Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hringurinn Fyrirtækið Tæknival er að komast í hring og mun heita sínu gamla nafni innan skamms eftir mikið hringl. Um tíma hét fýrirtækið Aco- Tæknival sem síðar varð ATV og nú verður það aftur Tæknival. Á ýmsu hefur gengið á þessum tíma og var meðal annars gripið til þess ráðs að ráða fyrrum borgarstjóra í Reykjavík og núverandi bæjar- stjóra í Reykjanesbæ sem framkvæmdastjóra. Nú er von manna að öld- ur lægi og skriður kom- istá. Framsókn föst Fundi sem átti að vera með þingmönnum FramsóknarRokksins á Hótel Norður- ljósum á Rauf- arhöfti í gær- kvöld var frestað vegna ófærðar. Komust þing- mennimir hvorki lönd né strönd vegna óveðurs sem geisaði á Norðaust- urlandi. Olli þetta von- brigðum meðal íbúa á Raufarhöfn sem höfðu hlakkað til heimsóknar- innar. Netlamb Sala á dilkakjöti á Netinu tókst ekki sem skyldi hjá Sláturfélag Austurlands. Eingöngu seldust tvö tonnaf dilkakjöti á Netinu en fimm tonn eru eftir óseld. Vonast að- standendur verkefnisins til að framhald geti orðið á þessum viðskiptum á Veraldarvefnum og jafn- vel verði hægt að selja hangikjöt á Netinu. Enn af n-um Það er ekki einleikið hve reglurnar um n og nn flækjast endalaust fýrir þorra landsmanna. Margir virðast beinlínis sannfærðir um að þær séu gríðarlega flóknar. Að vinda ofan af þeirri vitleysu er auðvitað helst á færi okkar ágætu kennarastéttar en varla sakar lauflétt upprifjun hér. Hugum nánaraðgreini nafnorða.Til þessaðfinna hvortnotaá n eða nn er tilvalið að nota hjálparorðin minn og mín. Dæmkmaðurinn (minn),konan (mín),börnin (mín),manninum (mínum), konunni (minni), barnanna (minna). Sáraei nfalt - ekki satt? Hér kemur svo prýðisgóð puttaregla (kaupbæti: Ef f er í hjálparorðinu notum við n (m(n).Ef i er í hjálparorðinu notum við nn (minn). Málið Lömbin þagni! DV skrifaði í gær um jólaleyfi þing- manna og spurði nokkra þingmenn hvort eðlilegt væri að þingmenn, einir launþega á íslandi, fengju sex vikna frí um hátíðarnar og langt fram í janúar. Síðan fá þingmenn einnig, eins og frægt er orðið, afar langt og vandað sumarfrí. Þingmennirnir sem blaðið náði í höfðu ýmsar skoðanir á málinu. Flestir virðast hafa ýmislegt að sýsla meðan á fríinu stend- ur, en þó stendur upp úr að það eru þá verk- efni sem duglegir þingmenn finna sér sjálf- ir við undirbúning mála, fundahöld og ferð- ir um kjördæmi. I raun virðist ekkert vera sem segir að þingmenn þurfl að gera hand- tak í þessu langa fríi. Þannig segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, að það sé einstaklingsbundið „hvað menn vilja finna sér til starfa. Það ræðst af hverj- um og einum. Flestir þeirra sem ég þekki til hafa verið mjög önnum kafnir.“ Og Birgir Ármannsson, nýr þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, tekur í sama streng og segir að það sé undir þingmönnum sjálfum komið hvernig þeira nýta fríið sitt: „Sumir gera það vel, aðrir ekki.“ Katrín Júlíusdóttir, sem líka er ný á þingi og situr þar fyrir Samfylkinguna, segist % aldrei á ævinni hafa fengið jafn langt frí og fúrðar sig greinilega á því: „Mér finnst skipulagið á mínum nýja vinnustað afar sér- kennilegt. Fyrirtæki í einkageiranum gengju ekki til lengdar ef starfshefðir og skipulag Alþingis yrði tekið tfi fyrirmyndar." Þetta eru hörð orð hjá nýliða á þingi en hafa svo sem heyrst áður úr ýmsum áttum. Skipulag Alþingis miðast, eins og menn vita, við gamla bændasamfélagið þegar margir bændur sátu á þingi. Hið langa sum- arfrí hófst um leið og sauðburður þegar þingmenn þurftu að drífa sig heim til að hjálpa lömbum í heiminn. Og þing hófst ekki aftur fyrr en hey voru komin í hús og lömbunum slátrað. Síðan miðaðist hið langa jólaleyfi við að þingmennirnir gætu verið heima á býlum sínum að hjálpa hrút- unum að koma nýjum lömbum í heiminn. Þessi skipan mála og sá skammi tími sem Alþingi situr á auðvitað sinn þátt í að hvergi á byggðu bóli hafa dómstólar jafn oft kom- ist að þeirri niðurstöðu að sett lög brjóti í bága við sjálfa stjórnarskrána og á Islandi. Er nú ekki kominn tími til að lömbin þagni - og láti að minnsta kosti löggjafar- valdið í landinu afskiptalaust? Illugi Jökulsson Við verðum að viðurkenna að við gerumst nú örlítið lúin á umræðum Fyrst og fremst - um hugsanlega löggjöf um íslenskt -í við skiptaumhverfi og „hringamynd- - im", að ekki sé minnst á aðra hugs- o anlega löggjöf um eignarhald