Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 28
Alþjóðaráðstefna Ijósmæðra í Glasgow 2008 Eins og fram kom í síðasta Ljós- mæðrablaði þá var alþjóðaráðstefna ICM (Intemational Confederation of Midwives) haldin í Glasgow í Skotlandi dagana 1.-5. júní síðastliðinn. Yfír- skrift ráðstefnunnar var Midwifery: A Worldwide Commitment to Women and the Newbom. Um 70 íslenskar ljós- mæður fóru á ráðstefnuna. I þessari grein verður farið yfír nokkur atriði sem komu fram en eins og gefiir að skilja er ekki hægt að fara yfír nema lítið brot þar sem erindin voru svo mörg. Það var mikið af spennandi fyrirlestrum, málstofum og vinnusmiðjum en salimir voru oft svo litlir að margir urðu ffá að hverfa því Skotamir vom alveg harðir á því að hleypa ekki fleirum inn í salina en þeir voru gerðir fyrir. Þátttak- endur á ráðstefnunni vom um 3500 og voru erindi t.d. um eðlilegar fæðingar, útkomu spangar, vatnsfæðingar og fleira haldið í 100 manna sölum. Að því leyti hefði skipulagði mátt vera betra. Mörg erindi voru um brjóstagjöf og þar sáum við Islendingar hvað við stöndum framarlega í þeim málum. Helstu baráttumál annarra þjóða eru lengd brjóstagjafa, stuðningur við brjóstagjöf og heimaþjónusta ljós- Eftirminnilegt galakvöld að hœtti Skota! Fylgst með fréttum eftir jarðskjálftana á Suðurlandi. mæðra. Ótrúlegt var að heyra að í mörgum vestrænum löndum er tíðni brjóstagjafar mjög lág, oft lítil ífæðsla á meðgöngu og lítill stuðningur við brjóstagjöf frá heilbrigðisstarfsfólki og frá maka. Ein ljósmóðir frá Bretlandi sagðist vera búin að vinna á sæng- urkvennadeild í 15 ár og mönnunin þar hefúr ekkert breyst allan þann tíma en keisaratíðni hefur aukist um helming. Hún sagði að starfsfólkið kæmist ekki yfir að sinna nema því allra nauðsynleg- asta og stuðningur til kvenna sem eru að hefja brjóstagjöfoft mæta afgangi. Sagt var frá að víða væri verið að byggja upp heimaþjónustu ljósmæðra og væri farið 3-4 sinnum til foreldra en álit fyrirles- ara var að skiptin þyrftu að vera fleiri en fjármagn hefur ekki fengist til þess. Eftirminnilegt var eitt erindi um hnakkaþykktarmælingu á meðgöngu þar sem fjallað var um siðferðilegar vangaveltur á þeirri rannsókn. Fiona Alderdice sem flutti þetta erindi spurði hvar rödd ljósmæðra hefði verið þegar ákvörðunin var tekin um að leita að þessum einstaklingum. Sagði hún að ljósmæður ættu erfítt með að skýra þessa rannsókn fyrir sínum skjólstæð- ingum. Kom hún með eina dæmisögu: Á fæðingardeild í Austurríki fæddust tvö böm á sömu vaktinni, annað var drengur sem grét hraustlega og foreldr- amir vom ánægðir með heilbrigðan dreng. Á hinni stofunni fæddist stúlka sem grét ekki mikið og vaknaði strax gmnur um að hún væri með Down s heilkenni. Það var síðan staðfest og foreldramir voru sormæddir yfír þeim tíðindum. Þrjátíu árum seinna hafði móðir stúlkunnar fengið heilablóðfall og 28 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.