Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 6
Avarp formanns
Það er ljósmæðrum bæði ljúft og skyll
að standa vörð um hagsmuni skjólstæð-
inga sinna. Við þekkjum það vandamál
hversu máttlítill þrýstihópur barnshaf-
andi fjölskyldur eru; barneignarferlið er
parinu sjaldnast hugleikið í meira en
ár að sinni og hefur það þá um margt
annað að hugsa en samfélagslega hags-
munabaráttu. Þess vegna ber ljósmæðr-
um rík skylda til þess að beita sér fyrir
hagsmunum barnshafandi fjölskyldna.
Nú eru Alþingiskosningar eftir hálft
ár og því mátuleg tímasetning til þess
að ljá þingflokkunum skrautfjaðrir fyrir
kosningabaráttuna. Af mörgu er að taka,
því barnafjölskyldum er nú ekki bein-
línis hampað í okkar samfélagi. Mig
langar þar fyrst að nefna skort á val-
möguleikum í bameignarþjónustunni,
bæði hvað varðar meðgönguvernd og
fæðingarhjálp. Víða á landsbyggðinni
er skortur á barneignarþjónustu yfir-
leitt. Fæðingarstöðum hefur fækkað og
því þurfa barnshafandi konur af lands-
byggðinni nú oft að sækja langan veg
á næstu fæðingardeild með ærnum til-
kostnaði og röskun á fjölskyldulífi.
Annað mál sem mikilvægt er að
vekja athygli á, er ósanngjam útreikn-
ingur greiðslna í fæðingarorlofi, en þær
greiðslur geta einungis numið 80% af
meðaltekjum síðustu tveggja ára. Þessi
aðferð kemur námsfólki og þeim sem
eignast börn með stuttu millibili, sérlega
illa og er það efni í heila umræðu sem
ekki verður farið út í hér.
Það mál sem ég ætla að gera að
umræðuefni mínu hér er lengd fæð-
ingarorlofs. Svigrúm til fæðingarorlofs
fyrir konur er hvað minnst hér á landi
af öllurn Norðurlöndum. Auk þess er
heildarlengd fæðingarorlofs hér, styst
meðal Norðurlandaþjóða og greiðslur
sem hlutfall af launum, næstminnstar.
Við erum að vísu afar stolt af þeirri
þróun sem varð í kjölfar nýrra áherslna
í fæðingarorlofslöggjöf sem stuðla áttu
að aukinni þátttöku karla í fæðingaror-
lofi og áhriftn létu ekki á sér standa. A
aðeins átta árurn (1995 til 2003) fjölgaði
þeim körlum sem tóku fæðingarorlof úr
0,1% í 85-90% og erum við þar fremst
allra Norðurlandaþjóða. Þessi þróun
hefur mjög jákvæð áhrif á jafnréttisbar-
Guðlaug Einarsdóttir;
formaður LMFÍ
áttu en eftir sem áður, hefur fæðing-
arorlof íslenskra kvenna ekki lengst í
20 ár, eða síðan fæðingarorlof var lengt
úr þremur í sex mánuði árið 1986. Á
sama tíma hefur atvinnuþátttaka kvenna
aukist talsvert og er hér ein sú mesta í
heiminum.
Vegna þessara nýju áherslna í löggjöf
um fæðingarorlof og árangurs af þeim
með aukinni þátttöku karla í fæðing-
arorlofi, er alltaf viss hætta fólgin í því
að nefna lengingu fæðingarorlofs fyrir
konur. Hættan liggur í því að þá gæti
konum á barneignaraldri orðið erfiðara
um vik á vinnumarkaðnum vegna ótta
atvinnurekanda við aukakostnað vegna
fæðingarorlofa þeirra og því frekar séð
hag sinn í að ráða karlmenn til starfa.
Það er þó löngu orðið tímabært að
tryggja fæðingarorlof í lok meðgöngu.
Ljósmæður muna eftir þeirri umræðu
sem kom fram fyrir ári síðan, þegar
barnshafandi konur voru tæpitungulaust
sakaðar um að misnota veikindavottorð
til þess að lengja fæðingarorlof fyrir
fæðinguna. Það gefur auga leið að með-
ganga og fæðing eru eldri mannkyn-
inu sjálfu og er því engin nýjung til
að klekkja á framleiðni nútíma samfé-
lags. I stríðinu á móti sjúkdómsvæð-
ingu meðgöngu og fæðingar síðastliðna
áratugi, hafa ljósmæður og fleiri bent
réttilega á að meðganga og fæðing
séu ekki sjúkdómur. Þessa staðreynd
hefur samfélagið hins vegar tekið svo
samhengislausa, að fyrst ekki er um
sjúkdóm að ræða, þá sé engin þörf á
sérmeðferð, hvorki varðandi atvinnu né
daglegt líf. Barnshafandi konur þekkja
viðhorf eldri kynslóðarinnar sem helst
vill pakka konum inn í bómull alla
meðgönguna. Þetta viðhorf heyrir nú að
mestu sögunni til og ætlast er til þess af
barnshafandi konum að þær vinni störf
sín með jafnmiklum afköstum og áður,
enda sé meðganga ekki sjúkdómur. Það
er því hætta á að þessi lotningarfulla
umhyggja eldri kynslóðarinnar, fyrir
barnshafandi konum ntuni hverfa með
þeirri kynslóð. Þó meðganga sé ekki
sjúkdómur er eðlileg meðganga, hvað
þá heldur óeðlileg, gríðarlegt álag á
líkama konu. Því er ómögulegt að nota
staðlaða mælistiku sjúkdóma og heil-
brigðis á meðgöngu til þess að meta
vinnugetu barnshafandi konu.
Síðastliðið vor voru birtar í Tidskrift
for Jordempdre niðurstöður danskrar
rannsóknar sem byggð var á mæðraskrám
tíu ára tímabils, frá árinu 1994 til árs-
ins 2004. Rannsóknin sýndi þær sláandi
niðurstöður að fyrirburafæðingum hafði
ljölgað um 52% í þeim hópi kvenna sem
annars hafði enga áður þekkta áhættu-
þætti fyrir fyrirburafæðingar. Allar skýr-
ingar sem reynt var að finna, gátu aðeins
skýrt hluta þessarar miklu aukningar en
eini þátturinn sem gat hafa breyst á svo
stuttum tíma var streita.
Á Islandi erum við með eindæm-
um vinnusöm og gemm þær kröfur á
bamshafandi konur að þær vinni allt
fram undir væntanlegan fæðingartíma
og hvað hetjulegast þykir að vinna fram
á sjálfan fæðingardaginn.
Samkvæmt núgildandi lögum er fæð-
ingarorlof 39 vikur í heildina þar af
eru 13 vikur bundnar móður, 13 föð-
ur og 13 vikum geta foreldrar skipt á
milli sín. Lögin hvetja því konur til að
vinna sem lengst á meðgöngu. Móðirin
hefur vissulega rétt á því að byrja töku
fæðingarorlofs mánuði fyrir áætlaðan
fæðingardag, en fæðingarorlofið er svo
stutt, að fæstar hafa tök á því að fóma
hluta þess fyrir fæðinguna, því með því
móti skerðir móðirin þann tíma sem hún
6 Ljósmæðrablaðið nóvember 20Q6