Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004 Fréttir DV Slapp með skrokkinn Ungur maður komst lífs af eftir að hafa lent í klóm karlljóns í dýragarðinum í Buenos Aires í Argentínu. Þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel en hann hlaut að- eins skrámur eftir að hafa verið leikfang ljónsins í nokkurn tíma. Skutu starfsmenn deyfilyfj- um í dýrið og tókst þannig að bjarga manninum. Hann var sendur beint til geðlæknis. Aöalmeðferð og vitnaleiðsl- um í máli ákæruvaldsins gegn Þórhalli Ölveri Gunn- laugssyni, morðingja Agnars W. Agnarssonar, lýkur brátt fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur en hann er sakaður um að hafa falsað skuldabréfa- kröfur í dánarbú fórnar- lambsins. Fagna ári apans í Kína fer nú fram undir- búningur fyrir árlega vor- hátíð landsmanna en nýtt ár apans hefst þar í landi samkvæmt dagatalinu þann 22. janú- ar. Vorhátíðin er stór í sniðum og eru borgir og bæir um allt land skreytt sem aldrei íyrr með litskrúð- ugum lömpum og fánum og miklar skrúð- göngur eru ráðgerðar yfir hátíðina. Flókin mál til umræðu í Mexíkó „Mikilvægasta málið er að ræða fátækt og leiðir til að stuðla að meira jafnvægi manna meðal," segir Ricardo Lagos, forseti Chile, um þau umræðuefni sem ræða skal á fundi leið- toga Amerfkuríkja í Mexíkó. Spilling og viðskipti eru einnig til umræðu. Bush hefur látið í það skína að taka verði hart á spillingar- málum innan ríkisstjórna, sérstaklega í S-Ameríku. Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður. Ólafur er rólegur og yfirvegað- ur handknattleiksmaður sem hefur góð áhrifá meðspilara sína. Hann getur breytt gangi hvað leik sem er og unnið hann upp á eigin spýtur ef þörfkrefur - ekki síst svo lítið beri á - með frábærum send- ingum á félaga sína. Kostir & Gallar Þótt furðulegt megi teljast er ekki annað að sjá en Ólaf vanti enn sjálfstraust inni á veitinum. Hann virðist stund- um taka skrefán þess að vita hvert hann stefnir og lendir þá gjarnan í blindgötum og botnlöngum i leik sínum. Stundum er eins og Ólafskorti stálharðan sigurvilja. Fölsuð skuldabréf, sem voru grundvöllur kröfú Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar í dánabú Agnars W. Agnarssonar, voru útbúin á Litla-Hrauni, án þess að fangaverðir eða önnur yfirvöld hefðu hugmynd um. Þetta kom fram við aðalmeðferð og vitnaleiðslur í máli ákæruvaldsins gegn Þórhalli, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fýrir að myrða Agnar sumarið 1999. Vottur í lyfjarúsi Einn af vottunum á skuldabréfunum hefur bor- ið fyrir dómi að Þórhallur hafi beðið hann að skrifa upp á bréfin sem vottur er hann var nýkominn í af- plánun á Litla-Hraun: „Ég var nýkominn á Hraunið í miklu lyfjarúsi og vissi alls ekki hvað ég var að skrifa upp á,“ mun votturinn hafa sagt fyrir dóminum. Falsaði áritun látinna mæðgina Upp komst um hin fölsuðu skuldabréf er einn af æskuvinum Agnars W. Agnarssonar leitaði til dánarbúsins og bað um fjárveitingu til að hirða um leiði hans og setja sumarblóm á það. Var hon- um þá tjáð að allar eignir dánarbúsins hefðu verið frystar vegna umræddra skuldabréfa. Er hann sá hvað um var að ræða kærði hann málið til lög- reglu. Skuldabréfin eru þrjú, samtals 2,5 milljónir króna að upphæð. Á þeim er móðir Agnars, Bettý heitin Hreinsson, skrifuð sem útgefandi og Agnar sem ábyrgðarmaður. Handritasérfræðingar, með- al annars í Svíþjóð, sem skoðað hafa bréfin telja öruggt að undirskriftir mæðginanna séu falsaðar. „Bankastjórinn" vottar Sem fyrr segir er annar af vottunum einn af sam- föngum Þórhalls á Litla-Hrauni. Sá heitir Brynjólfur Jónsson og ber viðurnefnið „bankastjórinn" meðal Agnar W. Agnarsson Skildi eftir sig miklar eignir. fanganna. Hinn er Jón Pálsson, búsettur í Danmörku, og hefur ekki tekist að hafa uppi á honum til að bera vitni í málinu. „Bankastjórinn" komst í frétt- imar á síðasta ári er honum tókst að svíkja 1,3 milljónir króna út úr Sparisjóðnum í Þorlákshöfn gegnum kortasímann á Lida- Hrauni. Margeir Margeirsson fyrmm eigandi veitinga- hússins Keisarans, mun hafa borið fyrir réttin- um að hann hafi keypt hin folsuðu skuldabréf af Þórhafli fyrir tölu- verða fjárhæð. Þórhall- ur bar á móti að þetta væri rangt. „Hann fékk aðeins bréfin til skoðunar," sagði Þórhallur. Sex milljónir í ríkissjóð Það var eigin- kona Þórhalls sem gerði kröfuna í dán- arbú Agnars fyrir um tveimur árum á grundveili skuldabréfanna. Hjónin munu hafa borið að Þór- hallur hafi framselt henni bréfin á árinu 1998. Samkvæmt áritun skuldabréf- anna vom þau gefin út árið 1995 og áttu að greiðast í einu lagi íapríl 2001. Talverðar eignir voru í búi Agnars heit- ins, fyrst og ffemst vegna íbúðarinnar sem hann var myrtur í á Leifsgötu. Hátt í sex milljónir króna munu verða eftir þegar allar skuldir búsins verða greiddar. Þar sem Agnar átti enga erf- ingja rennur upphæðin öll í ríkissjóð. fri@dv.is falsaöi milljóna kröfu á fárnar- amb sitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.