Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 15

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 15
F R E Y R 29 þess, hve margar ær eru geldar nú, má bú- ast við því, að mikið verði sett á af geld- um ám. Geldum ám, sem settar eru á, er hættara við en öðrum ám að verða tví- lembdar. En ær, sem ganga með tvö lömb, þurfa betra fóður, eigi þær að sýna fullt gagn, en ær sem ganga með eitt lamb. Sér- staklega gildir þetta síðari hluta vetrar. Á einmánuði má finna á ánum hvort þær eru tvílembdar eða ekki. Þá þarf líka helzt að fara að mismuna þeim, eigi þær að sýna fullt gagn. — Þessa vildi eg biðja bændur að minnast í vetur, og það er meiri ástæða til að gefa þessu gaum nú en venjulega, vegna geldu ánna, sem settar verða á vet- ur. En annars má með fóðruninni fyrir og um fengitímann hafa áhrif á hve mikið verður tvílembt, en það er atriði, sem all- ir þekkja og ekki skal rætt um hér. Með þessu vildi eg þá segja þetta: Ykk- ur er óhætt að setja á ærnar, sem ekki héldu í vetur. Þær halda eins og aðrar ær að vetri. Ykkur er óhætt að setja á ærnar, sem létu lömbunum í vetur, þær gera það yfirleitt ekki frekar en aðrar ær að vetri. En þið skuluð vera athugulir og varasam- ir með að setja á ær, sem drápu undan sér. Þær geta gert það aftur, og þið skuluð helzt ekki setja á undan þeim, nema þið vitið, að orsökin til þess að lambið drapst sé ánni alveg óviðkomandi. Segið til þess strax að vetri, ef ær fara að láta hjá ykkur lömbum. Búast megið þið við mörgum geldu án- um, sem þið eigið nú, tvílembdum að vori. Passið að fara þannig með þær, að þær sýni ykkur þá fullt gagn. 18. ágúst 1935. Páll Zóphóníasson. Munið, að endursenda blaðið, ef þér óskið ekki að gjörast kaupandi þess. Um skozka féð. Með Gullfossi þ. 25. júlí síðastl. kom til Reykjavíkur skozkur f járræktarfræðingur Jan Cumming, Allanfearn Inverness í Skot- landi. En af f járstofni þessa manns keypti Hallgrímur Þorbergsson Border-Leicester fé það, sem flutt var hingað til lands og hann hefir síðan haft til varðveizlu á Hall- dórsstöðum í Laxárdal, og fór þar eftir til- lögum landbúnaðarráðuneytisins skozka. Jan Gumming kom til landsins meðal annars til þess að skoða þennan fjárstofn á Halldórsstöðum og kynna sér, hvernig eldi hans og gæzla hefði gefizt hér á landi. Um Jan Cumming er rétt að geta þess, að hann er í svo miklu áliti sem sérfræð- ingum um þetta fjárkyn, að hann er einn af þremur verðlaunadómurum Border- Leicester-fjárins á búfjársýningum í Skot- landi og írlandi. Jan Cumming skoðaði nákvæmlega hverja skepnu og gerði samanburð á hrein- ræktuðu dilkunum og einblendingsdilkun- um, og fara hér á eftir kaflar úr umsögn hans, sem hann lét í té áður en hann hvarf af landi burt: íslenzka Border-LeicesterféS. „Þegar ég athugaði ofangreint fé, þótti mér fróðlegt að sjá mismuninn á einblend- ingslömbunum og íslenzku lömbunum. Að mínu áliti eru einblendingslömbin miklu þyngri og sterklegri að öllu leyti og virðast mér þau mjög væn. Ennfremur álít eg, að ullin af einblendingsfénu hljóti að reynast betri en ullin af íslenzka fénu. Einblendingslömbin yðar eru mjög svip- uð þeim einblendingslömbum okkar í Skot- landi, sem eru 5 vikum eldri, og er þetta einblendingsfjárrækt yðar mjög mikið í hag. Þér ættuð því hiklaust að halda áfram við að leiða íslenzkar ær til Border-Leices-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.