Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 15
VERKEFN I FRÁ NÁM I í LJ ÓSM ÓÐU RFRÆÐ I
Reynsla og ilnugun Ijósmóðurnema
um sitjandi fæðingar
/þessu blaði er fjallað um sitjandafœð-
ingar á tveimur stöðum, bœði frá sjón-
arhóli Ijósmóður og hér á eftir í dag-
bókarverkefhi Ijósmóðumema þar sem
hann íhugar reynslu sína af sitjandi
fœðingum í Ijósmóðumáminu. Verkefhið
innifelur lýsingar á tveimur sitjandafœð-
ingum þar sem sitjandistaða var greind
fyrirfram í annarri þeirra en kom óvœnt
í Ijós í hinni. Ljósmóðurneminn telur
sig heppna að hafa fengið þetta náms-
tœkifæri og hafa séð tvœr sitjandafœð-
ingar enda hefur þeim fækkað mjög og
margar Ijósmœður og fæðingarlœknar
hafa takmarkaða reynslu og kunnáttu í
að taka á móti sitjanda.
Umhverfið sem Ijósmóðurnemar lœra
í hefur óneitanlega áhrif á skoðanir
þeirra og á hvaða hugmyndafrœði þeir
byggja í starfi. Eins og fram kemur í
umfjöllun blaðsins hefur ein tímarits-
grein um rannsókn þeirra Hannah og
félaga hefur haft ótrúlega mikil áhrif á
starfshætti og skoðanir um hvaða fæð-
ingarmáta eiga að velja í sitjandifœð-
ingum. Hér á eftir er nákvæmlegafjallað
um galla rannsóknaraðferðar þeirra og
hvernig aðrar rannsóknarniðurstöður
styðja að ekki eru fyrir hendi faglegar
ástœður fyrir því að allar konur með
barn í sitjandastöðu fari í keisaraskurð.
I Ijósi þess hve sitjandafœðingum
hefur fœkkað og að alltaf munu börn
fœðast óvœnt í sitjandastöðu hefur skipu-
lag kennslu og klínísk þjálfún í sitjanda
fæðingarhjálp aldrei verið mikilvœgara.
Ljósmœður dagsins í dag öðlast ekki
þekkingu og reynslu til jafns við það
sem áður gerðist. Þetta er ein afleiðing
lœknisfrœðilegrar nálgunar og fylgi-
fiskur tœknivæðingar í fæðingarhjálp
nútímans.
Öll lœrum við af reynslunni og af
okkur reyndara samstarfsfólki. Það er
staðreynd að fyrst eftir útskrift byggja
Ijósmæður fyrst ogfremst á þeirri þekk-
ingu og fœrni sem þær hafa öðlast í
María Haraldsdóttir;
Ijósmóðurnemi á 2. ári
við Háskóla Islands
náminu og að samstarf Ijósmæðra og
fæðingarlækna er afar mikilvægt til að
viðhalda og efla fœrni í sitjanda fœð-
ingarhjálp. Konurnar okkar eiga rétt
á að geta valið um að fœða böm sín
í sitjandi stöðu í stað þess að fara í
keisaraskurð og einnig að þær séu þá
í öruggum ogfærum höndum fagfólks í
fæðingarhjálp.
ÓlöfÁsta Ólafsdóttir,
lektor í Ijósmóðurfrœði
Þegar við lærðum um sitjandi fæðingu
síðastliðinn vetur og sáum myndband
þar sem kona fæddi barn í sitjandi
stöðu, var ég alveg ákveðin í að, ef ég
sjálf væri í þessari aðstöðu, myndi ég
óska eftir að fara í keisara. Það var eitt-
hvað við þetta myndband sem fékk mig
til þess að taka þessa afstöðu. En nú hef
ég skipt um skoðun.
Það var eina næturvaktina mína sem
kona kom inn í fæðingu með bam í
sitjandi stöðu. Þetta var hennar fyrsta
barn og hafði sitjandinn greinst dag-
inn áður er hún kom á fæðingargang
vegna byrjandi samdráttaverkja. Konan
sem ég ætla að kalla Lindu, ákvað strax
að reyna að fæða bamið en vildi fara
heim þar sem hún var ekki komin með
mikla verki. Linda kom svo aftur inn
um nóttina og var þá byrjuð í fæðingu.
Eg og ljósmóðirin mín vorum með aðra
konu í fæðingu en við vissum að Linda
væri komin. Ég spurði fljótlega hvort
að ég mætti vera viðstödd fæðinguna
hjá Lindu ef mín kona væri búin að
fæða. Það var ekkert mál og átti ég að
koma inn þegar að útvíkkun væri lokið.
Konan mín fæddi ljúflega og ég vissi
að Linda væri að klára útvíkkun og var
svolítið óróleg yfir að ég myndi kannski
missa af þessu námstækifæri, en eins og
allir vita, þá eru þau fá hvað varðar sitj-
andafæðingar.
Bjallan hringdi inni á stofu 3, ég mátti
koma inn. Ég kynnti mig fyrir hjónunum
en þau vom búin að gefa mér leyfi til að
vera viðstödd. Inni á stofunni vom tveir
fæðingarlæknar, einn aðstoðarlæknir, ein
ljósmóðir og ljósmóðumeminn ég. Allt
gekk eins og í sögu.
Sett hafði verið upp Syntocinon
dreypi og það aukið smá saman í remb-
ingnum. Linda var mjög dugleg, rembd-
ist með hrfðunum og slakaði á milli
hríða. Hún var ekki með neina deyfingu.
Fljótlega fór að sjást í eitthvað sem
var lítill rass. Var ekki alveg að fatta
hvernig allt snéri í fyrstu en áttaði mig
fjótlega á því - síðan fór ekkert á milli
mála þegar stelpan kúkaði og pissaði.
Fylgdist mjög vel með hvemig hand-
tök ljósmóðirin notaði á meðan að ég
aðstoðaði við að hlusta hjartsláttinn og
meta hríðamar. Var farin að hvetja kon-
una áfram í hríðunum, en ljósmóðirin
sem tók á móti bað mig um að leyfa sér
að tala til hennar. Áttaði mig strax á því
að hún hafði rétt fyrir sér. Það var spræk
stúlka sem kom í heiminn eftir rúman
klukkutíma í rembing. Hún fékk 8 í
Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 15