Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 4
Ritstjórapisti Undanfamir mánuðir hafa verið átakamiklir og mörgum mjög erfíðir. Ljósmæðrafélag Islands stóð í einni öflugustu kjarabaráttu sem félagið hefur staðið í. Framganga forystu félagsins var ljósmæðrum til sóma og stóðu þær sig framúrskarandi vel á erfíðum og átakamiklum tíma. Verkfoll ljósmæðra reyndu mjög á allar þær ljósmæður sem í þeim stóðu sem og nánustu aðstand- endur þeirra. Ekki má gleyma að minnast á skjólstæðinga okkar. Stuðningur þeirra og samstaða almennings var ómetanlegur og má með sanni segja að ímynd ljós- mæðrastéttarinnar hafi styrkt sig í sessi og hafa ljósmæður skapað sér sterkari stöðu sem vel menntuð og mikilvæg stétt. Það má með sanni segja að lukkudísirnar hafi vakað yfír okkur því nokkrum dögum eftir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt og endir bundinn á erfiða en árangursríka kjarabaráttu, hrundi efnahagslíf landsins og sér ekki enn fyrir endann á þeim ósköpum. Ljóst er að ef ljósmæður hefðu verið tveimur vikum síðar á ferðinni með sín mál er líklegt að annar bragur hefði orðið á samningunum þ.a. ljósmæður hefðu setið eftir með sárt ennið og ekki fengið fram þennan mikilvæga áfanga í launaleiðréttingu sem þó vannst. Þó svo að fullur sigur hafí ekki unnist, náði samninganefnd félagsins mjög góðum árangri og tel ég mig geta fullyrt að ljósmæður séu sáttar og ánægðar með árangurinn. í blaðinu má finna umljöllun um kjarabaráttuna og um þær uppákomur sem sjálfskipuð uppákomunefnd stóð fyrir. Töluvert hefur verið rætt um nýjar aðferðir sem notaðar eru til að framköll- unar fæðingar á LSH. Telja margar Ijós- mæður að ástæður þeirra breytinga hafi ekki verið nógu vel kynntar fyrir þeim. Á síðum blaðsins eru fjallað um þessar nýju Bergrún Svava Jónsdóttir Ijósmóðir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins aðferðir frá mismunandi sjónarhomum. Berglind Steffensen, læknir, fjallar um fræðin og rökin sem liggja að baki þessum breytingum. Hrafnhildur Ólafsdóttir, Ijós- móðir, segir okkur frá reynslu ljósmæðra og svo að lokum birtum við nemaverkefni þar sem Hrafnhildur Halldórsdóttir, nemi á öðm ári í ljósmóðurfræði, fjallar um upplifun sína og fæðandi konu af þess- ari gangsetningaraðferð. Eitt af því sem margar konur kvíða á meðgöngunni er að ganga langt fram yfir áætlaðan fæðing- ardag og verða gangsettar. Það kemur fram í grein sem Sigfríður Inga Karls- dóttir, ljósmóðir, vann ásamt nemum í hjúkunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þar er skoðað hvað það er sem veldur konum áhyggjum og kvíða á meðgöngu. Mikilvægt er að ljósmæður í mæðravemd séu vakandi fyrir þessum þáttum til þess að möguleiki skapist til að vinna með þær áhyggjur sem konan finnur fyrir. Ljósmæðumar sem vinna hjá Inu May Gaskin treysta náttúmnni vel fyrir því verkefni sem barnsfæðing er og hafa ekki miklar áhyggjur af öðm. I grein sem Árdís Kjartansdóttir skrifar fjallar hún um heimsókn sína á The Farm, sem var liður í verknámi hennar í ljósmóður- fræði. Það er okkur öllum hollt að líta út fyrir okkar fasta ramma og sjá að hlut- imir eru ekki alls staðar gerðir á sama hátt og að sjálfsögðu getum við lært mikið af starfsháttum annarra. Það var án efa það sem vakti fyrir Birgittu Níels- dóttur sem ákvað að læra ljósmóðurffæði í Svíþjóð. Svíar em grannar okkar og frændur en námið þar er með öðrum hætti og hafa ljósmæður víðara starfsvið þar en hér á Fróni, þær koma t.a.m. meira að getnaðarvamafræðslu og hafa leyfi til að skrifa lyfseðla íyrir getnaðarvömum, setja upp lykkjur og fleira þessu tengt. Til þess að læra af öðmm er mikil- vægt að hafa gott samband við aðrar ljósmæður og em Norðurlandasamtök ljósmæðra NJF einn liður í því að skapa góð samskipti við frænkur okkar á hinum Norðurlöndunum. Við, íslenskar ljósmæður, getum verið stoltar af því að formaður þeirra samtaka er Hildur Kristjánsdóttir og birtum við sem hugleiðingar Ijósmóður ræðu sem Hildur hélt i tilefni 100 ára afmælis norska ljós- mæðrafélagsins - falleg hugleiðing um lausnarsteina. Nú líður að lokum þessa árs, sem hefur verið viðburðarríkt fyrir félagið okkar en gaman er þá að minna á að næsta ár er 90 ára afmælisár Ljósmæðrafélags íslands. Verða þeim tímamótum gerð góð skil í næsta tölublaði Ljósmæðrablaðsins og mun félagið halda upp á afmælið með veglegum hætti. Fyrir hönd ritnefndar sendi ég ljós- mæðrum öllum og fjölskyldum þeirra óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. Heilbrigöisstofnun Suðurtands icepharma Bætt líðan • Betra líf 4 L|ósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.