Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1935, Page 3

Freyr - 01.08.1935, Page 3
Tryggvi Oórhallsson. Fæddur 9. febrúar 1889. Dáinn 31. júlí 1935. Þegar viS starfsmenn Búnað- arfélagsins, sem innum okkar daglegu störf af höndum á skrif- stofum þess, komum þar að morgni 31. júlí, barst okkur sú sorgarfregn, að formaður félags- ins, Tryggvi Þórhallsson, banka- stjóri, hefði andast þá um morg- uninn. Okkur setti hljóða og varð lít- ið úr verki, þann daginn, enda gat okkur ekki borist meiri harmafregn til eyrna, sem starfsmönnum félagsins. Við vissum, að hann var ekki heill heilsu, en við vonuðum það all- ir, að mega þó enn njóta þess lengi, að starfa með honum og undir hans stjórn, í þjónustu fé- lagsins. Við fundum það glöggt, að foringi íslenzkra bænda var hníginn í valinn með honum, og nú áttum við aldrei framar að finna okkur hlýna um hjartaræt- urnar við hið glaða og hjartan- lega ávarp hans, þessa góða hús- bónda og glæsilega göfugmennis. Við vissum það líka, að enginn maður mundi svo almennt harmaður um landið allt, eins og Tryggvi Þórhallsson. Sú vissa var okkur ekki harmaléttir, en við fundum það betur þá en nokkru sinni fyrr, hver ágætismaður hann var, og að „enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir“. Einlægan og áhrifamikinn foringja bændanna í landinu vissum við hann hafa verið, gnæfandi yfir alla aðra, um hartnær 2 áratugi. En nú, þegar við eigum hon- um á bak að sjá, á bezta aldri, skýrist þó mat okkar á honum, virðingin verður dýpri, og þakklætið innilegra. TRYGGVI ÞÓRHALLSSON

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.