Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 39

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 39
AF VETTVAN GI FÉLAGSMÁLA Hugmyndaregn Ijosmæðra í ol<tóber 2006 í október stóð Ljósmæðrafélagið fyrir tveimur svo kölluðum „brainstorming“ fundum meðal ljósmæðra, á Akureyri og í Reykjavík. Fundunum var ætlað að gefa öllum ljósmæðrum kost á að hafa bein áhrif á áherslur í starfi félags- ins og færa þannig félagið nær hinum einstaka félagsmanni. Hér verður gerð stutt grein fyrir báðum fundunum og Akureyrarferð stjórnar LMFÍ. Akureyrarferð stjórnar Öll stjóm Ljósmæðrafélagsins lagði land undir fót til að sækja Norð- urlandsljósmæður heim og funda með þeim og er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Það er ekkert launungarmál að ekki hafa margir fundir verið haldn- ir af hálfu stjórnar LMFÍ á Akureyri og langsótt fyrir ljósmæður þaðan að sækja fundi félagsins. En fyrir vikið er Norðurlandsdeild LMFÍ virkasta lands- hlutadeild félagsins. Akureyrarferðin var í alla staði mjög vel heppnuð og móttökur hlýjar. Við lögðum af stað úr Reykjavík á hádegi á mánudegi, í sléttfullum 7 manna bíl Unnar og komum síðdegis til Akureyrar. Fyrir fundinn borðuðum við á La Vita Bella með Sigfríði Ingu Karlsdóttur, lektor við HA og Lilju Guðnadóttur, for- manni Norðurlandsdeildar LMFÍ. Eftir vel sóttan og uppbyggilegan fund undir stjóm Sigfríðar Ingu, gistum við í húsi Starfsmannafélags LSH. Morguninn eftir skoðuðum við Fæðingardeild FSA og Háskólann á Akureyri, fengum okkur síðan göngutúr í Kjarnaskógi sem skart- aði sínum fegurstu haustlitum í logn- inu. Eftir heimsókn í Jólahúsið með viðkomu við Óskabrunn hinna ófæddu bama, fengum við okkur hressingu á kaffihúsinu Bláu könnunni, áður en við lögðum af stað suður aftur. Þessum rúmlega 30 tíma stjómarfundi lauk svo ekki fyrr en seint á þriðjudagskvöldi við heimkomu til Reykjavíkur og hafði þá stjómin kmfið öll mál sem vert var að kryfja og tekið skal fram að henni var ekkert mannlegt óviðkomandi. Fundirnir Lögð var áhersla á að fá ljósmæður af öllu landinu á fundina og komu full- trúar frá Vestfjörðum og Austfjörðum á Reykjavíkurfundinn. Fundimir voru í formi SVÓT greiningar (sem stendur fyrir: styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri) þar sem fund- argestir ræddu styrkleika og veikleika Ljósmæðrafélagsins, hvað stæði því mögulega fyrir þrifum og hvaða tæki- færi það hefði. Upp úr þessari greiningu Stjóm LMFÍ í Kjamaskógi: Guðrún Guðmundsdóttir, Kristbjörg Magnúsdóttir, Unnur B. Friðriksdóttir, Steinunn Blöndal, Helga Harðardóttir, Sigrún Kristjánsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir. spannst svo mikil umræða um félagið. Það er skemmst frá því að segja að félagsmönnum þykir afskaplega vænt um Ljósmæðrafélagið sem að mörgu leyti virkar eins og grasrótarsamtök, þar sem margir vinna sjálfboðavinnu af ein- lægri hugsjón fyrir málstað stéttarinnar og skjólstæðinga hennar, barnshafandi fjölskyldna. Smæð félagsins getur bæði talist sem styrkur og veikleiki, t.d. líkar ljósmæðmm vel hversu boðleiðir eru stuttar innan félagsins þó svo félagið hafi ekki marga starfsmenn á launaskrá. Var það einnig mál fundarmanna að BHM væri traustur barhjarl fyrir lítið félag og aldrei sýnilegri en nú þegar Ljósmæðrafélagið er komið undir sama þak og BHM. Fundarmenn voru sammála um að Ljósmæðrafélagið væri stækkandi félag og við það væm bundnar miklar vænt- ingar. Það er ljóst að næg verkefni liggja fyrir til að styrkja félagið í að styrkja ljósmæður. Áhersla var lögð á að styrkja fræðimennsku innan félagsins, fræða hver aðra og konur almennt og hafa ljósmæður þar greiðan aðgang með vef- svæði sínu www.ljosmodir.is sem flestar barnshafandi konur skoða. Miklar vonir eru bundnar við innra net vefsvæðisins sem enn er í smíðum. Það gæti m.a. hjálpað til við að setja á fót áhugahópa meðal ljósmæðra um hin ýmsu sérsvið ljósmóðurstarfsins sem sækja má þekk- ingu til. Slíkir hópar gætu líka stuðlað að því að gera ljósmæður sýnilegri í fjölmiðlum, t.d. með greinaskrifum um einstök málefni. Skortur á aðgangi að fjarfundabúnaði hefur komið í veg fyrir að hægt væri að sinna landsbyggðarljós- mæðrum að sama gagni og Ijósmæðrum á Suðvesturhorni landsins og var það skýr niðurstaða Akureyrarfundarins. Þar gæti innra net vefsvæðisins bætt eitt- hvað úr og minnkað fjarlægðir á milli ljósmæðra sem margar hverjar eru ein- yrkjar á sínum vinnustað og þætti feng- ur að því að geta sótt faglegan styrk til starfsystra sinna víðsvegar um landið. Rætt var um núning innan stéttarinnar og könnuðust flestar við núning af ein- hverju tagi; milli vinnustaða, ntilli deilda á sama vinnustað, milli fag- og kjara- félaga félagsins eða milli „landsbyggð- ar-” og „borgarljósmæðra.” Fundarmenn voru sammála um að slíkur núningur minnkaði samstöðu ljósmæðra og trú- verðugleika út á við og mikill áhugi var fyrir að minnka þennan núning. Sem leið til þess var helst nefnt að auka skilning milli þessara hópa. Það mætti t.d. gera með skipulögðum heimsóknum milli vinnustaða/deilda, þar sem á annað borð væri ekki hægt að koma við „rotation” á Ljósmæðrablaðið ndvember 2006 39

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.