Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 10
talaði um að reynslusögur annarra hefðu áhrif á hana því hún tæki þær nærri sér ... maður heyrir alltaf vondu sögurnar en ekki góðu sögurnar, þannig að maður hugsar að þetta geti allt farið á versta veg. Slæm reynsla annarra getur að sögn kvennanna vakið upp óþægilegar hugs- anir þar sem konur ímynda sér að það sama komi fyrir þær. Einungis ein kona nefndi jákvæð áhrif reynslu annarra á áhyggjur sínar. Konan var sannfærð um að hún gæti tekist á við meðgöngu og fæðingu því konur hafa gengið í gegnum þetta frá upphafi og komist í gegnum það. Einnig hefúr reynsluleysi kvenna tengt meðgöngu og fæðingu áhrif á sumar konurnar og lýstu þær yfir áhrifum reynsluleysis á þær sem frum- byrjur. Þessar konur höfðu þó annars konar áhyggjur heldur en þær sem höfðu áhyggjur vegna reynslu sinnar. Ahyggjur vegna reynsluleysis snerust að mestu um að þær vissu ekki hvað væri framundan ...fyrst er maður bara að hugsa hvernig þetta verður og hvernig meðgangan verður og svo fer maður að spá í hvað gerist í fæðingunni. Ahyggjur og kvíði vegna reynsluleysis og að vita ekki hvað væri framundan voru tengdar við upplifun frumbyrja. Áhyggjur og kvíði barnshaf- andikvenna Fyrsta meginþemað sem tengdist aðalþemanu voru áhyggjur af fósturláti en nokkrar konur í rannsókninni höfðu slíkar áhyggjur. Margar kvennanna lýstu áhyggjum af því að missa fóstur en sögðu þó að áhyggjumar hefðu farið minnkandi þegar leið á meðgönguna ... ég hafði áhyggjur hvernig þetta muni ganga eða hvort þetta myndi ganga. Tengsl milli áhyggja af því að missa fóstur og reynslu virðast vera töluverð. Þær konur sem höfðu sjálfar reynslu af því að missa fóstur höfðu frekar áhyggjur af því að það myndi endurtaka sig heldur en þær konur sem höfðu ekki þá lífsreynslu. Reynsla annarra kvenna af fósturláti hafði einnig áhrif, sér í lagi ef sú sem hafði slíka reynslu var nákomin konunni. Áhyggjur af fósturgöllum er annað meginþemað en nokkrar konur í rann- sókninni nefndu að þær hefðu áhyggjur af fósturgöllum. Þessar áhyggjur virt- ust geta komið upp hvenær sem var á meðgöngu, jafnvel þó hún gengi áfallalaust fyrir sig ...maður veit aldrei hvort það sé allt hundrað prósent í lagi.. það hvarflaði alltaf að manni að ...hvað ef eitthvað verður að. Fósturskimun hafði áhrif á áhyggjur kvennanna af fósturgöllum og allar konumar sem fóm í hnakkaþykkt- armælingu lýstu yfir létti þegar þær höfðu fengið niðurstöðurnar ... ég var alveg með bullandi áhyggjur. En eftir það (hnakkaþykktarmælinguna) var ég alveg róleg. Flestarkonumar í rannsókninni leiddu hugann að einhverju leyti að fóstur- göllum þó svo að engin þeirra væri mjög upptekin af því að eitthvað væri að barninu. Þriðja þemað fjallar um áhyggjur tengdar fæðingu barns og var það greint í þrjú undir þemu. Þau voru áhyggjur af keisara, sársauka við fæðingu og stærð barns ...hafa ekki allir áhyggjur afhenni (fœðingunni). Kannski það að barnið festist og það verði Jyrir súrefnisskorti eða eitthvað... Sumar konur í rannsókninni töluðu um áhyggjur af því að fínna fyrir miklum sársauka í tengslum við fæðinguna ...maður veit náttúrulega að þetta er ógeðslega vont en þetta tekur líka alltaf enda. Konur í rannsókninni höfðu áhyggjur af því að bamið væri orðið heldur stórt og það gæti reynst erfítt