Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 31

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 31
ir sem hugsanlega hafa áhrif á tíðni nýburagulu séu skoðaðir í samhengi, þeir einangraðir frá áhrifum hvers ann- ars og þannig reynt að varpa skýrari mynd á orsakasamhengið svo bregðast megi við á réttum grundvelli. Hérlendis var nýlega gerð rann- sókn á áhættuþáttum alvarlegrar gulu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem unnið var úr upplýsingum úr sjúkraskrám og mæðraskrám nýbura sem mældust með bilirúbín meira en eða jafnt og 350 micromole/l á árun- uin 1996-2002. í ljós kom að með- göngulengd barnanna með alvarlega gulu var marktækt styttri en viðmið- unarhópsins og marktækt fleiri börn sem fengu alvarlega gulu fóru heim innan þriggja sólarhringa frá fæðingu (Gígja Guðbrandsdóttir, 2003). Ekki kom fram hvort að bömin höfðu fengið heimaþjónustu Ijósmæðra en ef bam útskrifast eftir 36 tíma á fjölskyldan ekki möguleika á heimaþjónustu ljós- mæðra. Þessar niðurstöður gefa sann- arlega tilefni til frekari skoðunar en ekki er samt raunhæft að draga ályktun út frá þeim varðandi gæði og árangur heimaþjónustunnar hvað eftirlit varðar. í ljósi þessa niðurstaðna er hins vegar sérstaklega mikilvægt að tryggja örugga og markvissa eftirfylgni barnanna eftir að heim er komið og mikilvægt að skoða árangur heimaþjónustunnar sér- staklega með tilliti til endurinnlagna nýburanna. Brjóstagjöf- mikilvægi einstakl- ingshæfðar heimaþjónustu og samræmdrar fræðslu og stuðn- ings Hvað varðar bijóstagjöf er fyrsta vikan óneitanlega viðkvæmur tími og mikil- vægt að hver móðir fái þann stuðning og þá ráðgjöf sem hún þarf á að halda til þess að bijóstagjöfin fari vel af stað og að nýburinn fái þá næringu sem honum er nauðsynleg, m.a. til að fyrirbyggja gulu. Við ráðgjöf um brjóstagjöf ættu ljós- mæður í heimaþjónustu sem og aðrir heilbrigðisstarfsmenn að tileinka sér nýjustu þekkingu hverju sinni, nýta sér gagnreynd vinnubrögð og stuðla að markvissri en einstaklingshæfðri þjón- ustu. Þó nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að snemmútskriftir hafi ekki neikvæð áhrif á brjóstagjöf (Gagnon, Edgar og Kramer, 1997; Berthold og Holdlund, 1998; Winterbum og Fraser, 2000). Það er einnig athyglisvert að þegar skoðuð eru tengsl við árangur og tímalengd brjóstagjafa virðist vera sem markviss og samfelld eftirfylgni ljósmóður eða hjúkrunarfræðings eftir útskrift skipti meira máli en lengd sjúkrahúsdvalar eftir fæðingu (Renfrew, 1993; Winterburn og Fraser, 2000). Það hefur sýnt sig að vel skipulögð þjón- usta og ráðgjöf um brjóstagjöf skilar verulegum árangri hvað varðar áhrif á tíðni og tímalengd brjóstagjafa almennt (Valdés, Pugin, Schooley, Catalán og Aravena, 2000). Þjónustan þarf að bjóða upp á einstaklingsmiðaða og markvissa fræðslu og stuðning þar sem komið er í veg fyrir misvísandi upplýsingar (Porteous, Kaufman og Rush, 2000). Æskilegast er að byrjað sé strax á meðgöngutímanum að undirbúa mæður fyrir brjóstagjöf (Biancuzzo, 1999; Dennis, 1999). Þá getur m.a. verið hjálplegt að skoða viðhorf þeirra til brjóstagjafar, hugsanlega fyrri reynslu, leiðrétta misskilning og ranghugmyndir ef til staðar eru um brjóstagjöf og áhrif hennar á móður og barn. Enn fremur er æskilegt að fræða mæðurnar um kosti brjóstagjafa og styrkja þær í trú sinni á því að þær geti haft börn sín á brjósti. Þegar líður á meðgönguna og áhugi for- eldranna á barninu kemur meira upp á yfirborðið er viðeigandi að hjálpa