Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 9
helsta úrræði fyrir konur með grindar- og mjóbaksverki á meðgöngu. Þessar meðferðir hafa talsvert verið rannsak- aðar (Stuge, Hilde og Vollestad, 2003). I þeim rannsóknum hefur verið sýnt fram á að sérhæfð fræðsla varðandi líkamsbeitingu og æfingar, til kvenna með grindar- og mjóbaksverki, getur dregið úr verkjum og fjarveru frá vinnu að einhverju leyti. Stuðningsbelti geta einnig haft jákvæð áhrif á líðan kvenna (Östgaard, Zetherström, Roos-Hansson og Svanberg, 1994). Samanburðarrannsóknir sem gerðar hafa verið á sjúkraþjálfun sem með- ferð við grindar- og mjóbaksverkjum hafa aftur á móti ekki sýnt fram á að sú meðferð skili tilætluðum árangri. Þær hafa ekki sýnt mun á verkjaupp- lifun eða starfsgetu kvenna sem fengið hafa sjúkraþjálfun samanborið við enga meðferð (Stuge o.fl., 2003). Nálastungur eru hluti af hefðbund- inni kínverskri lækningalist þar sem áhersla er lögð á heildræna nálgun. Hugmyndafræðin byggir á því að sjúkdómar og veikindi stafi af orku- ójafnvægi líkamans og við meðhöndl- un með nálastungum örvist lækning- armáttur hans og jafnvægi náist að nýju. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og ætlað að mæta þörfum hvers og eins (Griffiths og Taylor, 2005; Gaffney og Smith, 2004). Oft er litið á „placebo“ áhrif meðferðar, eða það að verið sé að reyna að hjálpa einstaklingnum valdi því að honum líði betur, sem hluta af árangri meðferðar og því beri ekki að útiloka þau áhrif (Þóra Jenný Gunnarsdóttir, 2006). Nálastungur virðast gefa góða raun sem meðferð við grindar- og mjóbaksverkjum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem styðja notkun þeirra á meðgöngu í meðferð við þeim verkjum (Elden o.fl., 2005; Forrester, 2003; Kvoming, Holmberg, Grennert, Áberg og Ákeson, 2004; Lund, Lundberg, Lönnberg og Svensson, 2006; Temov, Grennert, Áberg, Algotsson og Ákeson, 2001; Young og Jewell, 2006). í rannsóknum sem gerðar hafa verið á nálastungumeð- ferð hafa konur tjáð betri líðan á með- göngu eftir meðferð og minni fjarvem úr vinnu (Hope-Allan, Adams, Sibbritt og Tracy, 2004). Nálastungumeðferð getur dregið úr verkjum og verkjalyfjanotkun og aukið hreyfigetu og á þann hátt aukið lífsgæði kvenna á meðgöngu umtalsvert (da Silva, Nakamura, Cordeiro og Kulay, 2004). Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á að nálastungumeðferð við grindarverkj- um á meðgöngu geti bætt hreyfigetu kvenna og getu þeirra til daglegra athafna (Kvorning o.fl., 2004; Wedenberg o.fl., 2000). Áhrif nálastungumeðferðar á grindarverki á meðgöngu hafa ekki verið rannsökuð hér á landi. Reynsla meðferðarþega hefur ekki fengið mikla athygli rannsakenda og aðeins ein rannsókn hefur kannað reynslu fólks af nálastungumeðferð við ólíkum kvillum. Um var að ræða eig- indlega rannsókn og í ljós kom að þátttakendur sóttust sjálfviljugir eftir nálastungumeðferð eftir að hafa heyrt af kostum hennar úr ýmsum áttum. Við meðferðina vöknuðu margs konar tilfinningar og gefa niðurstöðurnar til kynna að reynslan af meðferðinni sé mjög persónubundin. I rannsóknum á áhrifum nálastungumeðferðar á grind- arverki á meðgöngu má einna helst finna upplýsingar um reynslu kvenna af meðferð en hún hefur ekki verið könnuð sérstaklega (Kvoming o.fl., 2004; Ternov o.fl., 2001; Wedenberg o.fl., 2000). Slíkar upplýsingar gætu nýst heilbrigðisstarfsfólki við fræðslu og frekari þróun meðferðar við grind- arverkjum