Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fréttir DV Guðmundur Björnsson hefur í 14 ár starfað sem meindýraeyðir. Hann er reyndur í bransanum og hefur stoppað upp nokkur fórnarlömb, rottur og mýs, í frítíma sínum. Það eru ekki bara rottur sem herja á borgarbúa því 76 minkar lágu í valnum á síðasta ári og Guðmundur lítur framtíðina björtum augum. „Okkar hlutverk er að sinna kvörtunum borgara og sjá um að halda stofninum niðri," segir Guð- mundur Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjarvíkurborg. „Við bregð- umst við og aðstoðum fólk sem lendir í vandræðum með hin ýmsu dýr, hvort sem það eru rottur, kettir, mýs eða minkar," segir Guðmundur og bætir við að 76 minkar hafi verið drepnir á síðasta ári í höfuðborg- inni. Koma á staðinn og leysa málið Guðmundur er búinn að vera í meindýrabransanum í 14 ár. Hann segir að ímyndunaraflið hlaupi stundum með fólk í gönur og frá- sagnir sem berist inn á borð til þeirra séu oft og tíðum ævintýraleg- ar. „Ef við tökum rottur sem dæmi þá er í raun og veru tiltölulega lítið af þeim hérna á íslandi,“ segir Guð- mundur. „Þess vegna verða við- brögðin um leið og ein sést oft meiri en efni gefa tilefni til.“ Guðmundur vill helst ekki tjá sig um ævintýraleg- ustu reynsluna sem meindýraeyðir. „Við komum bara á staðinn og leys- um málið," segir hann. „Öllum æv- intýrum sem verða í kringum þetta höldum við fyrir okkur." sama hvernig viðrar," segir Guð- mundur og bendir á að síðan hann hóf störf hafi kvörtunum borgarbúa fækkað jafnt og þétt. „Ef kvörtunum fækkar sýnir það árangur og það er alltaf gaman að vita að manni gengur vel í starfi." Uppstoppaðar rottur í glugganum I glugganum á vinnustað Guð- mundar gefur að líta nokkur sýnis- horn af þeim dýrum sem hann hefur náð í gegnum tíðina - fjór- ar rottur og ein mús virðast gefa blaða- manni illt Sama hvernig viðrar Veðrið leikur yfirleitt stór thlutverk í lífi flestra íslendinga en Guðmundur segir að veð- urguðirnir hafi lítil áhrif á vinnu sína sem meindýraeyðir. „Ef það berst kvörtun þá förum við og þjónust- um borg- arbúa „Þessi dýr hafa fylgt manninum í gegnum söguna ogmunu trú- iega fela sig í holræs- unum um ókomin ár." „Þetta eru nokkur sýnishorn af þeim verkefnum sem við höfum tekið okkur fyr- ir hendur," segir Guð- mundur. „Svo ákváð- um við að skella þessu upp í glugga til að menn gætu séð | þetta með eigin i augum." Guðmundur bendir á eina rottuna og segir að þetta sé sú stærsta sem þeir hafi náð. „Maðurheyrir samt ýmsar sögur af rottum sem eiga að vera metri á lengd en mér sýnist þessi bara vera nokkuð eðlileg." Óþarfi að fara á taugum Guðmundur vill benda fólki á að fara ekki á taugum þótt ein og ein rotta skjóti upp kollinum. „Menn eiga bara að hafa samband við borgina og láta okkur vita,“ segir hann og hefur engar áhyggjur af því að með bættum árangri í baráttu við meindýrin gæti hann verið að gera sig atvinnulausan. „Þessi dýr hafa fylgt manninum í gegnum söguna og munu trúlega fela sig í holræsunum um' ókomin simon@dv.is Þrír þingmenn breska þingsins voru á meðal farþega í þotu British Airways sem nauðlenti á sunnudag Þingmenn samgöngunefndar nauðlentu í Keflavík „Það er örugglega kaldhæðni ör- laganna að við skulum vera í sam- göngunefnd breska þingsins," sagði Gwyneth Dunwoody í samtali við blaðamann Sentinel en hún, ásamt tveimur öðrum þingmönnum í sam- göngunefnd, voru meðal 150 far- þega í flugvél British Airways sem nauðlenti í Keflavík á sunnudag vegna reyks í farþegarými. Dunwoody, sem er formaður sam- göngunefndar, var á leið til Banda- rfkjanna til fundar við þarlenda vís- indamenn. „Flugmaðurinn sagðist ekki vita hvað væri að vélinni og tryggast væri því að nauðlenda henni. Allir héldu ró sinni, við lentum og fengum gist- ingu á hótelum," sagði þing- maðurinn og bætti við að farþegarnir hefðu ekki orðið varir við að þeir væru í hættu. Dunwoody og félagar hennar úr samgöngunefnd, Graham Stringer og Louise Gwyneth Dunwoody Ellman, ásamt hinum farþegunum og ellefu manna áhöfn gistu eina nótt á hótelum á Islandi en önnur vél frá BA tók við hópnum í gær og flaug með hann áfram til Bandaríkj- anna. Flugvélinni var síðan flogið tómri á Heathrow- flugvöll þar sem hún var grandskoðuð. I ljós kom að stíflað salerni hafði leitt til þess að reykur barst inn í farþegarýmið. Umtalsverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna nauðlendingarinnar og Al- mannavarnir voru í við- bragðsstöðu. Þetta var í annað sinn á einni viku sem flugvél nauðlenti á Kefla- víkurflugvelli. í fyrra skiptið lenti flugvél frá United Airlines á einum hreyfli og þurfti að skipta um hann áður en hægt var að fljúga vélinni áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.