Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 12
Tafla 8: Breyting á áhrifum grindarverkja á getu til daglegra athafna á meðferðartímabili Hafa grindarverkir haft áhrif á getu þína til að sinna daglegum athöfnum síðastliðna viku ? Upphaf Miðvik Lok Gild % Gild % Gild % Nei 5% 5% 18% Sjaldan (1-3 í viku) 5% 10% 6% Nokkrum sinnum í viku (4-6 sinnum) 5% 5% 12% A hverjum degi 65% 60% 41% Oft á dag (oftar en þrisvar sinnum á dag) 20% 20% 23% Samtals 100% 100% 100% Tafla 9: Niðurstöður viðtala 1) Af hverju ekki að prófa? Ástæður þess að konurnar ákváðu að prófa nálastungumeðferðina 2) Hafði áhrif á allt Lýsing á áhrifum grindarverkja á líf kvennanna Lýsing á verkjaupplifun kvennanna 3) En hvernig upplifðir þú meðferðina? Lýsing á upplifun meðferðar Jákvæðir / neikvæðir þættir 4) Það hefur eitthvað gerst Lýsing á væntingum kvennanna Lýsing á árangri meðferðar Viðhorf til áframhaldandi meðferðar 5) Það væri rosalega gaman ef þetta væri aðgengilegt Viðhorf kvennanna til þess hvort bjóða ætti upp á nálastungumeðferð við grindarverkjum á meðgöngu Hvemig þær sjá slíka þjónustu fyrir sér og hvort þær myndu mæla með henni orðin mjög slœm tveimur dögum seinna, svo það er engin spurning ”. Meðferðin bar ekki jafngóðan árang- ur fyrir allar konurnar. Tvær þeirra voru ekki eins vissar um árangur meðferð- arinnar en voru samt vissar um að hún hefði skilað einhverju eða „að eitthvað hefði gerst“. Ein sagði til dæmis; „...jú ábyggilega hefur hún skilað einhverju, ég var skárri eitthvað aðeins á eftir þetta finnst mér“. Seinna í viðtalinu sagði hún líka; „Eg held að verkirnir hafi líka alveg, þeir hafi breyst. Mérfannst ég stundum sofa betur [...] en sumir verkirnir hafa skánað sko “. Aðeins einni konu af þessum átta fannst nálastungurnar ekkert gera fyrir sig, hún sagði; „...nálamar hjá mér, þœr virkuðu ekki nógu vel [...] sko ég versnaði ekkert en þœr voru ekki að gera neitt gott heldur “. Hún sagði jafnframt þegar hún var spurð um það hvort henni hafi fundist eitthvað vera jákvætt við meðferðina; „...það sem var kannski jákvœtt við þessa meðferð er að mér fannst ég hafa sofið vel nóttina eftir nálastungumar og mér fannst ég stundum vera aðeins lipr- ari í sko bakinu, en það var í rauninni ekki lengur en í sólarhring “. í frásögn kvennanna af meðferðinni kom í ljós að fimm þeirra fannst þær finna fyrir verri líðan í upphafi meðferð- ar. Þær fundu fyrir þreytu eða auknum verkjum til að byrja með, áður en þeim fannst meðferðin fara að skila árangri. Ein þeirra sagði til dæmis; ...ég var búin aðfara þrisvar sinn- um, þá ætlaði ég að hœtta, þá hafði ég aldrei verið svona, ég hafði aldrei verið svona slœm eins og ég var þá “. Þegar spurt var út í meðferðarfyr- irkomulagið og hvemig þær sæju svona meðferð fyrir sér kom í ljós að allar kon- urnar átta voru mjög jákvæðar varðandi þá hugmynd að gera nálastungumeð- ferð við grindarverkjum á meðgöngu aðgengilega fyrir konur. Ein þeirra sem hafði góða reynslu af meðferðinni sagði til dæmis; „Mér finnst að þetta cetti bara að vera í boði, bara á heilsugœslum. Þetta œtti bara að vera í boði fyrir konur, hvort sem þœr myndu kjósa það eða ekki. Mérfinnst það ekki spurning. Þú veist, ég hugsa að örugglega margar konur myndu nýta sér það efþœr hefðu kost á því”. Konumar voru allar sammála um að sjálfsagt væri að bjóða upp á nála- stungumeðferð við grindarverkjum á meðgöngu og nefndu tvær þann mögu- leika að konur gætu pantað sér tíma og þannig sóst sjálfar eftir meðferð. Þegar á heildina er litið verður árang- ur meðferðarinnar að teljast nokkuð góður þó svo að sumar hafi fundið betri árangur en aðrar og ein jafnvel ekki fundið fyrir neinum mun. Reynsla og upplifun kvenna af nálastungumeðferð við grindarverkjum á meðgöngu var mjög persónubundin. Grindarverkirnir höfðu ólíkt birtingarform hjá konunum þó að í flestum tilfellum hefðu þeir áhrif á svefn og hreyfigetu. Flestar konur fundu fyrir andlegum einkennum, pirr- ingi og þreytu vegna þess að þær gátu ekki sinnt athöfnum daglegs lífs eins og áður. Upplifun af meðferðinni var almennt góð og ekki endilega í sam- hengi við það hvort hún skilaði árangri eða ekki. Umræður Margar ástæður geta verið fyrir því að leitað sé óhefðbundinna meðferða, meðal annars þær að fólk sé ekki ánægt með þær hefðbundnu leiðir sem í boði eru. Hugmyndafræðin að baki slíkum meðferðum er einnig talin aðlaðandi í sjálfu sér þar sem hún lítur heildrænt á skjólstæðinginn (Gaffney og Smith, 2004b). Þetta hefur ef til vill átt þátt í því að hvetja konurnar í þessari rann- sókn til þess að prófa nálastungumeð- ferð við grindarvekjum á meðgöngu. Ljóst er að meðferðin dró úr verkjum sem metnir voru á VAS-verkjaskala hjá meirihluta kvennanna og er það í sam- ræmi við fyrri rannsóknir (da Silva o.fl., 2004; Elden o.fl., 2005; Kvorning o.fl- 2004; Lund o.fl., 2006; Ternov o.fl., 2001). Um marktækan mun var að ræða þar sem reiknaður var út munur á styrk verkja í fyrstu meðferð og í síðustu meðferð sem konan mætti í. Viðtölin studdu þessa niðurstöður. Þetta sýnir fram á árangur meðferðar, að minnsta kosti á meðan á henni stendur. Ekki er hægt að segja til um langtímaáhrif nálastungumeðferða út frá þessum nið- urstöðum. Þrettán konur (65%) mátu verki sína vægari í lok meðferðar miðað við í upphafi fyrstu meðferðar. Fimm konur (25%) mátu verki sína verri a 12 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.