þeim til þess að þróa með sér raunsæjar vænt- ingar um hegðun og þarfir nýbura og ungabama m.a. í tengslum við brjósta- gjöf (Biancuzzo, 1999). Þá er einnig gott að ræða möguleika á mismunandi valkostum í þjónustu eftir fæðingu svo sem snemmútskrift, heimaþjónustu og mikilvægi aðstoðar og stuðnings heima fyrir fyrst eftir heimkomuna. Strax eftir fæðingu barnsins tekur við mikilvægur tími stuðnings og fræðslu til mæðra og nánustu stuðningsaðila þeirra til þess að stuðla að árangurs- ríkri brjóstagjöf og byggja upp sjálfs- öryggi við brjóstagjöfina. Ljósmæður með góða þekkingu á brjóstagjöf ættu að vera til staðar til að fylgjast vel með fyrstu brjóstagjöfinni, leiðbeina mæðr- um vel strax í upphafi þannig að hugs- anlegir erfiðleikar hafi ekki neikvæð áhrif á sjálfsöryggi mæðra við brjósta- gjöfina (Dennis, 1999). Stachowicz (2001) mælir með að mat sé ávallt lagt á færni mæðra við brjóstagjöf og gang brjóstagjafar áður en þær útskrifist, sér- staklega ef um snemmútskriftir er að ræða. Gert er ráð fyrir eftirfarandi föst- um fyrirmælum varðandi stuðning og eftirlit fyrir heimferð af sjúkrastofnun: • að fylgst hafi verið með a.m.k. tveimur brjóstagjöfum • að barnið nái að drekka a.m.k. í 10- 20 mín á brjósti í hverri gjöf • að greinileg einkenni séu um að barn- ið kyngi í a.m.k. þriðja til fimmta hverju sogi • að barnið væti bleiur (1-2 á fyrsta degi, 2-3 á öðrum degi og 3-4 á þriðja degi) • þyngdartap sé minna en 9% af fæð- ingarþyngd • barn sé metið heilbrigt (Stachowicz, 2001). Þegar áhrifaþættir á tímalengd brjóstagjafar voru skoðaðir (Hildur Sigurðardóttir, 2004) kom m.a. fram að sterk jákvæð fylgni var á milli þátta eins og sjálfsöryggis mæðra og tímalengdar þeirrar sem mæður hafa börn sín á brjósti (P<0,01), auk þess sem jákvætt viðhorf mæðra til brjóstagjafar virtist einnig hafa mikið að segja (P<0,01). Þættir sem höfðu neikvæða fylgni við tímalengd brjóstagjafa voru þættir eins og erfiðleikar við brjóstagjöf/vanda- mál (P<0,05), ónóg mjólkurmyndun (P<0,05) og ábót við brjóstamjólk/ aldur barns þegar byrjað að gefa því aðra fæðu/næringu með brjóstamjólk (P<0,05). Þessar niðurstöður samræm- ast vel fyrri rannsóknum og renna stoð undir mikilvægi þess að vel sé haldið utan um stuðning og fræðslu til mæðra varðandi brjóstagjöf bæði á meðgöngu og strax eftir fæðingu (Dennis, 1999, Biancuzzo, 1999). I samanburði við fyrri íslenskar rann- sóknir og í ljósi þess að rannsókn mín kom til framkvæmda eftir að manneld- isráð og miðstöð heilsuverndar barna gaf út nýjan bækling um næringu ung- barna var athyglisvert að sjá að nið- urstöður varðandi tíðnitölur um að börn væru eingöngu höfð á brjósti hliðruðust til í samræmi við breyttar leiðbein- ingar. í nýja bæklingnum er mælt með að barnið sé eingöngu haft á brjósti í 6 mánuði eins og tilmæli Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar gera ráð fyrir, en áður hafði verið miðað við 4-6 mán- uði. í rannsókn Ingu Þórsdóttur, Hildar Atladóttur og Gests Pálssonar (2000) voru 46% barna eingöngu með börn sín á brjósti við 4 mánaða aldur en í rannsókn minni (Hildur Sigurðardóttir, 2004) hliðraðist þetta hlutfall til í sam- ræmi við breyttar leiðbeiningar eða til 6 mánaða aldurs barna. Af þessu má sjá hve áhrifamikið það er að lögð sé áhersla á skriflegar leiðbeiningar eða vel unna fræðslubæklinga mæðrum/ fjölskyldum til stuðnings sem um leið Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 3 1

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.