Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 9
sem 40 þungaðar konr tóku þátt í, að meirihluti þátttakenda fann íyrir kvíða tengt því að verða móðir. Samantekt Ahyggjur og kvíði eru eðlilegur hluti tilfmningalífs og getur einstaklingur haft áhyggjur vegna óvissu um fram- tíðina. Þeir sem kljást við áhyggju- og kvíðahugsanir geta oft ekki lifað eðlilegu lífi og orðið óstarfhæfir sökum kvíða. Einnig getur vöxtur og þroski ófædds barns orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna áhyggja móður á nreðgöngu. Mismunandi er hve miklar áhyggjur konur finna fyrir á meðgöngu og hvaða þættir hafa áhrif hverju sinni. Helstu ástæður iýrir áhyggjum og kvíða á meðgöngu eru t.d. fósturgallar, fóstur- missir eða ýmsir þættir tengdir fæðingu barnsins. Einnig getur fyrri reynsla og lífsgæði spilað veigamikið hlutverk. Lítið er vitað um áhyggjur og kvíða sem íslenskar konur upplifa á meðgöngu og því þótti okkur rannsakendum tilvalið að leitast við að svara rannsókna- spuringunni hvað veldur bamshafandi konum áhyggjum og kvíða. Aðferðafræði rannsóknar Markmið rannsóknar var að kanna astæður þess að þungaðar konur finna fyrir kvíða og áhyggjum á meðgöngu. kannsakendur notuðust við eigindlega fyrirbærafræðilega rannsóknaraðferð en henni er gjaman beitt þegar rannsaka á h'f fólks, reynslu þeirra, hegðun, tilfinn- ingar og upplifun á atburðum (Strauss °g Corbin, 1998). Eigindleg rannsókn- argögn em í formi orða sem rannsak- endur greina niður í þemu, með það að markmiði að fá einkennandi túlkun eða beinagrind sem lýsir því sem verið er að rannsaka (Boyd, 1993). Aðferðin sem notast var við er kennd v'ð Vancouver-skólann í fyrirbærafræði °g markmið hennar er að bæta mann- 'ega þjónustu, til dæmis heilbrigð- lsþjónustu, með því að auka skilning a mannlegum fyrirbærum (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Vancouver-skól- 'nn í fyrirbærafræði er túlkun á fyrir- bærafræðilegri heimspeki og hvemig hægt er að nota hana sem rannsókn- araðferð í hugvísindum. Um er að ræða blöndu af lýsingu, túlkun, útskýringu °g samsetningu sem hefur sannað sig Sern aðferðafræði sem getur leitt til hcrfísbundinnar útlistunar á reynslu einstaklinga (Sigríður Halldórsdóttir, 2000). Hvað varðar kosti og galla ransókn- araðferðarinnar má segja að það sé galli að ekki sé hægt að yfírfæra niðurstöður á stærra þýði því þær einskorðast við þá rannsókn sem gerð er hverju sinni. Hins vegar er innsýn alltaf af hinu góða og með því að öðlast skilning á merk- ingu fyrirbæris í ákveðnum aðstæðum getur það gefíð hugmyndir um skiln- ing á svipuðu fyrirbæri við svipaðar aðstæður (Bums og Grove, 1997). Val á þátttakendum í rannsókn- inni var tilgangsúrtak. Urtakið var valið af ljósmæðmm sem störfúðu í mæðravernd HAK. Þær notuðu huglægt mat og reyndu að hafa tilgang og markmið rannsóknar til hliðsjónar við val á þátttakendum. Konumar áttu það allar sameiginlegt að þær sóttu mæðravemd á HAK í febrúar og mars 2008. Ljósmæðumar völdu níu konur sem gengnar voru a.m.k. 12 vikur út frá persónuleika og andlegri líðan þeirra. Ekki skipti máli hvort um frumbyiju eða fjölbyrju var að ræða. Konumar vom opnar og tilbúnar að deila lífsreynslu sinni og vangaveltum í tengslum við meðgöngu. Ljósmæður kynntu rannsókn munnlega fyrir þátt- takendum í upphafí og afhentu þeim að auki kynningarbréf með ýmsum upplýsingum um rannsókn. Næst þegar konumar komu í meðgönguvemd tóku rannsakendur hálfstöðluð, einstaklings viðtöl sem síðan voru vélrituð upp orð fyrir orð og greind í þemu. Aður en gagnasöfnun fór fram hafði verið fengið samþykki hjá Vísindasiðanefnd og yfírmönnun á HAK. Ekki var sótt um styrki vegna rannsóknarinnar. Niðurstöður Hér á eftir eru niðurstöður rannsókn- arinnar kynntar og sett fram grein- ingarlíkan til að gefa skýrari mynd af helstu rannsóknamiðurstöðum. Líkanið er samsett úr fímm kúlum, ein sem táknar aðalþemað, er í miðju líkansins og tjórar kúlur sem eru meginþemu og raðast utan um aðalþemað. A líkaninu er sýnt fram á hvernig meginþemun Qögur tengjast öll aðalþemanu sem var það þema sem var mest áberandi í frásögnum kvennanna og var því greint sem aðalþema. Skáletraður texti eru beinar tilvitnanir frá konunum sem tóku þátt í rannsókninni og eru settar fram í þeim tilgangi að styðja þau þemu sem greind voru og koma fram í greining- arlíkaninu. Aðalþemað eða rauði þráðurinn í viðtölunum var reynsla, því allar konurnar tengdu áhyggjur sínar á einn eða annan hátt við reynslu. Var hún ýmist tengd reynslu konunnar, reynslu annarra eða reynsluleysi konunnar. Við greiningu viðtala kom í ljós að flestar konumar fúndu fyrir áhyggjum eða kvíða sem mjög oft var hægt að tengja beint eða óbeint við fyrri reynslu þeirra. Þær konur sem höfðu slæma reynslu af einhverjum hluta meðgöngunnar höfðu áhyggjur af því að sú reynsla myndi endurtaka sig ...éger með smá áhyggjur af sængurlegunni. Því hún var ekki allt of góð þegar ég átti stelpuna. Mér fannst ég svo alein þarna. Við greiningu viðtala mátti sjá að reynsla annarra gat einnig haft áhrif á áhyggjur kvennanna. Ein frumbyrja Ljósmæðrablaðið desember 2008 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.