Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 20
Tff*1 ^umsmsa Tmriiirnrnriiniiiiiiiiiiiiiiiiin mnn m Ljósmæður - fordæmi annarra! Það er ekki orðum aukið að segja að síðastliðnir mánuðir hafí verið okkur ljósmæðrum viðburðaríkir. Fyrsta verk- fall ljósmæðra er staðreynd og hægt er að fullyrða að ljósmæður séu táknrænar fyrir einstaka samstöðu hér á landi. Fyrir okkur í samninganefnd Ljós- mæðrafélags íslands hafa þessir síðustu mánuðir verið rússíbanareið svo vægt sé til orða tekið. Oft á tíðum höfum við eytt mestum tíma sólarhringsins með hvor annarri og upplifað saman bæði sigra og ósigra. Við stöndum eftir reynslunni ríkari og höfum í ferlinu kynnst frábæru fólki sem margt er hægt að læra af. Aðdragandi Kjaranefnd Ljósmæðrafélagsins hafði undirbúið miðlægu kjarasamningana sem nú eru i höfn mjög vel. Alls kyns námskeið, s.s. samningatækninámskeið og fjölmiðlanámskeið að ógleymdum ímyndafyrirlestri hafa haft mikið að segja. Þetta er þó ferli sem aldrei er hægt að undirbúa sig fullkomlega fyrir og því komu margir óvæntir atburðir upp sem reyndu mikið á þolinmæði, þrautseigju og samheldni nefndarinnar. Ef einhver hefði sagt mér það fyrir- fram hvernig sumarið og haustið yrði þá hefði ég líklega talið að um fjarstæðu- kenndar ofsjónir væri að ræða. Fjölmiðlaumfjöllun Það er alveg ljóst að fjölmiðlar hafi spilað stórt hlutverk í baráttu okkar. Á fjölmiðlanámskeiði sem við Guðlaug fórum á var m.a. kennt í þaula hvemig koma ætti sér á framfæri við fjölmiðla og við skrifuðum allt niður þar sem augljóst var að við þyrftum á þessu að halda. Áhugi þeirra á okkar málstað var hins vegar strax svo mikill að við höfum ekki enn opnað þann kafla í glósubók- inni. Fljótt var vart um annað talað en ljósmæður og varla leið sá dagur að ekki kom frétt um ljósmæður og þeirra réttlætisbaráttu fyrir mannsæmandi launum. Gjaman var það svo að við lásum það á fréttamiðlunum í Karphús- inu að miklar þreifmgar ættu sér stað Bára Hildurjóhannsdóttir Ijósmóðir formaður kjaranefndar LMFI milli aðila... og við sem höfðum bara verið að hjakka í sama farinu og horft á Sex and the City! Snillingurinn Ragnheiður Eiríksdóttir nýsköpunar- og þróunarstjóri BHM á hvað stærsta hlutan af „fjölmiðlaveldi ljósmæðra”. Það er eins og hafí gerst í gær þegar hún kallaði okkur á fúnd og gaf okkur nokkur lykilatriði á tossablað. „Munið bara að tala skýrt svo allir skilji og segja alltaf sömu hlutina aftur og afitur”. Viti menn... smám saman sogað- ist umræðan um launaleiðréttingu Ijós- mæðra inn í huga landans og fljótt var ólíklegasta fólk í þjóðfélaginu farið að tala um laun okkar ljósmæðra og það ranglæti sem við höfúm sætt okkur við svo árum skiptir. Stuðningur frá umhverfinu Það er ekki ofsögum sagt að þjóðfélagið hafi staðið með okkur ljós- mæðrum í baráttunni. Mæður og verð- andi mæður að ógleymdum feðrunum settu stóran svip á umræðuna. Það var aðdáunarvert hversu sterkt það fólk stóð með okkur sem á mest undir okkar þjón- ustu hvert sinn. Það er að okkar mati ekki síst því að þakka hversu samstíga ljósmæðrastéttin var í öllu ferlinu. Við í samninganefndinni munum seint gleyma móttökunum við Karphúsið fýrsta verkfallsdag í sögu ljósmæðra á íslandi, svo ólýsanlegar voru þær. Ég get líka fullyrt að samninganefnd ríkis- ins mun seint gleyma þeim heldur. Þeir sáu mest eftir að hafa ekki tekið Stuð- mannahoppið í gegnum þvöguna. Stuðningur frá öðrum stéttarfélögum, samtökum og fagfólki hjálpaði baráttu okkar einnig mikið. Leikskólakenn- arar komu í Karphúsið einn þunglama- legan rigningardaginn og færðu okkur gjafir. Salaljósmæður komu einnig færandi hendi með gjafir og kræsingar. Þá er vart hægt að minnast á stuðning frá stéttarfélögum án þess að minnast rausnarlegra styrkja frá Þroskaþjálfa- félagi íslands upp á 100.000 kr og Félags lífeindafræðinga upp á 500.000 kr. Það er hins vegar ekki allur stuðningur góður á svona tímum. Það telst svolítið afkáralegt að sitja fyrir framan samn- inganefnd ríkisins þar sem þeir segja að þeir geti ekki boðið krónu meira og horfa svo á hina ýmsu ráðherra skreyta sig með yfirlýsingum um réttmætar kröfur ljósmæðra. Ekki síst þegar ekki heyrist í þessum sömu ráðherrum fýrr en þeir eru komnir til af landinu, m.a. alla leið til Kína. í miðju samningaferlinu var einbeit- ingaskorturinn orðinn mikill og þreyta og svefnleysi farið að gera vart við sig. Þá kynnti Unnur til sögunnar Bjöm nokkurn sálfræðing hjá Hugarafli. Héðan í frá verður hann aldrei kall- aður annað en Bjössi okkar. Eftir tvær klukkustundir vomm við endumærðar á sál og líkama. Aldrei hefði okkur dottið í hug að setja samningaferlið í líkingu við raunveruleikann svo óraunverulegt var það. Bara einfaldar setningar eins og: „Hver ber ábyrgðina á þessu?” „Bíðið bara... leyfið þeim að finna lausnimar.” „Munið bara að hver fúndur er eins og jámbrautarlest sem fer hratt yfir með miklum hávaða og rennur svo fram hjá.” Hver setning var hverju orði sannara. Það var ótrúlegt hvað eitt símtal á örlagaríkri stundu 20 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.