Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 26

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 26
vera erfitt að taka ákvörðun um að flytja konur, sem að kannski eru frá af verkj- um, blæðandi og senda þær í langt og strangt ferðalag. Það er heldur ekki eins og að allar konur vilji fara, enda geta þær ekki endilega búist við góðri þjónustu þegar á spítalann er komið. í Monkey Bay er ein ljósmóðir á næturvakt á öllum spítalanum ásamt skúringarkonu. Þær sinna öllum deildum spítalans og líka kólemsjúklingum ef þeir eru til staðar. Vaktin er mjög löng eða frá klukkan 17 - 07:30 og yfirseta eða þægilegheit tíðkast ekki. Konurnar liggja á fæðingastofu (í henni em tveir bekkir) baðaðar ljósi. Þær mega ekki hafa ættingja hjá sér og em því gjaman aleinar, þær verða svo bara að kalla þegar að bamið er að fæð- ast og em heppnar ef ljósmóðirin hefur tíma eða nennir að sinna þeim. Þegar ég var þama var engin skurðstofa og ekki aðstaða til þess að leggja sogklukku eða tangir og því þarf oft að senda konur á héraðsspítalann í Mangochi. Þangað eru þær sendar á eina sjúkrabíl spítalans án fylgdar heilbrigðisstarfsmanns. Að fá tækifæri til þess að kynnast lífi og störfum yfirsetukvenna var alveg ómetanleg reynsla, ég fékk betri skilning á þeim erfiðu aðstæðum sem að konur á afskekktum svæðum í Malaví búa við, bæði fæðandi konur og ekki síður yfir- setukonurnar. Þetta eru konur sem að oft veljast til starfsins vegna þess að þær búa yfir ákveðnum eiginleikum eða hafa lært listina af mæðrum sínum eða öðrum ættingjum. Þær njóta virðingar og trausts í samfélaginu og þurfa að koma til móts við þorpsbúana og heil- brigðiskerfið um að fá heilbrigða konu Fjölskyldan saman komin. og bam út úr fæðingunum og verða að leggja mat sitt á það hvaða konur þær eiga að senda frá sér og hvenær. Kröfur kvennanna fara oft ekki saman við kröfur heilbrigðiskerfisins - öryggi er skilgreint á ólíkan hátt á milli aðila. Það var athyglisvert að setja sig í spor kvennanna í Malaví varðandi öryggi í fæðingu og bera þær saman við aðstæð- ur okkar hér heima. Barnshafandi konur á svæðinu virtust oft meta yfirsetuna og það að fá að fæða hjá konum sem að þær þekkja og treysta umvafðar sínum nánustu, ofar því að fæða á spítala. Þó margt sé ólrkt er gildi yfirsetunnar í fæðingu það sama. Fanesa að opna fceðingaráhöldin. 26 Ljósmæörablaðið nóvember 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.