Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 16
apgar eftir eina rnínútu og 9 eftir 5 mín-
útur. Mjög gaman að sjá hvemig hún
lá á barnaborðinu með tásur við höfuð
- í eins konar bananastellingu. Stúlkan
var tæpar 13 merkur og sauma þurfti
nokkur spor - ekkert meira en eftir
venjulega fæðingu. Foreldrarnir voru í
skýjunum, mjög ánægðir með allt og
Linda hefði ekki geta hugsað sér að gera
þetta öðruvísi. Geri aðrir betur, að fæða
sitt fyrsta barn f sitjandi stöðu deyfing-
arlaust. Mér fannst þetta mögnuð fæð-
ing og hún breytti viðhorfum mínum til
sitjandi fæðinga.
En sögunni er ekki lokið. A síðustu
kvöldvaktinni minni á fæðingargangi
fyrir sumarfrí átti önnur skemmtileg
sitjandafæðing sér stað. Þá átti ég að
taka á móti konu sem var með farið vatn
og var að koma inn á fæðingargang.
Konan hafði fætt stúlku fyrir sex árum
síðan og var núna komin 38 vikur plús
6 daga. Vatnið hafði farið um klukkan
fjögur um daginn, tært að lit og barnið
var skorðað í síðustu skoðun. Konan var
ekki komin með neina verki þegar hún
hringdi. Klukkan fimm kom síðan konan
sem ég kalla Hildi. Hún var nýbyrjuð
að fá einhverja verki. Ég mat hríðamar
vera á 2-3ja mínútna fresti og stóðu þær
yfir í um það bil 20 sekúndur. Þegar ég
þreifa á henni kúluna þá finnst mér hún
mjög skrítin í laginu, var einhvern vegin
miklu stærri vinstra megin. Ég fann að
það var fósturhluti skorðaður í grind.
Ég setti konuna í monitor og fann strax
hjartsláttinn og var hann á „eðlilegum”
stað, fór fram og ætlaði að fá einhverja
ljósmóður til að skoða með mér kúluna
en það var engin á vaktinni þannig að
ég ákveð að skrá Hildi inn í tölvuna og
ná svo í ljósmóður þegar því væri lokið.
Þegar ég var hálfnuð við að skrifa hana
inn hringdi bjallan inni á móttöku. Þá
var klukkan korter yfir fimm eða 15
mínútur síðan að hún hafði komið inn.
Datt í hug að hjartslátturinn hefði dottið
út, en það vill stundum gerast og fólk er
þá fljótt að hringja. Kom inn og sá að
það var eitthvað ekki eins og það átti að
vera. Hildur sagðist þurfa að rembast og
ég sá og heyrði að það var kominn remb-
ingur í hana. Bað hana um að reyna að
halda aftur af sér, þar sem ég þyrfti að
skoða hana til að vita hver staðan væri
á leghálsinum, auk þess grunaði mig
að barnið væri í sitjandi stöðu. Þegar ég
skoðaði hana þá fann ég eitthvað sem
ég hafði ekki fundið áður. Áttaði mig
ekki alveg strax en svo helltist það yfir
mig - ég fann litlar tásur, tíu tásur. Ég
sagði Hildi að halda aftur að sér og mása
í gegnum hríðirnar og mamma hennar
sem var með henni hvatti hana til þess.
Sagðist þurfa að fá aðra ljósmóður til
að meta hana. Ég náði í ljósmóður sem
svo staðfesti að þarna væru tveir fætur,
komnir niður á grindarbotn.
Eftir þetta var hringt strax í vakthaf-
andi lækni og konan flutt inn á fæðing-
arstofu. Ákveðið var að hún myndi reyna
við fæðingu og voru allir í viðbragðs-
stöðu. Sett var upp nál, blóðprufur tekn-
ar í flýti og Syntocinon sett upp þar sem
hríðarnar voru enn mjög stuttar. Hildur
var sett í stoðir, deyfing, ebbuskæri og
tangir höfð tilbúin á borðinu. Ég hélt við
hjartsláttarnemann og í hendina á Hildi.
Mátti varla hreyfa mig en við minnstu
hreyfingu greip hún fastar í mig og sagði
að ég mætti ekki fara frá sér. Ég hvatti
hana áfram og fylgdist með fæðingu
barnsins. Fyrst komu fætur, svo mjaðm-
ir og kom í ljós að þama var drengur á
ferð, axlir fæddust og höfuðið fæddist
síðast. Þetta var magnað og gekk svo
vel. Drengurinn var svolítið slappur en
var fljótur að jafna sig og fékk 4 og 8
í apgar, var rúmlega 14 merkur. Hildur
og móðir hennar voru í sæluvímu og ég
sveif um á bleiku skýi - þetta var svo
flott. Maðurinn hennar kom svo stuttu
eftir að drengurinn var fæddur og var
hann ekki síður ánægður.
