Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 34
r ■—.................................................................................................. Samantekt á útkomu fæðinga árið 2007 % •Fæðing er eðlilegt og náttúrulegt ferli og mikilvægt að trufla það sem minnst. •í Hreiðrinu eru tvær sérútbúnar fæðingarstofur og sex fjölskylduherbergi. •Ljósmæður í Hreiðrinu sinna konum og fjölskyldum þeirra í eðlilegri fæðingu og fyrsta sólarhringinn eftir fæðingu. •Lögð er áhersla á heimilislegt andrúmsloft og hlýlegt umhverfi, en það er talið draga úr þörf á verkjalyfjum. •Ljósmæður deildarinnar vinna eftir ákveðinni hugmyndafræði og reyna þannig að koma í veg fyrir að foreldrar fái misvísandi skilaboð. •Lögð er áhersla á að upplýsa foreldra vel um framgang fæðingarinnar svo þeir séu betur undir það búnir að taka þátt í ákvörðunum varðandi fæðinguna. •Líkama konunnar er treyst og hún hefur frjálsræði til að hreyfa sig um og velja sér fæðingarstellingar sem henta henni. •Ef upp koma aðstæður í fæðingunni sem kreljast sérhæfðara eftirlits flyst konan yfir á Fæðingargang. Útkoma spangar árið 2007 ■ 27,2% □ 19,2% 142,5% □ Heil spöng ■ Rifa ( slímhúö (1. stigs) □ Rifa í vöövalag (2. stigs) □ Rifa í hringvööva (3. stigs) □ Rifa í hringvööva og slímhúö endaþarms (4. stigs) ■ Spangarklipping Helga Sigurðardóttir og Greta Matthíasdóttir, Ijósmæður Verkjameðferð sem konur nýttu sér □ Engin verkjameðferð ■ Bað □ Bakstrar □ Glaðloft □ Nálastungur ■ Nudd ■ Parkódin □ Petldín □ Phenergan □ Sturta 0 TNS tæki □ Vatnsbólur •Árið 2007 var Ijórðungur (25%) allra fæðinga á Landspítalanum í Hreiðrinu. Konur sem byrjuðu þar í fæðingu voru 936 talsins og af þeim fæddu 782 konur í Hreiðrinu eða 83.5%. •Langflestar fæðingar voru eðlilegar eða 751 (96%). Þar af voru 97 (12.4%) í vatni. •Ljúka þurfti fæðingu með hjálp sogklukku eða tangar hjá 4% kvenna. •Frumbyrjur voru 422 (47.6%) og fjölbyrjur 465 (52.4%) og hlutfallið því nokkuð jafnt. •Flytja þurfti 154 (16.5%) konur á Fæðingargang, en flestar þeirra (70.8%) fluttust til að fá mænurótardeyfingu. Aðrar algengar ástæður fyrir flutningi voru meðal annars yfirvofandi streita hjá barni og þörf fyrir örvun fæðingar. •Kynjahlutfall barna sem fæddust í Hreiðrinu skiptist nokkuð jafnt, eða 400 stúlkur (51.2%) á móti 382 drengjum (48.8%). •Þörfin fyrir sérhæfða deild með áherslu á eðlilegar fæðingar endurspeglast í þeim Ijölda kvenna sem byrjuðu í fæðingu í Hreiðrinu og fæddu þar. •Það samræmist áherslum deildarinnar á náttúrulegar fæðingar að langflestar konur kjósi að nota vatnsbað, nálastungur og nudd sem verkjameðferð í fæðingu. Nokkuð hátt hlutfall kvenna nýtir sér þó einnig glaðloft. •Áframhaldandi markmið Hreiðursins er að standa vörð um eðlilegar fæðingar og treysta hraustum konum til að fæða börn sín eins og móðir náttúra ætlaði þeim. Ljósmyndir: Inger Helene Bóasson, LSH/BUSV Fæðingarstellingar árið 2007 16% 5% 25% 25% 29% □ Baklega ■ Hálfsitjandi □ Hliðarlega □ Hnjástaða □ Standandi ii. Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.