Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 37
hvemig hann sé til ýmissa hluta nytsam- legur, en einkum „er það talinn beztur kostur hans, að hann leysi konu, sem á gólfi liggur, vel og fljótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað, en annaðhvort leggja hann á kvið hennar, eða henni er gefið vatn, aðrir segja volgt ffanskvín hvítt að drekka, sem steinninn hefur legið í, eða verið skafinn í,” (Jón Ámason, 1954, bls. 647). Þama er verið að fjalla um eina gerð lausnarsteina og ef til vill þá sem var algengust hér á landi. Lausn- arsteinn þessi er ávöxtur eða hnot/fræ af tré (Mimosa scandens) sem rekur upp að ströndum íslands með rekaviði. Talið er að fræið berist með golfstraumnum frá Suður Ameríku en tréð er að fínna þar og í Ástralíu. Á leið sinni til íslands lenda sum þessi fræ á vesturströnd Noregs þar sem lausnarsteinn var og er þekktur og í Færeyjum. Þar er steinninn kallaður förlösningsten eða vettenyre, sem heyr- ist reyndar sjaldan í dag eftir því sem fullorðnar norskar ljósmæður segja mér. I norskri meistararitgerð sem íjallar um Snorra Eddu er talað um hafnýra sem sumir fræðimenn hafa túlkað að sé lausn- arsteinn (Thorvaldsen, 2002). í sænskri bók þar sem ijallað er um rúnagaldra og tákn á trommum sem Lappar nota, er vísað til sagna frá Islandi um lausn- arstein og segir frá því að álíka stein hafí konur í Lapplandi haldið í lófa sér þegar þær fæddu og hafi steinninn verið kall- aður gaggagæðge og verið töfrasteinn (Agrell, 1934). Lausnarstein átti samkvæmt íslenskum sögnum að leggja á brjóst hinnar fæðandi konu, hún átti að setja hann undir tung- una, kreista hann í lófa sér, binda hann við læri hennar eða búa til seyði með því að sjóða hann. Ef blæddi mikið eftir fæðingu átti að leggja hann undir kodda hennar (Anna Sigurðardóttir, 1984; Jón Árnason, 1954; Jónas Jónasson, 1961). hegar ekki var verið að nota steininn átti að geyma hann í hveiti og vefja utanum hann hör eða lérefti. I dag brosum við ef til vill í laumi þegar við heyrum slíkar sögur eða lesum um þær. Ég held að við ættum að staldra aðeins við og velta fyrir okkur hvað liggur að baki og hvemig við getum heimfært þessa notkun á það sem við vitum í dag. Er eitthvað líkt með því að kreista stein í lófa sér sem er í laginu eins °g hjarta og fellur alveg í lófann og því að þrýsta á ákveðinn punkt í lófanum? Hvaða kraftar leysast úr læðingi við það að leggja þennan sama stein undir tungu, 3 það eitthvað skylt við það sem gerist ef slakað er á neðri kjálka? Fyrir mér er lausnarsteinn fallegt tákn unr sérstöðu ljósmóðurfræðinnar og þekkingu ljós- mæðra sem er varðveitt í sögum þeirra. Ljósmæður eru oft sagðar hafa hlýjan og heilandi kraft frá náttúrunnar hendi, einhvern jarðarkraft (n. urkraft), eitthvað sem er einstakt á tímum sem einkennast af ofúrtrú á tækni. Ein mesta áskomn okkar ljósmæðra er að varðveita þennan kraft okkar og nýta hann skjólstæðingum okkar og okkur sjálfúm til heilla. Tákn frá fortíðinni vísar okkur leiðina inn í framtíðina. Okkur er sagt að maðurinn sé tvískiptur, annarsvegar líkami sem hægt sé að líta á sem lifandi vél og hinsvegar sál sem til dæmis læknisfræðin þarf ekki að huga sérstaklega að. En við ljós- mæður vitum betur, hvað eftir annað sjáum við hvemig fæðing getur breyst í einni svipan fyrir tilstilli þess hvemig konan sjálf les aðstæður og nýtir styrk sinn í skjóli virðingar og gagnkvæms trausts hennar og ljósmóðurinnar. Næstu tíu til tuttugu og jafnvel næstu 200 ár verðum við að standa vörð urn möguleika kvenna til þess að upplifa þá merkilegu og einstöku stund að Brit Eide, Hildur Kristjánsdóttir og Brit Roland í ráðhúsi Oslóborgar. fæða bam sitt eðlilega. En á sama tíma megum við ekki gleyma því við þurfum alltaf að geta mætt þörfum hverrar fæðandi konu þar sem hún er stödd. Við lifum á tækniöld og margs konar notkun tækni við fæðingar er komin til að vera. Sé þörf á að nota hana verðum við að hafa kunnáttu og fæmi til að vinna með henni. Það er skoðun mín að við slíkar aðstæður á kraftur okkar, viska og kunn- átta ekki síður heima en við náttúrulegar fæðingar, til að skapa konunni öryggi og stuðla að því að hún nýti sér sinn eigin styrk sem best. Ég hef því miður ekki fundið alvöru lausnarstein við strendur íslands, en íslensk listakona BLAKA, hefúr gert fúllkomna eftirlíkingu af lausnarsteini sem fannst við suðurstrendur íslands árið 1925. Það er mér ánægja að færa ykkur þennan stein og á þá ósk að hann sé táknrænn fyrir samheldni ljósmæðra og faglega fæmi þeirra, fyrr, nú og í framtíðinni. Heimildir: Anna Sigurðardóttir. (1984). „Úr veröld kvenna - Bamsburður.“ í Björg Einarsdóttir (ritstjóri). Ljósmœður á tslandi II. Reykjavík: Ljósmæðra- félag íslands, bls.244-246. Agrell, S. (1934). Lapptrummor och runmagi. Tvenne kapitell ur trolldomsvasendets historia. Lund: C.W.K. Gleerups íorlag. Rafræn útgáfa, sótt 30 ágúst 2008 frá: http://mneberg.org/ lapptrumm/0162.html Jón Ámason. (1954-1961). íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Reykjavík: Þjóðsaga. Jónas Jónasson. (1961). íslenzkirþjóðhœttir. Þriðja útgáfa. Reykjavík: ísafoldarprentsmiðja. Thorvaldsen, B. Ö. (2002). Mogr átta moðra ok einnar. Mytane om heimdallr i lys av förestell- ingar o slektskap. Óbirt meistararitgerð. Háskól- inn í Bergen. Sótt 29. ágúst 2008 frá: https:// bora.uib.no/bitstream/1956/1716/l/Masteropp- gave-thorvaldsen.pdf Ljósmæðrablaðið desember 2008 3 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.