Fræðileg umfjöllun
Þar sem viðhorf mitt til sitjandi fæðinga
hafði breyst mikið þá ákvað ég að athuga
frekar hvað rannsóknir hafa að segja um
fæðingu barna í sitjandi stöðu um fæð-
ingarveg og skrifa dagbókarverkefni. í
stuttu máli sagt þá komst ég að þeirri
niðurstöðu að rannsóknamiðurstöður
eru misvísandi og að á meðan Hannah
o.fl. (2000) ályktuðu að keisaraskurður
væri betri kostur fyrir bamið heldur
en fæðing um fæðingarveg, þá hafa
aðrar rannsóknir stutt að ekki sé fagleg
ástæða til þess að allar konur fari í keis-
ara ef þær hafa barn í sitjandi stöðu
(Margrét Kristín Guðjónsdóttir og Þóra
Steingrímsdóttir, 2002, Uotila og fl.
2005, Goffinet o.fl., 2006).
í lok meðgöngu em 3-4% barna í
sitjandi stöðu. Mikið hefur verið deilt
um hvaða fæðingarleið skuli valin í
þessum tilfellum (Gilbert og Harmon,
2003). Alþjóðleg rannsókn Hannah o.fi.
(2000) gjörbreytti viðhorfum um allan
heim til sitjandi fæðinga um fæðing-
arveg á þann hátt að víðast hvar var
valkeisari ráðlagður í stað fæðingar.
Rannsóknaraðferð þeirra hefur verið
gagnrýnd en hún náði til 121 stofn-
ana í 26 löndum og til 2088 kvenna.
Mun lægri dánartíðni var hjá börnum
sem fæðst höfðu með valkeisaraskurði
heldur en um fæðingarveg, auk þess var
lægri tíðni á alvarlegum vandamálum
hjá nýburanum eftir fæðingu. Uotila
o.fl. (2005) gerðu rannsókn í Finnlandi
sem byggð var á aðferðum Hannah o.fl.
Þetta var afturvirk rannsókn yfir 7 ára
tímabil 1995-2002 sem samanstóð af
590 fullmeðgengnum (yfir 37 vikum)
einburum sem fæddust í sitjandi stöðu,
396 sem fóru í valkeisaraskurð með sitj-
anda og samanburðarhóp 590 kvenna
sem fæddu einbura um fæðingarveg í
höfðustöðu. Niðurstöður þeirra sýndu
fram á að apgar stig voru lægri hjá sitj-
andi fæðingarhópnum en engin annar
munur fannst. Dánartíðni var engin.
Höfundar komu með þrjár kenningar
fyrir mismunandi niðurstöðum rann-
sóknar sinnar og Hannah og félaga. 1
fyrsta lagi þótti þeim athyglisvert að
þrátt fyrir mikinn fjölda barna í sitjandi
stöðu í rannsókn þeirra var meðaltalið
fyrir hverja stofnun aðeins sex sitjandi
fæðingar á þriggja ára tímabili. Af því
má leiða að á einhverjum af þessum
fæðingarstöðum starfi fólk sem hefur
ekki reynslu af því að taka á móti sitj-
anda. Þar af leiðandi er möguleiki á að
það hafi haft áhrif á niðurstöður rann-
sóknarinnar. I öðru lagi var grindarmæl-
ing gerð í minna en 10% tilvika og ekki
var ætlast til þess að konur væru í moni-
tor á meðan á fæðingu stóð. Það er ekki
spuming að hægt hefði verið að komast
hjá fósturdauða í nokkrum tilvikum ef
fylgst hefði verið með hjartslætti fósturs
og hægt að framkvæma neyðarkeisara-
skurð. I þriðja og síðasta lagi bentu þeir
á að til að taka á móti sitjanda þurfi að
uppfylla lágmarkskröfur um þekkingu
og að líklega hafi ekki verið næg færni
til staðar þegar upp komu erfið tilfelli. Á
linnska spítalanum voru þeir sem tóku á
móti með mikla reynslu af að taka á móti
börnum í sitjandi stöðu og voru með
lágan þröskuld til inngripa, sem er einn-
ig tilfellið á íslandi og í samræmi við
niðurstöður íslenskrar afturvirkrar rann-
sóknar (Margrét Kristín Guðjónsdóttir
og Þóra Steingrímsdóttir, 2002) þar sem
sitjandi fæðingar á LSH á 5 ára tímabili,
1996-2000 voru skoðaðar. Þá voru 486
einburafæðingar skráðar í sitjandi stöðu
eða 3,3% af öllum fæðingum á því
tímabili. Af þessum fæðingum voru 353
börn í rannsókninni, 40 fæddust um
fæðingarveg en 207 með valkeisara-
skurði og 106 með bráðakeisaraskurði.
Börnin sem fæddust um fæðingarveg
16 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006