að fæða það ...krakkinn mœlist frekar stór, eða legbotninn. Það er svona spurning hvort hann verði einhver hlussa. Fjórða þemað var áhyggjur af áhrifúm nýja bamsins á daglegt líf. A meðgöngu verða oft heilmiklar breytingar á lífí konunnar og fjölskyldu hennar og breyt- ingamar verða enn meiri eftir að bamið er fætt. Helstu áhyggjur kvennanna í rannsókninni tengdar daglegu lífí voru af sambandi við maka, áhrifum á fjöl- skyldulíf, tengslamyndun móður og barns og fjárhag. A meðgöngu og þegar barn kemur í heiminn geta orðið breytingar á sambandi foreldra. Margar konur höfðu töluverðar áhyggjur af sambandi sínu við maka og nefndu það að þær upplifðu að þær væru skapstyggari en áður ...auðvitað fmnur hann að ég verð pirraðri út í hann og með meiri smámunasemi með ýmislegt. Margar konurnar töluðu líka um að lífið með makanum kæmi til með að breytast ...það verður örugglega rosalega skrýtið fyrst því við erum ótrúlega active, við erum alltaf að gera eitthvað... maður þarf að kúpla sig út hér. Ahyggjur kvennanna af fjölskyldulíf- inu vom töluvert nefndar til sögunnar. Sumar konur höfðu áhyggjur af aðlögun þeirra barna sem fyrir væra á heimilinu ...ég hef dálitlar áhyggjur af þessum tveggja ára, hvernig hann muni bregð- ast við því að vera ekki svona aðal. Konumar í rannsókninni sem áttu börn á skólaaldri kváðust almennt ekki hafa áhyggjur af aðlögun eldri systk- ina vegna komu nýja bamsins ...hún hlakkar svo mikið til ...af því að hún er orðin svo stór og hún getur gert svo mikið að þá verður þetta ekkert mál. Nokkrar konur í rannsókninni sögðust velta fyrir sér tengslamyndun sinni við bamið og tvær konur höfðu áhyggjur af skertri tengslamyndun ... síðast var ég ekkert að tengjast meðgöngunni fyrr en alveg undir lokin, þá fór ég að taka svona við mér. Ýmist höfðu þær upplifað á fyrri meðgöngum að þær tengdust baminu seint á meðgöngunni eða þeim fannst ekki vera nein sértök ástæða fýrir áhyggjunum. Margar kvennanna í rannsókn- inni nefndu áhyggjur sínar af fjárhag ...maður veltir náttúrulega fyrir sér, ef maður fer í fœðingarorlof þá er nátt- úrulega tekjuskerðing. Fjármálaáhyggjur kvenna virtust leggjast nokkuð þungt á þær konur sem fundu fyrir þeim og hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og öryggi. Samantekt Viðtölin voru greind í þemu og auk aðalþemans vora fjögur þemu greind sem öll tengdust aðalþemanu og voru tvö þeirra greind í undirþemu. Sett var upp greiningarlíkan til útskýringar á þeim þemum sem gaf kost á nánari útlistun á myndrænan hátt. Aðalþemað eða það sem hefur oft verið nefnt rauði þráðurinn var reynsla kvennanna en hún var mikilvægur þáttur í viðtölunum og hafði áhrif á áhyggjur og kvíða þeirra. Greinilegt var að að konur sem höfðu slæma reynslu af fyrri meðgöngu upplifðu meiri áhyggjur og eins gat reynsla annarra haft sömu áhrif- Einnig gat reynsluleysi kvennanna ýmist minnkað eða aukið áhyggjur þeirra. Konurnar sem höfðu áhyggjur af því að missa fóstur höfðu áhyggjur vegna fýrri reynslu eða reynslu annarra. Nokkrar konur nefndu áhyggjur af heil- brigði bamsins og fóru þær allar í fóstur- skimun sem dró úr áhyggjum. Flestar konurnar höfðu einhverjar áhyggjur af fæðingunni hvort sem um var að ræða sársauka, keisaraskurð eða stærð barns. ]0 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.