á meðgöngu. Tilgangur rannsóknar okkar var að meta áhrif nálastungumeðferðar sem verkjameðferðar við grindarverkjum á meðgöngu og að þróa leiðbeiningar fyrir slíka meðferð. Jafnframt að for- prófa skráningarblað og spurningalista sem nota má til að samræma skrán- ingu og meta árangur meðferðarinnar. Rannsóknin hafði einnig þann tilgang að fá mynd af reynslu kvenna af nála- stungumeðferð við grindarverkjum á meðgöngu og dýpka þannig niðurstöður rannsóknarinnar. í þessari grein verður lögð áhersla á umfjöllun um árangur meðferðar og reynslu kvenna af slíkri meðferð. Aðferðarfræði Lýsing á aðferðafræði, leyfum og þátt- takendum Rannsóknin var samvinnuverkefni Miðstöðvarmæðravemdarog náms í ljós- móðurfræði við Háskóla íslands. Tilskilin leyfi fengust frá Vísindasiðanefnd (VSNb2005090012/03-7), Heilsugæsl- unni í Reykjavík, Miðstöð mæðravemd- ar og Persónuvemd. Rannsóknin fór fram á Miðstöð mæðraverndar á tímabilinu nóvember árið 2005 til maí árið 2006. Þýðið samanstóð af konum sem voru í með- gönguvernd á Miðstöð mæðraverndar og var úrtakið þægindaúrtak. Þar sem um forprófun var að ræða var ákveðið að hafa tuttugu konur í meðferðarhóp og engan samanburðarhóp. Rannsóknin var tvíþætt, fyrri hluti hennar studd- ist við framskyggnt tilraunasnið (pro- spective experimental design) þar sem tuttugu barnshafandi konur með grind- arverki sem uppfylltu þátttökuskilyrði (tafla 1) fengu nálastungumeðferð við grindarverkjum. Síðari hlutinn studd- ist við eigindlega rannsóknaraðferð sem fólst í hálfstöðluðum viðtölum við átta konur sem lokið höfðu nálastungu- meðferð. Þátttakendur fengu ítarlegar upplýsingar um rannsóknina, skrifuðu undir upplýst samþykki áður en með- ferð hófst og var nafnleyndar við þátt- takendur gætt. Meðferð, mœlitœki og gagnasöfnun Sársaukaáreitispróf á bakhluta mjaðma- grindar (PPPP-próf) var notað til þess að greina hvort verkir sem konan fann fyrir komu frá mjaðmagrind eða mjó- baki. Þetta próf hefur reynst vel þar sem ónákvæm greining er ákveðið vandamál í meðferð grindar- og mjóbaksverkja á meðgöngu (Östgaard, Zetherström og Roos-Hansson, 1994; Östgaard, 1996). Áherslan var á meðferð við grind- arverkjum í þessari rannsókn. Meðferð hvers þátttakanda náði yfir fjögurra vikna tímabil þar sem hver þeirra fékk sex til átta nálastungu- meðferðir, tvær meðferðir á viku. Hver meðferð varði í um hálfa til eina klukkustund og var veitt af tveimur ljósmæðrum sem lokið hafa námskeiði í nálastungumeðferð fyrir bamshafandi konur. Meðferð var einstaklingshæfð miðað við einkenni hverrar konu. í flest- um tilfellum voru notaðir 6-10 punktar í hverri meðferð. Eftirfarandi nálastung- upunktar voru notaðir: Yintang (EX-2), EX-19, BL-20, BL-27, BL-28, BL-29, BL-30, BL-35, BL-54, BL-59, GB-20, GB-29, GB-30, CV-2 og KI-11. Bakgrunnsupplýsingum var safnað úr mæðraskrá í upphafi meðferðar með samþykki þátttakenda. Nánar tiltekið var skráður aldur, starf, þyngd, fyrri saga um grindar- og/eða mjóbaksverki, fjöldi meðgangna og barna og reyk- ingar. Útbúið var matsblað fyrir rannsókn- ina til að samræma skráningu og til að auðvelda mat á árangri meðferðar. Á matsblaðið vom ýmsir þættir er tengjast meðferðinni skráðir, svo sem þeir nála- stungupunktar sem notaðir vora í hverri meðferð, meðhöndlunartími, með- göngulengd og athugasemdir. Konuraar Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 9

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.