvetja
fleiri ljósmæður til að taka sér penna í
hönd og skrá sögur og minningabrot,
því allar höfum við frá einhverju að
segja. Það er mjög mikilvægt fyrir Ijós-
mæðrastéttina að sagan okkar glatist
ekki. Vissulega hafa tímarnir breyst og
nám í ljósmóðurfræði líka, en það má
greina í skrifum Kristínar nrargt sem er
í fullu gildi enn í dag. Hver kannast t.d.
ekki við hvernig tilfinnig það er að fá
„fyrstu fæðinguna sína”?
Ljósmæðranemar dagsins í dag eru
ekki síður mikilvægir fyrir ljósmæðra-
stéttina, heldur en þær sem lokið hafa
starfsferlinum. Með ljósmæðranemum
blása ferskir vindar. Þær hafa tækifæri
til að horfa á bameignarþjónustuna frá
öðrum sjónarhóli en þeir sem hafa starf-
að í henni um lengri eða skemmri tíma,
kannski er hægt að líkja því við að
þær sitji í stúkusæti! í nafni Oddrúnar,
félags ljósmæðranema nefnist grein
þeirra „Glöggt er gests augað” og þar
lýsa þær því sem þær sjá úr stúkusætinu,
gagnrýna og koma með athyglisverðar
tillögur um hvað mætti betur fara.
Við könnumst allar við það að
umræður um ýmis málefni fara í hringi.
Eitt dæmi um það eru sitjandi fæðingar
og þarf ekki langan starfsaldur til að
muna tímana tvenna í sambandi við
stefnur og strauma um sitjandi fæðing-
ar. Þegar undirrituð var Ijósmóðurnemi
fyrir 10 árum, var það kannski ekki
daglegt brauð að sjá barn fæðast um
fæðingarveg, í sitjandi stöðu, en það
var þó alltaf öðru hvoru sitjandafæðing
á fæðingardeildinni. Svo breyttist það
og um árabil var það svo að það þóttu
stórtíðindi ef barn fæddist eðlilega í
sitjandi stöðu. I tveimur greinum hér
eru þessar breytingar til umfjöllunar,
þar sem rýnt er í orsakir þessarar þróun-
ar og rannsóknir um sitjandi fæðing-
ar. Önnur greinin er dagbókarverkefni
Maríu Haraldsdóttur ljósmóðumema,
þar sem upplifun hennar af að vera
viðstödd sitjandafæðingar kemur fram
og hún rýnir síðan í hvað fræðin segja
um fæðingarmáta barna í sitjandi stöðu.
Þama er í raun dæmi um hvemig nota
má fæðingarsögur til að draga af þeim
lærdóm. Hin greinin er unnin af Önnu
Sigríði Vemharðsdóttur ljósmóður
og meistaranema, en til viðbótar við
umfjöllun um sitjandafæðingar og rann-
sóknir setur hún fram hugleiðingar sínar
4 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006