á fjöl- c miðlum. En þó sperrtum við óneit- c anlega eyrun þegar velunnari blaðs - ins vaktí athygli okkar á splunku- ™ nýrri ályktun sem Heimdallur, félag = ungra sjálfstæðismanna í Reykjavfk, ™ sendi frá sér í gær. Þar er komist að j mjög annarri niðurstöðu um nauð- syn slíkrar löggjafar heldur en Davíð .3 Oddsson forsætísráðherra, sem hóf jjj þá umræðu og hefur allra manna ^ mest haldið henni á loftí. ;= Ályktun Heimdallar er svohljóð- “ andi: „Heimdallur f.u.s. í Reykjavík 5 leggst gegn áformum ýmissa með- “ lima löggjafans um að leggja fram = frumvarp til laga sem ætlað er að £ spoma gegn hringamyndun og tak- o. marka eignarhald á fjölmiðlum. Rík- 3 isvaldið á ekki að ákveða hvað hver rc einstaklingur má eiga og hvað ekki. E ölf mörk og hömlur í þessu sam- ™ bandi em óviðunandi. Ákvarðanir ^ um eignir og eignamyndun eiga að ™ vera teknar af fólkinu í ftjálsum » samskiptum þess á markaðL" *o Efvið megum strax brjótast inn í t- ályktunina, þá verðum við að votta Heimdellingum virðingu okkar fyrir þessa „ýmsa meðlimi". Þar er fagur- lega að orði komist um forsætisráð- herra. Við dauðöfundum ungu sjálf- stæðismennina af hugmyndaflug- inu. En Heimdailur heidur áfram: “Það er ekki stjómmálamanna að ákveða hvaða þjónustu einstakling- amir kjósa að kaupa, né heldur hvaða upplýsingar þeir velja gegn- um fjölmiðía. Vafasamt er að tak- mörkun á eignarhaldi skapi eðlUegri samkeppni um viðskiptí og áhuga einstaklinganna. Lfklegra þykir að þær takmarkanir endurspegli frem- ur vUja stjómmálamanna og emb- ættísmanna eftírUtsstofriana en ein- stakfinganna. Það á ekki að vera markmið að koma í veg fyrir að menn efnist. Tak- mörkun á tækifærum einstakling- anna tíl að bjóða góða þjónustu og hagnast á henni er með öUu óUðandi og óréttlát Réttlátt er að fólk fái að hafa það í friði sem það vinnur sér inn fyrir elju sína og dugnað. Þeir sem líta yfir þjóðfélag eru vísir til að sjá fólkgera eitthvað sem þeim hugnast ekki. Af þvíleiðir ekki að nauðsynlegt sé að þvinga þá ein- staklinga til að láta afháttsemi sinni, skaði þeir engan með henni. Þrátt fyrir að fyrirtæki verði stór er ekki þar með sagt að þau geti hegðað sér að vild. Eigendurþeirra vilja að fyrir- tækið hagnist. Til þess að fyrirtæki megi hagnast þarf það að bjóða bestu mögulegu þjónustu fyrir lægsta mögulega verð. Geri fyrirtæki það ekki mun einhver sjá hag sinn í því að stofna nýtt fyrirtæki og bjóða betri þjónustu. Það er ekki stutt neinum hald- bærum rökum að þörf sé á lögum gegn hringamyndun. Margir hafa orðað að „auðurinn" hafí færst á „færri hendur" undanfarin ár. Við þá skoðun er margt að athuga. ITún byggir ekki á viðhlítandi rökum heldur tilfínningu manna. Þá eru til meiri efnaleg gæði en áður og því ekki undarlegt að einhverjir séu efn- aðri. íreynd standa íslendingar bet- ur en nokkurn tíma. Sú velmegun sem ríkir á íslandi hefur ekki komist á vegna helsis og tilskipana hins op- inbera heldur fyrir frelsi einstakling- anna. Islendingar vilja búa í frjálsu samfélagi lausir við boð og bönn hins opinbera. “ Nú verður gaman að sjá hvort „ýmsir meðlimir" munu lúta svo lágt að svara HeimdelUngum. Einhvem veginn efumst við um það. í því sambandi má rifja upp að það er ekki lengra síðan en um áramót að „ýmsir meðlimir" hentu gaman að forystumönnum í SamfyUdngunni fyrir að hafa tekið mark á „einhverj- um unglingum" í Uokki sínum, en þá hafði ungt samfyUdngarfólk áfyktað um eftírlaunafrumvarpið fræga. Þóttí „ýmsum meðlimum" forkast- anlegt að alvörustjómmálamenn skyldu leggja eyrun við kvabbi þess- ara „einhverra unglinga" og spá okk- ar er því sú að „ýmsir meðlimir" muni heldur ekki gera mikið með áUt þessara „einhverra unglinga", þótt Heimdellingar séu. Víð höfum sannfrétt að umsjónarmenn þáttarins fsland íbítið á Stöð 2 hafí undanfarna daga hneykslast verulega á dreifíngu DV vegna þess að þeim hafi ekki borist blaðið í hendur við upphaf þáttarins klukkan sjö á morgnana. Þá glugga umsjónarmennimir í blöð- in og lesa upp úr þeim helstu fyrirsagnir en DV hefur orðið útundan og umsjónarmeimirnir tveir hafa skeggrætt um skort á „gæðastjórnun" hjá dreifíngu DV vegna þess að blaðið sé „ekki komið “. Af þessu tilefni viljum við beina því til umsjónar- mannanna að til þess að fá DV örugglega íhendur á morgnana er nauðsynlegt að þátturinn gerist áskrif- andi að blaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.