Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 37
ODDRÚN, FÉLAG NEMA í LJ Ó S M ÓÐ U RF RÆÐ I
Við eigum okkur draum...
Ljósmœðranemar á 1. ári. Fyrir aftan: Gréta Hrund Grétarsdóttir, Hildur Brynja Sigurðar-
dóttir, Áslaug Birna Jónsdóttir, Birna Málmfríður Guðmundsdóttir, Guðrún Svava Pálsdóttir,
Árdís Kjartansdóttir.
Fyrir framan: Embla Ýr Guðmundsdóttir, María Jónsdóttir.
... sem okkur langar að deila með þér,
lesandi góður. Oddrún, félag nema í
ljósmóðurfræði við Háskóla Islands,
hefur fengið sinn fasta sess í haustblaði
Ljósmæðrablaðsins og er það vel.
„Glöggt er gests augað” og í ár vill
Oddrún taka alvarlega hlutverk sitt sem
gesturinn í málshættinum góða. Við ljós-
móðurnemar erum drýgstan hluta verk-
námsins gestir á Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi en fáum einnig að kynnast
störfum í heilsugæslu og við heilbrigð-
isstofnanir á landsbyggðinni. Að feng-
inni þessari reynslu langar okkur að
setja niður á blað þau atriði sem við telj-
um að megi færa til betri vegar í þjón-
ustu við fjölskyldur í barneignarferli,
hvort sem er í smáu eða stóru.
Skjólstæðingar okkar hafa ákveðinna
hagsmuna að gæta í stuttan tíma í senn.
Á sama tíma þurfa þeir að forgangsraða
kröftum sínum í þágu hinnar vaxandi
fjölskyldu. Því er erfiðleikum bundið
fyrir þessa einstaklinga að vera sterkur
þrýstihópur sem gæti veitt þjónustuað-
ilum aðhald í starfí. Segja má að ljós-
mæðrum sé skylt að vera helsti máls-
svari fjölskyldna í bameignaferli. Þær
gegna því lykilhlutverki að standa vörð
um og berjast fyrir bættri aðstöðu fyrir
þennan hóp. Ljósmæður eru jafnframt
þeir aðilar sem veita þjónustuna og ber
því rfk skylda til að vera gagnrýnar á
eigin störf.
Það er von ljósmóðurnema að með
því að viðra hugmyndir okkar um þessi
málefni áopinberum vettvangi séu minni
líkur á að þær falli í gleymsku í hugum
okkar þegar hugsjónabál námsáranna
brennur út og við verðum samdauna
1. ár, Akureyri (fjarnemar):
Leanne Carol Leggett og Rakel Káradóttir.
starfsumhverfmu. Stjómmálaflokkar
eiga sumir hverjir til að birta gamlar
stefnuskrár fyrir komandi kosningar.
Við sem nú stundum nám í ljósmóð-
urfræðum getum að sama skapi litið til
baka eftir nokkur ár í starfi, séð hvað
þegar hefur áunnist og jafnframt hverju
við eigum enn eftir að koma í fram-
kvæmd.
Við viljum sjá...
Meðganga
Hlúa þarf vel að konum sem af ein-
hverjum ástæðum þurfa að leggjast inn
á sjúkrahús á meðgöngutímanum. Að
okkar mati er aðstaðan á meðgöngudeild
LSH ásættanleg ef frá er talinn skortur á
einbýlum með salemisaðstöðu.
Því ber að fagna að nýlega komst í
gagnið aðgangur að nettengingu á hverri
stofu. Næsta skref sem við myndum
vilja sjá í þeirri þróun er að hverju rúmi
fylgi sér nettenging. í nútíma þjóðfélagi
er það aðbúnaður sem öllum sem dvelja
á sjúkrahúsi ætti að standa til boða.
A meðgöngudeildinni sjáum við
helst þörf fyrir endurbætur á skoðunar-
herbergi. Sauma þarf ný tjöld og fá góða
skoðunarbekki. Ánægjulegt væri að sjá
eflingu göngudeildar (dagannar) við
meðgöngudeild með aukinni mönnun
og bættri aðstöðu.
Við lítum á meðgöngu sem heild og
þykir eðlilegt að konum á fyrsta þriðj-
ungi meðgöngu sé sinnt af ljósmæðrum
meðgöngudeildar frekar en hjúkmnar-
fræðingum kvenlækningadeildar þegar
upp koma meðgöngutengd vandamál.
Meðganga er náttúmlegt ferli en ekki
kvensjúkdómur, þó ekki endi allar með-
göngur með fæðingu fullburða barns. í
því samhengi þykir okkur einnig sjálf-
sagt að ljósmóðir sé fyrsti heilbrigð-
isstarfsmaður sem kona leitar til vegna
þungunar.
L[osnnæðrablaðið nóvember 2006 37