Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 13
Reynsla af Cytotec- gangsetningum á 23-A i maí á þessu ári voru gerðar breytingar á aðferðum til að gangsetja fæðingar á fæðingardeild Landspítala (LSH). Margar ljósmæður sem ekki vinna á LSH hafa spurt mig um þessa aðferð og fannst okkur í ritnefndinni tilvalið að kynna þessa nýju aðferð héma í Ljós- mæðrablaðinu. í blaðinu er dagbók frá ljósmæðranema um þetta efni, einnig skrifar Berglind Steffensen læknir um þessa breytingu. Til margra ára hefur verið notað Prostin 3 mg gefíð PV á 6 klst fresti en eftir breytingamar er nú eingöngu notað T. Cytotec (Misoprostol). Ekki var einhugur meðal ljósmæðra í vor þegar þessi aðferð var tekin upp, mörgum fannst þetta vera keyrt í gegn með miklum flýti meðan að erfíðar gengur að ná samkomulagi um aðrar verklags- reglur, s.s. um komurit sem hafa verið í vinnslu í 2 ár en ekki er enn búið að samþykkja. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að kona í eðlilegri meðgöngu er í skoðun á sinni heilsugæslustöð. Þegar komið er að 41. viku meðgöngu er konunni boðið að gerð sé innri skoðun (á heilsugælustöðvum), metin legháls- hæfni og reynt að losa um belgi. Þann sama dag pantar ljómóðirin gangsetn- ■ngu með tölvupósti á LSH. Gangsetn- ■ngastjóri hefúr svo samband við konu til að gefa henni tíma. Frumbyijur koma inn til gangsetningar að kvöldi til en ijölbyrjur að morgni. Gefín er T. Cytotec 50 microgr. (hálf 100 microgr. tafla) undir tungu (s.l.). Ekki þarf að gera innri þreyfíngu ef konan hefur ekki haft neina samdrætti frá belgjalosunni. Hrafnhildur Ólafsdóttir Ijósmóðir á fæðingargangi Konan fær töflu á ljögurra tíma fresti mest 4 sinnum (mest 200 microgr.) eða þangað til að sótt hefst eða vatnið fer. í verklagsreglum kemur fram að ekki þarf að setja konu í rit eða gera innri skoðum fyrir hverja töflu ef konan er verkjalaus. Konur í áhættumeðgöngu eru metnar af fæðingalækni og hann ákveður gangsetningadag í samráði við gangsetningarstjóra. Þær fá líka T. Cytotec 50 micorgr. s.l. Cytotec er notað við famköllun fæðingar hjá öllum konum nema konum með ör á legi (t.d. fyrri keisara). Þess má geta að nú er farið að bjóða konum sem áður hafa farið í keisara að gangsetja þær með ballon. Það er gert þannig að grófum þvaglegg er þrætt upp legháls og blásin upp með 20-50 ml, togað þéttingsfast á 30 mín fresti þar til balloninn dettur út og er þá gert belgjarof. Nú höfum við notað Cytotec í bráðum 6 mánuði og mér fínnst vera almenn ánægja með hana, a.m.k. hjá þeim ljósmæðrum á fæðingagangi og á meðgöngudeild sem starfa eftir þessum nýju verklagsreglum. Að mínu mati er stærsti kosturinn sá að það fækkar innri þreyfíngum sem fylgdi því að nota Prost- iníð, konurnar voru oft orðnar aumar að neðan loksins þegar þær voru komnar af stað í fæðingu. Einnig er okkar tilfinn- ing að við séum að nota minna af Syntoc- inon-dreypi svo að konumar eru ekki eins bundnar við slöngur og monitor. Einstaka kona liefur gengið í gegnum það sem við köllum „sprengjufæðingu“ þ.e. að konan fari nánast í hríðarstorm og fæði á skömmum tíma. Þetta hefur verið oftast hjá íjölbyrjunum og rætt hefur verið hvort við eigum ekki að skoða þær milli Cytotec gjafanna, sérstaklega ef þær hafa verið með einhverja óreglulega og/eða verkjalausa samdrætti. Sjálfsagt þarf alltaf að endurskoða verklagsreglur m.t.t. reynslu og fræðilegra heimilda. Jólakveðja til Ijósmæðra og fjölskyldna þeirra Heilsugæslustöðin Ólafsfirði \ Ljósmæðrablaðið desember 2008 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.